Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 49

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 397 lands í meinafrœði, 4>krabbameinslœkningadeild Landspítalans Meðal algengustu breytinga sem greinast í brjóstakrabbameinsæxlum er afbrigðilegt p53 (það er stökkbreytt p53 gen og/eða gölluð prótínafurð) og hefur það verið tengt slæmum horfum sjúklinga. Fyrri rannsókn okkar, byggð á athugunum á fersk- um æxlisvef frá árunum 1987-1990, sýndi að lífslíkur sjúklinga með brjóstakrabbamein voru marktækt lægri hjá þeim sem höfðu gallað p53 miðað við sjúk- linga með eðlilegt p53. Markmið þessarar rannsóknar var að stækka úr- takið og fara lengra aftur í tímann. Til þess fengum við sýni úr tæplega 200 brjóstakrabbameinsæxlum sem greindust á árunum 1981-1983 og varðveitt eru í paraffínkubbum í Dungalsafni. Annars vegar var framkvæmd p53 stökkbreytingargreining, á exon 5-8, með svonefndri CDGE aðferð (constant dena- turant gel electrophoresis) en hinsvegar var greind afbrigðileg uppsöfnun p53 í frumukjarna með DO-7 mótefnalitun. Erfðaefni sem einangrað er úr göml- um sýnum er oft niðurbrotið og því getur verið erfið- ara að vinna með slíkan efnivið en fersk sýni. P53 stökkbreytingargreining hefur ekki verið gerð áður á svo stóru úrtaki af festum vef. Stökkbreytingar- greining tókst fyrir 186 æxli og greindust p53 stökk- breytingar í 30 æxlum (16%). Niðurstöðurnar eru sambærilegar við fyrri niður- stöður okkar og annarra á ferskum æxlisvef hvað varðar fjölda breytinga, gerð og staðsetningu þeirra í geninu. Niðurstöður mótefnalitunarinnar með DO-7 reyndust einnig vera sambærilegar fyrri niður- stöðum með 58 æxli jákvæð (31%). Athugun á horf- um sjúklinga í þessu úrtaki sýndi að stökkbreytt p53 gen og/eða jákvæð mótefnalitun hafði ekki áhrif á heildarlífslíkur, lífslíkur sjúklinga með brjósta- krabbamein eða lífslíkur án sjúkdóma, frábrugðið niðurstöðum okkar frá tímabilinu 1987-1990. Hins- vegar kom fram marktækur munur á lífslíkum með tilliti til p53 hjá einstaklingum þar sem sjúkdómur- inn hafði tekið sig upp aftur (post-reccurrence survi- val). Niðurstöður okkar benda til þess að æxli með afbrigðilegt p53 svari meðferð verr en æxli með eðli- legt p53. 13. Leit að stökkbreytingum í hMSH2- og hMLH1-genum í íslenskum sjúklingum með ristilkrabbamein Jón Þór Bergþórsson, Sólveig Crétarsdóttir, Jónína Jóhannsdóttir, Valgarður Egilsson, Sigurður Ingv- arsson Frumulíffrœðideild Rannsóknastofu Háskóla ís- lands í meinafrœði Jafnan er talið að 4-10% af öllum tilfellum ristil- krabbameins á Vesturlöndum sé vegna erfða. Al- gengasta mynd af arfgengu ristilkrabbameini er HNPCC (hereditary non-polyposis colorectal carcinoma) eða Lynch heilkenni. Þessi sjúkdómur erfist með ríkjandi hætti og eru arfberar í aukinni áhættu að fá meðal annars maga- og eggjastokka- krabbamein auk ristilkrabbameins. Meðalaldur við greiningu ristilkrabbameins í HNPCC fjölskyldum er um 20 árum lægri en hjá sjúklingum án fjölskyldu- sögu og að auki er algengt að HNPCC sjúklingar greinist með fleiri en eitt frumæxli (multiple prima- ries). Komið hefur í ljós að æxlisfrumur frá HNPCC sjúklingum hafa skerta hæfni til að gera við skemmd- ir í erfðaefninu, einkum ef um er að ræða misparað DNA. Kímlínubreytingar í genum sem skrá fyrir DNA-viðgerðarþætti eru taldar útskýra þetta. Gall- ar í slíkum genum hafa áhrif á þróun þekjuvefs yfir í illkynja ástand með þvf að hraða uppsöfnun á stökk- breytingum í mikilvægum krabbameinsgenum, til dæmis APC, ki-RAS, DCC, P-53 og TGFb-viðtaki. Kímlínubreytingar í tveimur genum, hMSH2 og hMLHl, er algengasta orsök HNPCC á Vesturlönd- um. Vissulega eru fleiri gen sem skrá fyrir prótínum sem eru mikilvæg fyrir DNA-mispörunarviðgerðir og hefur kímlínubreytingum í tveimur þeirra, hPMSl og hPMS2, verið lýst. Markmið rannsóknar okkar er að komast að því hversu útbreytt HNPCC sé á íslandi og kortleggja helstu kímlínubreytingarnar hér á landi sem valda sjúkdómnum. Verkefninu má skipta í tvo hluta: 1. Skimun fyrir stökkbreytingum í hMSH2 og hMLHl genunum í erfðaefni frá einstaklingum sem eru líklegir HNPCC sjúklingar. Fjórir fjölskyldu- kjarnar eru þekktir og verða til athugunar. cDNA frá fjölskyldumeðlimum er raðgreint beint en einnig er beitt svokallaðri CDGE-aðferð (constant dena- turant gel electrophoresis). 2. Leit að breytingum í hMSH2 og hMLHl í hópi sjúklinga með ristilkrabbamein sem voru greindir ungir með sjúkdóminn (innan 50 ára) á tímabilinu 1955-1994.1 úrtakinu eru um 90 manns. Tuttugu og eitt æxli frá einstaklingum úr þessum hópi hefur óstöðugt erfðaefni með tilliti til stuttra endurtekinna DNA raða (RER+), en þetta er einkenni sem fylgir galla í DNA mispörunarviðgerðarkerfi. Verið er að skima fyrir stökkbreytingum með CDGE aðferð í hópi einstaklinga með RER+ svipgerð í æxli. 14. Tengslagreining BRCA1 og BRCA2 í 44 systrapörum og fjölskyldusaga þeirra varðandi krabbamein Aðalgeir Arason, Aðalbjörg Jónasdóttir, Jón Þór Bergþórsson, Rósa Björk Barkardóttir, Valgarður Egilsson Frumulíffrœðideild Rannsóknastofu Háskóla fs- lands í meinafrœði

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.