Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 49

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 397 lands í meinafrœði, 4>krabbameinslœkningadeild Landspítalans Meðal algengustu breytinga sem greinast í brjóstakrabbameinsæxlum er afbrigðilegt p53 (það er stökkbreytt p53 gen og/eða gölluð prótínafurð) og hefur það verið tengt slæmum horfum sjúklinga. Fyrri rannsókn okkar, byggð á athugunum á fersk- um æxlisvef frá árunum 1987-1990, sýndi að lífslíkur sjúklinga með brjóstakrabbamein voru marktækt lægri hjá þeim sem höfðu gallað p53 miðað við sjúk- linga með eðlilegt p53. Markmið þessarar rannsóknar var að stækka úr- takið og fara lengra aftur í tímann. Til þess fengum við sýni úr tæplega 200 brjóstakrabbameinsæxlum sem greindust á árunum 1981-1983 og varðveitt eru í paraffínkubbum í Dungalsafni. Annars vegar var framkvæmd p53 stökkbreytingargreining, á exon 5-8, með svonefndri CDGE aðferð (constant dena- turant gel electrophoresis) en hinsvegar var greind afbrigðileg uppsöfnun p53 í frumukjarna með DO-7 mótefnalitun. Erfðaefni sem einangrað er úr göml- um sýnum er oft niðurbrotið og því getur verið erfið- ara að vinna með slíkan efnivið en fersk sýni. P53 stökkbreytingargreining hefur ekki verið gerð áður á svo stóru úrtaki af festum vef. Stökkbreytingar- greining tókst fyrir 186 æxli og greindust p53 stökk- breytingar í 30 æxlum (16%). Niðurstöðurnar eru sambærilegar við fyrri niður- stöður okkar og annarra á ferskum æxlisvef hvað varðar fjölda breytinga, gerð og staðsetningu þeirra í geninu. Niðurstöður mótefnalitunarinnar með DO-7 reyndust einnig vera sambærilegar fyrri niður- stöðum með 58 æxli jákvæð (31%). Athugun á horf- um sjúklinga í þessu úrtaki sýndi að stökkbreytt p53 gen og/eða jákvæð mótefnalitun hafði ekki áhrif á heildarlífslíkur, lífslíkur sjúklinga með brjósta- krabbamein eða lífslíkur án sjúkdóma, frábrugðið niðurstöðum okkar frá tímabilinu 1987-1990. Hins- vegar kom fram marktækur munur á lífslíkum með tilliti til p53 hjá einstaklingum þar sem sjúkdómur- inn hafði tekið sig upp aftur (post-reccurrence survi- val). Niðurstöður okkar benda til þess að æxli með afbrigðilegt p53 svari meðferð verr en æxli með eðli- legt p53. 13. Leit að stökkbreytingum í hMSH2- og hMLH1-genum í íslenskum sjúklingum með ristilkrabbamein Jón Þór Bergþórsson, Sólveig Crétarsdóttir, Jónína Jóhannsdóttir, Valgarður Egilsson, Sigurður Ingv- arsson Frumulíffrœðideild Rannsóknastofu Háskóla ís- lands í meinafrœði Jafnan er talið að 4-10% af öllum tilfellum ristil- krabbameins á Vesturlöndum sé vegna erfða. Al- gengasta mynd af arfgengu ristilkrabbameini er HNPCC (hereditary non-polyposis colorectal carcinoma) eða Lynch heilkenni. Þessi sjúkdómur erfist með ríkjandi hætti og eru arfberar í aukinni áhættu að fá meðal annars maga- og eggjastokka- krabbamein auk ristilkrabbameins. Meðalaldur við greiningu ristilkrabbameins í HNPCC fjölskyldum er um 20 árum lægri en hjá sjúklingum án fjölskyldu- sögu og að auki er algengt að HNPCC sjúklingar greinist með fleiri en eitt frumæxli (multiple prima- ries). Komið hefur í ljós að æxlisfrumur frá HNPCC sjúklingum hafa skerta hæfni til að gera við skemmd- ir í erfðaefninu, einkum ef um er að ræða misparað DNA. Kímlínubreytingar í genum sem skrá fyrir DNA-viðgerðarþætti eru taldar útskýra þetta. Gall- ar í slíkum genum hafa áhrif á þróun þekjuvefs yfir í illkynja ástand með þvf að hraða uppsöfnun á stökk- breytingum í mikilvægum krabbameinsgenum, til dæmis APC, ki-RAS, DCC, P-53 og TGFb-viðtaki. Kímlínubreytingar í tveimur genum, hMSH2 og hMLHl, er algengasta orsök HNPCC á Vesturlönd- um. Vissulega eru fleiri gen sem skrá fyrir prótínum sem eru mikilvæg fyrir DNA-mispörunarviðgerðir og hefur kímlínubreytingum í tveimur þeirra, hPMSl og hPMS2, verið lýst. Markmið rannsóknar okkar er að komast að því hversu útbreytt HNPCC sé á íslandi og kortleggja helstu kímlínubreytingarnar hér á landi sem valda sjúkdómnum. Verkefninu má skipta í tvo hluta: 1. Skimun fyrir stökkbreytingum í hMSH2 og hMLHl genunum í erfðaefni frá einstaklingum sem eru líklegir HNPCC sjúklingar. Fjórir fjölskyldu- kjarnar eru þekktir og verða til athugunar. cDNA frá fjölskyldumeðlimum er raðgreint beint en einnig er beitt svokallaðri CDGE-aðferð (constant dena- turant gel electrophoresis). 2. Leit að breytingum í hMSH2 og hMLHl í hópi sjúklinga með ristilkrabbamein sem voru greindir ungir með sjúkdóminn (innan 50 ára) á tímabilinu 1955-1994.1 úrtakinu eru um 90 manns. Tuttugu og eitt æxli frá einstaklingum úr þessum hópi hefur óstöðugt erfðaefni með tilliti til stuttra endurtekinna DNA raða (RER+), en þetta er einkenni sem fylgir galla í DNA mispörunarviðgerðarkerfi. Verið er að skima fyrir stökkbreytingum með CDGE aðferð í hópi einstaklinga með RER+ svipgerð í æxli. 14. Tengslagreining BRCA1 og BRCA2 í 44 systrapörum og fjölskyldusaga þeirra varðandi krabbamein Aðalgeir Arason, Aðalbjörg Jónasdóttir, Jón Þór Bergþórsson, Rósa Björk Barkardóttir, Valgarður Egilsson Frumulíffrœðideild Rannsóknastofu Háskóla fs- lands í meinafrœði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.