Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 10

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 10
366 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Algengi mótefna gegn Helicobacter pylori á íslandi Karl G. Kristinsson1’, Erla Sigvaldadóttir1’, Bjarni Þjóðleifsson2' Kristinsson KG, Sigvaldadóttir E, Þjóðleifsson B The prevalence of H. pylori antibodics in Iceland Læknablaðið 1996; 82; 366-70 Helicobacter pylori causes gastritis and duodenal ulcerations, and is possibly one of the causes of gastric cancer. Diagnosis has relied on gastroscopy, but witli the advent of reliable serological tests, epidemiological studies have become easier. Previ- ous studies have indicated a higher H. pylori in- fection rate in Iceland than neighbouring countries. To study this further, an H. pylori (acid glycine extract) ELISA test was set up. Serum samples were obtained from 387 individuals, aged three months to 97 years, mean 41 years (161 blood donors, 83 out- patients, 64 ante natal clinic, 33 hospitalised child- ren, 27 old people’s home and 19 college students). Positive antibody titers were found in 151 (39%), of which 14 were borderline. The prevalence increased with age and was highest 75% in 60-69 years old, but lowest 9% in the youngest age group. The preva- lence of H. pylori antibodies appears to be higher than in neighbouring countries, but lower than in the developing countries, and Icelanders appear to acquire the infection at a younger age than in the neighbouring countries. This high prevalence is im- portant in view of the high prevalence of gastric cancer in Iceland. Frá 1,sýklafræðideild og 21 lyfiækningadeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskriftir: Karl G. Kristinsson, sýklafræði- deild Landspitalans, pósthólf 1465,121 Reykjavík. Netfang: karl@rsp.is Lykilorð: Helicobacter pylori, serology, epidemiology, gastritis. Efni greinarinnar hefur áður verið kynnt á XI. þingi Félags íslenskra lyflækna og á sænska læknaþinginu (Riksstámm- an). Ágrip Helicobacter pylori veldur magabólgu og skeifugarnarsárum, og er mögulega ein af or- sökum magakrabbameins. Greining sýkingar hefur venjulega byggst á magaspeglun, en til- koma nýrra prófa til mótefnamælinga hefqr gert faraldsfræðirannsóknir einfaldari. Fyrri rannsóknir hafa bent til hærri tíðni sjúkdóms- ins á íslandi en í nágrannalöndunutn. Til að afla nánari upplýsinga um algengi og faralds- fræði sjúkdómsins hér á landi var sett upp mót- efnapróf, þar sem mótefni í blóði voru mæld með ELISA aðferð. Blóðsýni voru tekin frá 387 einstaklingum á aldrinum þriggja mánaða til 97 ára, meðalaldur 41 ár (161 blóðgjafi, 83 sjúklingar á göngudeild, 64 konur í mæðraeftir- liti, 33 börn á Landspítalanum, 27 vistmenn á dvalarheimili aldraðra og 19 menntaskólanem- ar). Mótefni gegn H. pylori greindust hjá 151 (39%), en af þeim voru 14 með lág gildi, vafa- svör (borderline). Tíðni mótefna fór vaxandi með hækkandi aldri og var hæst 75% í aldurs- hópnum 60-69 ára, en lægst 9% í yngsta ald- urshópnum. Algengi mótefna virðist meira á íslandi en í nágrannalöndunum, en minna en í vanþróuðum löndum, jafnframt virðast Islend- ingar sýkjast fyrr en tíðkast í nágrannalöndun- um. Útbreiðsla H. pylori sýkinga á íslandi hef- ur sérstaka þýðingu vegna hárrar tíðni maga- krabbameins. Inngangur Magabakterían Helicobacter pylori var fyrst ræktuð og einangruð árið 1984 (1). Pá hófust af alvöru rannsóknir á þætti H. pylori í magasjúk- dómum, þar á meðal á íslandi (2,3). I fyrstu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.