Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 48

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 48
396 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 við ræktanir. Sýni með háan S-fasa eru ekki líklegri til að gefa mítósur til litningagreiningar. Bornar voru saman Flow- mælingar á litningamagni æxlis- frumna og litningafjöldi í litningaklónum. Flow- mælingin greinir illa smærri litningabreytingar og klón með litningafjölda nálægt 46. Rannsókn á litn- inganiðurstöðum og fjölskyldusögu benti til þess að litningar 1, 3 og 15 væru oftar gallaðir í æxlisfrumum sjúklinga með fjölskyldusögu. Athugun á lífslíkum sýndi að sjúklingar með flóknar litningabreytingar í æxlisfrumum lifðu skemur en þeir sem höfðu ein- faldar breytingar. Litningagreining er tímafrek og kostnaðarsöm, en gefur nákvæmar upplýsingar. Margþætt úrvinnsla gagna er lykilatriði rannsóknanna og getur gefið mikilvægar upplýsingar um líffræði brjóstakrabba- meins. 10. Samantekt úrfellinga á níu litningasvæðum í brjósta- krabbameinssýnum Guðný Eiríksdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Helgi Sig- urðsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Arndís Björns- dóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Júlíus Guðmunds- son, Gísli Ragnarsson, Guðrún Bragadóttir, Val- garður Egilsson, Rósa Björk Barkardóttir, Sigurður Ingvarsson Frumulíffrceðideild Rannsóknastofu Háskóla ís- lands í meinafrœði Tap á arfblendni í æxlum er yfirleitt talið benda til að viðkomandi litningasvæði beri æxlisbæligen. A Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði hefur um árabil verið safnað sýnum úr stöku (sporadic) brjóstakrabbameini ásamt heilbrigðum vef, sem í flestum tilfellum er blóð. Litningasvæði í æxlum sjúklinga með brjóstakrabbamein voru rannsökuð með tilliti til taps á arfblendni. Val á þreifurum og PCR-vísum til rannsóknanna var einskorðað við svæði á litningum sem hugsanlega bera æxlisbæli- gen, það er lp, 3p, 6q, 9p, llq, 13q, 16q, 17p og 17q. Rannsóknir okkar á tapi á arfblendni á litningun- um hafa sýnt úrfellingar í 23-67% tilfella og töl- fræðilegt samband við ýmsa eiginleika æxlanna. Rannsóknirnar byggðust á 120-230 sýnum en ein- ungis um helmingur þeirra hefur verið rannsakaður á öllum litningasvæðunum. Hæsta úrfellingatíðnin var á 16q og ennfremur voru þar flest tilfelli, 9%, þar sem eingöngu fundust úrfellingar á einum litninga- armi. Úrfellingar á þremur litningasvæðum, það er 3p, 6q og 13q, höfðu marktækt samband við lífslíkur. Lífslíkur sjúklinga með úrfellingar á þessum svæðum voru verri en sjúklinga án þessara breytinga í æxlum. Niðurstöðurnar verða teknar saman til að kanna hvort einhver sérstök munstur erfðaefnisbreytinga gætu verið áhrifavaldar í vaxtarferli æxlanna. 11. Kortlagning úrfellinga og leit að æxlisbæligenum á litningi 16q í brjóstakrabbameini Sigurður Ingvarssonl>, Guðný Eiríksdótdrl>, Arndís Björnsdóttir>>, Ásgeir Sigurðsson11, Rósa Björk Barkardóttir1’, Anne-Marie Cleton-Jansen2) ’’Rannsóknastofa Háskóla íslands í meinafrceði, 2,Department of Pathology, Leiden University, Hol- landi Úrfellingar á litningi 16q hafa greinst í ýmsum æxlisgerðum svo sem í brjóstum, blöðruhálskirtli, eggjastokkum, lifur, nýrum og mergfrumum, sem bendir til staðsetningu æxlisbæligens eða gena. Rannsakað var tap á arfblendni á 16q með micro- satellite erfðamörkum. Tap á arfblendni með að minnsta kosti einu erfðamarki greindist í 67% brjóstaæxla sem er talsvert hærri tíðni úrfellinga en greinist á öðrum litningasvæðum í brjóstaæxlum á rannsóknastofu okkar. Æxlisvöxtur með og án 16q úrfellinga var borinn saman við líffræðileg einkenni æxlisvaxtarins og klíníska þætti sem taldir eru hafa áhrif á framgöngu sjúkdómsins. Vægt samband 16q úrfellinga greindist við aukið magn PgR, lágs S-fasa og við æxlismyndun í kirtilbotnum. Ekki kom fram marktækt samband 16q úrfellinga og lifunar sjúk- linga og sennilega hafa úrfellingarnar ekki forspár- gildi um gang sjúkdómsins. Há tíðni úrfellinga og kortlagning úrfellinga á litn- ingahlutum gefa til kynna að minnsta kosti tvö æxlis- bæligen á 16q, staðsett á 16q22.1 og 16q24.3. Rað- greining gena á 16q22.1 litningasvæðinu benda til að eitt af mögulegum æxlisbæligenum geti verið gen sem táknar E-cadherín viðloðunarsameindina sem er mikilvæg í millifrumusamskiptum. Stökkbreyt- ingar í þessu geni hafa fundist í æxlum í kirtilbotnum en ekki í æxlum í kirtilgöngum. Tap á arfblendni á 16q22.1 kemur fram í æxlum sem hafa stökkbreyt- ingu í E-cadherín geni. 12. Greining stökkbreytinga í æxlisbæligeninu p53 í brjóstakrabbameinsæxlum frá 1981-1983. Athugun á horfum sjúklinga Sólveig Grétarsdóttir1', Laufey Tryggvadóttir', Jón Gunnlaugur Jónasson3’, Helgi Sigurðsson41, Kristrún Ólafsdóttir1', Dagmar Lúðvíksdótdr3>, Bjarni A. Agnarsson3>, Helga M. Ögmundsdótdr>>, Jórunn Erla Eyfjörð" "Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sam- einda- ogfrumulíffrœði, 21 Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags íslands, 3,Rannsóknastofa Háskóla ís-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.