Læknablaðið - 15.03.1995, Page 62
268
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Frá Orlofsnefnd
Eins og fram kom í síðasta
blaði er ýmislegt í gangi varð-
andi orlofsmál. Breytingar eru
fyrirhugaðar á úthlutunarregl-
um. Þær verða tölvuvæddar.
Leiguhúsnæði verður bætt við.
Verið er að endurnýja bústað-
ina í Brekkuskógi. Endurbætur
voru gerðar á rafmagni og lýs-
ingu í Ljósheimaíbúðinni. Gar-
dínur voru settar upp og fleira
smávægilegt. Lóðarleigusamn-
ingur Hreðavatnsbústaðarins er
kominn áleiðis, hitaveita verður
tekin inn við fyrstu hentugleika.
Veiðileyfi í Hreðavatni og hugs-
anlega Selvatni verða að öllum
líkindum keypt fyrir Hreða-
vatnsbústaðinn. Þörf er á end-
urnýjun á Akureyraríbúðinni,
er það í höndum Friðriks Vagns
Guðjónssonar.
Orlofsnefnd er ráðgefandi
framkvæmdaaðili stjórna
læknafélaganna. Stefna núver-
andi nefndar er ráðdeildarsemi
og hagsýni í rekstri og að auka
sem mest framboð á orlofs-
möguleikum. Þetta þýðir að
nefndin hefur meiri afskipti af
fjármálum en áður. Nýir mögu-
leikar sem nú er boðið upp á
hafa þann kost að ganga lítið á
höfuðstól orlofsheimilasjóðs.
Ávöxtun orlofsheimilasjóðs er
góð um þessar mundir og verða
vextir sjóðsins notaðir til að
fjármagna nýja orlofsmöguleika
sem í boði verða á þessu sumri.
1. Lítillega um orlofsheimila-
sjóð. Greiðslur í orlofsheim-
ilasjóð koma frá atvinnurek-
anda. Greiðslur í orlofs-
heimilasjóð hafa ekki verið
persónubundnar, til dæmis
koma greiðslur fyrir tugi eða
hundruð lækna í einu. Or-
lofsheimilasjóður er sameign
lækna. Ekki koma greiðslur
fyrir alla lækna í orlofsheim-
ilasjóð. Þrátt fyrir það hefur
verið litið svo á og svo verður
áfram nema stjórnir læknafé-
laganna ákveði annað, að
allir læknar eigi rétt á dvöl í
orlofshúsum læknafélag-
anna. Orlofsheimilasjóður
varð til á áttunda áratugnum
og fyrstu húsin byggð rétt
fyrir 1980. Gróflega séð er
lausafé í orlofsheimilasjóði
nú rúmar 10 milljónir króna,
fasteignaverðmæti eru um 30
milljónir, tekjur sjóðsins á
ári um sex milljónir og
rekstrarkostnaður um þrjár
milljónir. Um 1400 læknar
hafa haft rétt á úthlutun sex
orlofshúsa og íbúða. Þrettán
vikur eru í sumrinu, 84 sum-
arvikur eru þannig til úthlut-
unar. Hver læknir hefur
þannig getað fengið eina
viku 14. hvert sumar!
2. Nýju úthlutunarreglurnar.
Eldri félagar hafa notið mik-
ils forgangs við úthlutun or-
lofhúsa hingað til. Þessu ætl-
ar nefndin að breyta. Reynt
er að gera reglurnar aftur-
virkar á sem sanngjarnastan
hátt. Nýju reglurnar eru
þannig:
a. Allir íslenskir læknar teljast
félagar.
b. Menn fá eitt stig fyrir hvern
mánuð frá útskrift, sex stig
kandídatsárið og síðan 12
stig á ári. Ekki verða veittir
punktar eftir 70 ára aldur,
nema menn séu í fullu starfi
og greiði í orlofsheimilasjóð.
Uppsafnaða punkta er auð-
vitað hægt að nota eftir
sjötugsaldur. Full stigagjöf
miðast við árið 1990 (sjá liði
d. og e.)
c. Frádráttur fyrir hverja sum-
ar- og páskaúthlutun verður
36 stig (þrjú ár). Ekki er
dregið frá fyrir vetrarúthlut-
un og ekki er dregið frá fyrir
úthlutun í Ljósheimaíbúð-
ina. (Aukist eftirspurn mikið
frá því sem verið hefur, verð-
ur að auka frádrátt í 48 eða
60 stig fyrir hverja úthlutun,
af því mun þó ekki verða á
þessu ári.)
d. Fram að 1990 reiknast stig
þannig að fyrir árið 1979 er
gefið eitt stig, ’80 tvö stig, ’81
þrjú og áfram til ’89 en þá
eru gefin 11 stig. Full stiga-
gjöf reiknast eftir 1990.
Hæsti mögulegi stigafjöldi
eldri félaga er þannig í dag:
Til 1990, 66 stig, eftir 1990 62
stig, samtals 128 stig.
e. Frádráttur fyrir fyrri úthlut-
anir. 1994, 36 stig, ’93, 24
stig, ’92,12 stig, ’91, átta stig
og ’90, fjögur stig. Fyrir 1990
engin frádráttur.
f. Sá sem hefur flest stig fær út-
hlutað. Séu menn jafnir að
stigum ræður lífaldur.
Vonast er til að menn sætti sig
við þessar reglur. Við gerð
þeirra var meðal annars notast
við fjögurra ára reynslu af
breytingum á úthlutunarreglum
ýmissa félaga, Rafiðnaðar-
sambandsins, Starfsmannafé-
lags íslandsbanka og margra
fleiri. Reynt var að gæta ítrustu
sanngirni og aðlaga það Orlofs-
heimilasjóði lækna.
3. Með þessu eintaki Lækna-
blaðsins berast tvö ný um-
sóknareyðublöð. Annað fyrir