Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 269 páskaúthlutun og hitt fyrir sumarúthlutun. Þau skýra sig sjálf. Mælst er til að menn noti sér sex valkosti fyrir sumarúthlutun og tvo fyrir páskaúthlutun, við það auk- ast dvalarmöguleikar. Um- sóknarfrestur fyrir sumar- og páskaúthlutun er eins og get- ið var um í síðasta blaði, lok mars, póststimpill gildir. Út- hlutun fer fram fyrstu vikuna í apríl. A komandi árum verður umsóknarfrestur fyrir páska- og vetrarúthlut- un lok febrúar. 4. Verð á orlofshúsum hefur verið ákveðið fyrir 1995: A. 10.000 fyrir viku í íbúð- unum allt árið. B. 10.000 fyrir páska- og sumarúthlut- un í Miðhúsabústaðnum, Húsafelli, Hreðavatni og Lindarbakka, 8.000 fyrir páska- og sumarúthlutun í Brekkuskógi. Hálft gjald er fyrir vetrarúthlutun í bú- stöðunum. Lindarbakki er eingöngu í sumarleigu.Vetr- ardvöl er hægt að bóka þann vetur sem er að líða, en aðeins viku í senn. Staðfesta verður pöntun innan viku með greiðslu. 5. Nýju valkostirnir: A. Lindarbakki er nýr bústað- ur 10 km norðan við Höfn, skammt suðaustan við mynni Hoffellsdals. Bú- staðurinn er tekinn á leigu til reynslu í sumar og áfram ef vel tekst til. Miklir úti- verumöguleikar eru á svæð- inu. Eigandi hússins Skarp- héðinn Larsen er menntað- ur leiðsögumaður og mun hann meðal annars bjóða upp á ferðir á Vatnajökul á sérútbúnum jeppa og fleira. Fólk er hvatt til að kynna sér þá möguleika sem hann býður upp á og nota sér þá, eftir því sem við á og eins að nota sér leiðbeiningar hans um gönguleiðir. Þá skal bent á Ferðafélagsbækur 1974 og 1993 eftir Hjörleif Guttormsson. B. Húsafell. Þar hefur orlofs- heimilasjóður tekið á leigu 65 m2 hús, frá og með næstu páskum til tveggja ára. Hús- ið stendur stakt vestan Kaldár ofan við Húsafells- bæina. Um það er víðigerði og skjólsæll garður. Stefnt er að því að flytja húsið í skóginn í lok september næsta haust. Þetta er gott heilsárshús og eru menn hvattir til að nýta það allt árið. Útiverumöguleikar í Húsafelli eru miklir og um- hverfið með því fegursta sem gerist hérlendis. Arnar- vatnsheiðin, rómuð fyrir sil- ungsveiði og mývarg er ekki fjarri. Langjökulsferðir eru í boði. Stóru hellarnir í Hall- mundarhrauni, Surtshellir, Stefánshellir og Víðgelmir eru ekki langt undan. Draugarnir sem Snorri heit- inn skyldi eftir í Bæjargilinu sveima um nágrennið. Þá verstu setti hann reyndar niður í Draugagili í Strút. Sundlaug er í Húsafellsskógi og margt fleira. C. Síðasti möguleikinn er tólf niðurgreiðslur eða orlofs- styrkir. Þessi möguleiki er hlutagreiðsla í orlofshúsi að eigin vali. Viss vandi er með beinan óskilgreindan styrk skattalega séð. Því varð úr, að ákveðið var að greiða 60% eða allt að 20.000 kr fyrir vikudvöl í orlofshúsi eða húsum að eigin vali. Greiðsla fer fram á skrif- stofu læknafélaganna gegn framvfsun reiknings að or- lofsdvöl lokinni. Hér er aðeins um 12 orlofsstyrki að ræða og verða þeir aðeins greiddir þeim sem fá úthlut- að. Mælt er með Ferðaþjón- ustu bænda og hugsanlega Edduhótelum í þessu tilliti. Þessir þrír valkostir eru til reynslu og framhald ræðst af undirtektum. Orlofsnefnd mun í framtíð- inni ekki hafa bein afskipti af úthlutunum. Þær verða í hönd- um skrifstofu læknafélaganna samkvæmt því sem að ofan greinir. Nefndin mun sjá um or- lofshúsin og ýmis skipulagsmál í umboði stjórna læknafélag- anna. Hafi menn athugasemdir eða tillögur eru þeir endilega beðnir að senda nefndarmönn- um eða stjórnarmönnum lækna- félaganna línu. Mikilvægt er að hugmyndir eða kvartanir séu settar á blað, þannig má best velta þeim fyrir sér og taka til þeirra afstöðu. Eru menn eindregið hvattir til þess að láta í sér „heyra“ bréf- lega. Mönnum er bent á að koma minniháttar ábendingum um húsbúnað og lagfæringar á framfæri við umsjónarfólk á staðnum eða skrifstofu læknafé- laganna. Að Hreðavatni er eng- inn til umsjónar og þar geta menn snúið sér til skrifstofunn- ar eða Jóhönnu Björnsdóttur í Orlofsnefnd með ábendingar. Allar breytingar á orlofsmálum, sem hér eru settar fram, eru á ábyrgð formanns Orlofsnefnd- ar. Reynt var að samræma og taka sem mest tillit til skoðana samnefndarmanna, fyrrverandi formanns, stjórnarmanna læknafélaganna og starfsfólks á skrifstofu. Samstaða er um flest, nema lið C hér að ofan, orlofsstyrki. Helstu vankantar hafa þó verið sniðnir af og var ákveðið að taka hann með til reynslu, í þeirri mynd sem að ofan greinir. Árni B. Stefánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.