Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 48
396 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 við ræktanir. Sýni með háan S-fasa eru ekki líklegri til að gefa mítósur til litningagreiningar. Bornar voru saman Flow- mælingar á litningamagni æxlis- frumna og litningafjöldi í litningaklónum. Flow- mælingin greinir illa smærri litningabreytingar og klón með litningafjölda nálægt 46. Rannsókn á litn- inganiðurstöðum og fjölskyldusögu benti til þess að litningar 1, 3 og 15 væru oftar gallaðir í æxlisfrumum sjúklinga með fjölskyldusögu. Athugun á lífslíkum sýndi að sjúklingar með flóknar litningabreytingar í æxlisfrumum lifðu skemur en þeir sem höfðu ein- faldar breytingar. Litningagreining er tímafrek og kostnaðarsöm, en gefur nákvæmar upplýsingar. Margþætt úrvinnsla gagna er lykilatriði rannsóknanna og getur gefið mikilvægar upplýsingar um líffræði brjóstakrabba- meins. 10. Samantekt úrfellinga á níu litningasvæðum í brjósta- krabbameinssýnum Guðný Eiríksdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Helgi Sig- urðsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Arndís Björns- dóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Júlíus Guðmunds- son, Gísli Ragnarsson, Guðrún Bragadóttir, Val- garður Egilsson, Rósa Björk Barkardóttir, Sigurður Ingvarsson Frumulíffrceðideild Rannsóknastofu Háskóla ís- lands í meinafrœði Tap á arfblendni í æxlum er yfirleitt talið benda til að viðkomandi litningasvæði beri æxlisbæligen. A Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði hefur um árabil verið safnað sýnum úr stöku (sporadic) brjóstakrabbameini ásamt heilbrigðum vef, sem í flestum tilfellum er blóð. Litningasvæði í æxlum sjúklinga með brjóstakrabbamein voru rannsökuð með tilliti til taps á arfblendni. Val á þreifurum og PCR-vísum til rannsóknanna var einskorðað við svæði á litningum sem hugsanlega bera æxlisbæli- gen, það er lp, 3p, 6q, 9p, llq, 13q, 16q, 17p og 17q. Rannsóknir okkar á tapi á arfblendni á litningun- um hafa sýnt úrfellingar í 23-67% tilfella og töl- fræðilegt samband við ýmsa eiginleika æxlanna. Rannsóknirnar byggðust á 120-230 sýnum en ein- ungis um helmingur þeirra hefur verið rannsakaður á öllum litningasvæðunum. Hæsta úrfellingatíðnin var á 16q og ennfremur voru þar flest tilfelli, 9%, þar sem eingöngu fundust úrfellingar á einum litninga- armi. Úrfellingar á þremur litningasvæðum, það er 3p, 6q og 13q, höfðu marktækt samband við lífslíkur. Lífslíkur sjúklinga með úrfellingar á þessum svæðum voru verri en sjúklinga án þessara breytinga í æxlum. Niðurstöðurnar verða teknar saman til að kanna hvort einhver sérstök munstur erfðaefnisbreytinga gætu verið áhrifavaldar í vaxtarferli æxlanna. 11. Kortlagning úrfellinga og leit að æxlisbæligenum á litningi 16q í brjóstakrabbameini Sigurður Ingvarssonl>, Guðný Eiríksdótdrl>, Arndís Björnsdóttir>>, Ásgeir Sigurðsson11, Rósa Björk Barkardóttir1’, Anne-Marie Cleton-Jansen2) ’’Rannsóknastofa Háskóla íslands í meinafrceði, 2,Department of Pathology, Leiden University, Hol- landi Úrfellingar á litningi 16q hafa greinst í ýmsum æxlisgerðum svo sem í brjóstum, blöðruhálskirtli, eggjastokkum, lifur, nýrum og mergfrumum, sem bendir til staðsetningu æxlisbæligens eða gena. Rannsakað var tap á arfblendni á 16q með micro- satellite erfðamörkum. Tap á arfblendni með að minnsta kosti einu erfðamarki greindist í 67% brjóstaæxla sem er talsvert hærri tíðni úrfellinga en greinist á öðrum litningasvæðum í brjóstaæxlum á rannsóknastofu okkar. Æxlisvöxtur með og án 16q úrfellinga var borinn saman við líffræðileg einkenni æxlisvaxtarins og klíníska þætti sem taldir eru hafa áhrif á framgöngu sjúkdómsins. Vægt samband 16q úrfellinga greindist við aukið magn PgR, lágs S-fasa og við æxlismyndun í kirtilbotnum. Ekki kom fram marktækt samband 16q úrfellinga og lifunar sjúk- linga og sennilega hafa úrfellingarnar ekki forspár- gildi um gang sjúkdómsins. Há tíðni úrfellinga og kortlagning úrfellinga á litn- ingahlutum gefa til kynna að minnsta kosti tvö æxlis- bæligen á 16q, staðsett á 16q22.1 og 16q24.3. Rað- greining gena á 16q22.1 litningasvæðinu benda til að eitt af mögulegum æxlisbæligenum geti verið gen sem táknar E-cadherín viðloðunarsameindina sem er mikilvæg í millifrumusamskiptum. Stökkbreyt- ingar í þessu geni hafa fundist í æxlum í kirtilbotnum en ekki í æxlum í kirtilgöngum. Tap á arfblendni á 16q22.1 kemur fram í æxlum sem hafa stökkbreyt- ingu í E-cadherín geni. 12. Greining stökkbreytinga í æxlisbæligeninu p53 í brjóstakrabbameinsæxlum frá 1981-1983. Athugun á horfum sjúklinga Sólveig Grétarsdóttir1', Laufey Tryggvadóttir', Jón Gunnlaugur Jónasson3’, Helgi Sigurðsson41, Kristrún Ólafsdóttir1', Dagmar Lúðvíksdótdr3>, Bjarni A. Agnarsson3>, Helga M. Ögmundsdótdr>>, Jórunn Erla Eyfjörð" "Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sam- einda- ogfrumulíffrœði, 21 Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags íslands, 3,Rannsóknastofa Háskóla ís-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.