Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 60

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 60
406 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 íðorðasafn lækna 77 Fæðingarblettur í 58. pistli var kvartað undan endurtekinni misritun á líffæris- heitinu botnlangi á vefjarann- sóknarbeiðni, sem undirrituð- um barst í hendur á vinnustað sínum. N-ið hafði verið fellt nið- ur þannig að ritað var botlangi. Óskýrum framburði var um kennt, en auðvitað hefur einnig verið um að ræða ófullnægjandi þekkingu á íslensku máli og á uppruna heitisins. Nýlega hefur einnig borið á því að heitið fæð- ingarblettur hefur verið misrit- að fæðingablettur (r-ið fellt burt). Óskýrum framburði má ef til vill um kenna, en er þetta vísbending um það sem koma skal? Undirrituðum er ekki kunn- ugt um það hversu gamalt heitið fæðingarblettur er. f gagnasafni Orðabókar Háskólans má finna dæmi frá síðustu öld. Fæðingar- blettur er uppflettiorð í íslensk- danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924 og í ís- lenskum læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar frá 1954 og er rithátturinn þar sá sami. Sigfús þýðir með danska heitinu modermærke og Guð- mundur tilgreinir latneska heit- ið naevus. íslensk orðabók Menningarsjóðs frá 1992 segir að fæðingarblettur sé: móleitur hörundsblettur sem barn er fætt með. Lýsing íslensku alfræði- orðabókarinnar frá 1990 á fæð- ingarbletti er víðtækari: góð- kynja húðgalli, stundum með- fœddur en kemur oftfram síðar. Þar er einnig tilgreint að fæðing- arblettir séu ýmist litarefnis- eða æðablettir. í íðorðasafni lækna kemur fram að fæðingar- blettur sé þýðing á latneska heitinu naevus og á enska heit- inu birthmark. Nevus í læknisfræðiorðabók Sted- mans frá 1995 má lesa að notk- unarsvið heitisins nevus (ritað á ameríska vísu) geti verið tals- vert vítt. Þar segir að nevus sé annað hvort afmörkuð húð- breyting, vansköpun (malfor- mation), gerð úr húðþekjufrum- um, húðfœrafrumum, sortu- frumum, œðafrumum eða bandvefskímfrumum, eða góð- kynja húðmein sem stafar af af- mörkuðum of\’exti í sortufrum- um, meðfœtt eða tilkomið síðar. Þá eru tilgreind nærri 60 mis- munandi heiti þar sem nevus kemur fyrir í samsetningu. Húðmeinafræði Levers frá 1983 leggur til að heitið nevus sé not- að þannig, að eitt sér vísi það eingöngu í meinsemdir gerðar úr sortufrumum, nánar tiltekið þær sem latnesku samheitin nevus pigmentosus, nevus nevocellulare og nevus melano- cyticum eiga við um. Sé ætlunin að vísa í aðrar meðfæddar húð- breytingar skuli fylgja lýsingar- orð sem gefi til kynna hvað við er átt, til dæmis nevus verru- cosus, vörtubrá, eða nevus flammeus, valbrá. Rétt er að vekja athygli á því að starfshóp- ur orðanefndar hefur nú breytt íslenska heitinu á nevus pigmen- tosus úr litbrá í sortublett og á sama hátt heitinu á nevus vascu- losus úr roðabrá í æðablett (sjá íðorðasafnið bls. 324 og Fóstur- fræðiheitin bls. 144). Receptor Latneska sögnin recipio er meðal annars notuð um það að taka við einhverju, en af henni er heitið receptor dregið. Lækn- isfræðiorðabók Stedmans gefur tvær merkingar: 1. prótínsam- eind á yfirborði frumu eða í frymi sem bindur sértækt efni, svo sem hormón, mótefni eða taugaboðefni og 2. endi skyn- taugar í húð, djúpum vefjum, líffærum eða skynfærum. Ið- orðasafnið gefur tvö íslensk heiti á receptor: 1. nemi, 2. við- taki. Undirrituðum sýnist að heitið viðtaki hafi náð fótfestu sem heiti á yfirborðssameind- inni í máli þeirra lækna sem á annað borð hafa með hugtakið að gera í daglegu starfi. Engu að síður tókst ekki að koma því inn í Vefjafræðiheitin (sjá bls. 131). Gaman væri að heyra frá þeim sem vilja láta sig málið varða. (Þau sem eru tengd við alnetið geta notað netfangið johannhj @rsp.is) Specificity í tengslum við yfirlestur á orðalista í öldrunarfræðum kom þetta orð til skoðunar. Orðabók Aldamóta tilgreinir þýðinguna það að vera sérstakur. Iðorða- safn lækna gefur þýðinguna sér- tæki án frekari skilgreiningar, en ýmsir læknar virðast hafa notað heitið sértækni. Baldur Jónsson hjá íslenskri málstöð taldi hvorugt orðið rétt myndað og vísaði í Orðasafn úr tölfræði sem kom út 1990. Þar kemur specificity að vísu ekki fyrir, en í staðinn má finna þar signi- ficance, marktekt. Tæki er not- að um tól, áhöld og vélar og tækni um verkgreinar eða verk- kunnáttu, en tekt um það að taka. Verðum við nú ekki að taka mark á sérfræðingum í málvísindum og tölfræði og nota framvegis heitin marktekt og sértekt? Jóhann Heiðar Jóhannsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.