Læknablaðið - 15.03.1995, Síða 60
266
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Frá Lífeyrissjóði
lækna
í janúarhefti Læknablaðsins
voru birtir ársreikningar Líf-
eyrissjóðs lækna fyrir árið 1993.
Þar kom fram að staða sjóðsins
hefur batnað umtalsvert á und-
anförnum árum. Almenn við-
miðun er að ávöxtun verði að
vera að minnsta kosti 3% um-
fram launahækkanir. Raun-
ávöxtunin hefur hins vegar
verið talsvert meiri. Vextir und-
anfarinna ára hafa verið háir og
mikill hluti eigna sjóðsins er
bundinn í verðbréfum með há-
um vöxtum. Ef uppgjör sjóðsins
væri miðað við hærri vexti en
þau 3% sem bankaeftirlit Seðla-
bankans miðar við, þá myndi
höfuðstóll sjóðsins hækka mik-
ið. Sjóðstjórn telur sjálfsagt mál
að lífeyrisþegar njóti nú þegar
góðs af bættri stöðu sjóðsins, og
ákvað að fengnum tillögum frá
tryggingafræðingi, að hækka líf-
eyri um 10% frá síðustu áramót-
um.
Það skapar alltaf visst óöryggi
að tengja lífeyri við launataxta.
Sveiflur geta orðið miklar og
duttlungafullar. Á undanförn-
um árum hafa verið mjög litlar
launahækkanir hjá læknum og
því ávöxtun sjóðsins umfram
kauphækkanir talsvert mikil, ef
læknum tækist hins vegar að
semja um umtalsverðar launa-
hækkanir þá yrði ávöxtun nei-
kvæð. Þetta leiðir til þess að líf-
eyrissjóðurinn verður að bak-
tryggja sig fyrir slíkum
„áföllum“ með því að áætla líf-
eyri hóflega. Ef stöðugleiki
greiðslna væri á hinn bóginn
meiri og sveiflur minni, þá yrði
hægt að greiða hærri lífeyri. Af
þessum sökum hafa nokkrir líf-
eyrissjóðir þegar tengt lífeyri
við lánskjaravísitölu. Bankaeft-
irlit Seðlabankans hefir jafnvel
tekið undir það sjónarmið að
3,5% vextir verði notaðir við
uppgjör þeirra sjóða sem tengd-
ir eru lánskjaravísitölu.
Á komandi mánuðum verður
hafist handa við að endurskoða
reglugerð sjóðsins og á næsta
aðalfundi verða væntanlega
lagðar fram breytingartillögur í
þá átt að binda lífeyri við láns-
kjaravísitölu. Utreikningur á
stigaeign breytist ekki og stiga-
fjöldi verður áfram grundvöllur
lífeyrisútreiknings.
Skattar: Nú um áramót
gengu í gildi nýjar reglur við út-
reikning á staðgreiðslu skatta
hjá lífeyrisþegum 70 ára og
eldri. Heimilt er nú að draga
15% af lífeyrisgreiðslum frá
áður en staðgreiðsla skatta er
reiknuð. Þetta hefur verið gert
frá síðustu áramótum og líf-
eyrisþegar væntanlega orðið
varir við auknar ráðstöfunar-
tekjur af þessum sökum, auk
10% hækkunar sem að framan
greinir.
Lán: Á fyrsta fundi stjórnar
lífeyrissjóðsins á hverju ári eru
ákveðin hámarkslán. Sjóðfélag-
ar hafa margir kvartað yfir lág-
um lánum, en hámarkslán var í
fyrra tvær milljónir. Þessar
ákvarðanir eru leifar frá verð-
bólgutímanum, þar sem lánin
voru nánast styrkir. Nú í bili að
minnsta kosti er verðlag stöð-
ugt. Því var ákveðið að koma til
móts við sjóðfélaga og hækka
hámarkslán í tvær og hálfa mill-
jón fyrir þá sem hafa greitt fullt
stig í að minnsta kosti fjögur ár.
Lánin eru til 15 ára, vextir eru
nú 6%.
Niels Chr. Nielsen,
formaður stjórnar
Lífeyrissjóðs Iækna
Novo Nordisk
sjóðurinn
auglýsir eftir umsóknum
um rannsóknarstyrki sem
Rannsóknaráð Norður-
landa veitir.
Rannsóknaráð Norður-
landa veitir styrki til
grunnrannsókna og klín-
ískra rannsókna á sviði
innkirtlafræði.
Styrkir eru ekki veittir til
greiðslu ferðakostnaðar,
prentkostnaðar eða launa-
kostnaðar vegna vísinda-
manna er vinna að rann-
sókninni, ekki heldur til
tækjakaupa ef framlag frá
nefndinni þarf nauðsyn-
lega að vera meira en
DKK 50.000.-
Árleg úthlutun úr sjóðnum
fer fram í ágústlok 1995.
Gert er ráð fyrir að um sex
milljónir danskar krónur
séu til úthlutunar.
Nota skal ný umsóknar-
eyðublöð (1995) með ítar-
legum leiðbeiningum.
Eyðublöðin fást annað-
hvort prentuð eða á disk-
lingi (DOS/WP5.1) hjá
skrifstofunni:
Novo Norkisk Fonden
Krogshöjvej 55
2880 Bagsværd
sími +45 44 42 65 01
bréfsími +45 44 44 40 38.
Umsóknir skal einnig
senda á það póstfang. Til
að umsókn teljist gild þarf
hún að vera fullgerð og
póststimpluð í síðasta lagi
30. apríl 1995. Bráða-
birgðaumsóknir eða um-
sóknir sendar með bréf-
síma eru ekki teknar til
greina.