Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 60

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 60
406 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 íðorðasafn lækna 77 Fæðingarblettur í 58. pistli var kvartað undan endurtekinni misritun á líffæris- heitinu botnlangi á vefjarann- sóknarbeiðni, sem undirrituð- um barst í hendur á vinnustað sínum. N-ið hafði verið fellt nið- ur þannig að ritað var botlangi. Óskýrum framburði var um kennt, en auðvitað hefur einnig verið um að ræða ófullnægjandi þekkingu á íslensku máli og á uppruna heitisins. Nýlega hefur einnig borið á því að heitið fæð- ingarblettur hefur verið misrit- að fæðingablettur (r-ið fellt burt). Óskýrum framburði má ef til vill um kenna, en er þetta vísbending um það sem koma skal? Undirrituðum er ekki kunn- ugt um það hversu gamalt heitið fæðingarblettur er. f gagnasafni Orðabókar Háskólans má finna dæmi frá síðustu öld. Fæðingar- blettur er uppflettiorð í íslensk- danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924 og í ís- lenskum læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar frá 1954 og er rithátturinn þar sá sami. Sigfús þýðir með danska heitinu modermærke og Guð- mundur tilgreinir latneska heit- ið naevus. íslensk orðabók Menningarsjóðs frá 1992 segir að fæðingarblettur sé: móleitur hörundsblettur sem barn er fætt með. Lýsing íslensku alfræði- orðabókarinnar frá 1990 á fæð- ingarbletti er víðtækari: góð- kynja húðgalli, stundum með- fœddur en kemur oftfram síðar. Þar er einnig tilgreint að fæðing- arblettir séu ýmist litarefnis- eða æðablettir. í íðorðasafni lækna kemur fram að fæðingar- blettur sé þýðing á latneska heitinu naevus og á enska heit- inu birthmark. Nevus í læknisfræðiorðabók Sted- mans frá 1995 má lesa að notk- unarsvið heitisins nevus (ritað á ameríska vísu) geti verið tals- vert vítt. Þar segir að nevus sé annað hvort afmörkuð húð- breyting, vansköpun (malfor- mation), gerð úr húðþekjufrum- um, húðfœrafrumum, sortu- frumum, œðafrumum eða bandvefskímfrumum, eða góð- kynja húðmein sem stafar af af- mörkuðum of\’exti í sortufrum- um, meðfœtt eða tilkomið síðar. Þá eru tilgreind nærri 60 mis- munandi heiti þar sem nevus kemur fyrir í samsetningu. Húðmeinafræði Levers frá 1983 leggur til að heitið nevus sé not- að þannig, að eitt sér vísi það eingöngu í meinsemdir gerðar úr sortufrumum, nánar tiltekið þær sem latnesku samheitin nevus pigmentosus, nevus nevocellulare og nevus melano- cyticum eiga við um. Sé ætlunin að vísa í aðrar meðfæddar húð- breytingar skuli fylgja lýsingar- orð sem gefi til kynna hvað við er átt, til dæmis nevus verru- cosus, vörtubrá, eða nevus flammeus, valbrá. Rétt er að vekja athygli á því að starfshóp- ur orðanefndar hefur nú breytt íslenska heitinu á nevus pigmen- tosus úr litbrá í sortublett og á sama hátt heitinu á nevus vascu- losus úr roðabrá í æðablett (sjá íðorðasafnið bls. 324 og Fóstur- fræðiheitin bls. 144). Receptor Latneska sögnin recipio er meðal annars notuð um það að taka við einhverju, en af henni er heitið receptor dregið. Lækn- isfræðiorðabók Stedmans gefur tvær merkingar: 1. prótínsam- eind á yfirborði frumu eða í frymi sem bindur sértækt efni, svo sem hormón, mótefni eða taugaboðefni og 2. endi skyn- taugar í húð, djúpum vefjum, líffærum eða skynfærum. Ið- orðasafnið gefur tvö íslensk heiti á receptor: 1. nemi, 2. við- taki. Undirrituðum sýnist að heitið viðtaki hafi náð fótfestu sem heiti á yfirborðssameind- inni í máli þeirra lækna sem á annað borð hafa með hugtakið að gera í daglegu starfi. Engu að síður tókst ekki að koma því inn í Vefjafræðiheitin (sjá bls. 131). Gaman væri að heyra frá þeim sem vilja láta sig málið varða. (Þau sem eru tengd við alnetið geta notað netfangið johannhj @rsp.is) Specificity í tengslum við yfirlestur á orðalista í öldrunarfræðum kom þetta orð til skoðunar. Orðabók Aldamóta tilgreinir þýðinguna það að vera sérstakur. Iðorða- safn lækna gefur þýðinguna sér- tæki án frekari skilgreiningar, en ýmsir læknar virðast hafa notað heitið sértækni. Baldur Jónsson hjá íslenskri málstöð taldi hvorugt orðið rétt myndað og vísaði í Orðasafn úr tölfræði sem kom út 1990. Þar kemur specificity að vísu ekki fyrir, en í staðinn má finna þar signi- ficance, marktekt. Tæki er not- að um tól, áhöld og vélar og tækni um verkgreinar eða verk- kunnáttu, en tekt um það að taka. Verðum við nú ekki að taka mark á sérfræðingum í málvísindum og tölfræði og nota framvegis heitin marktekt og sértekt? Jóhann Heiðar Jóhannsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.