Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1996, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.09.1996, Qupperneq 10
622 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 og lærleggshálsi við mat á beinþynningu kvenna í þessum aldurshópi. Inngangur Beinbrot sem tengd eru beinþynningu og verða oftast við tiltölulega lítinn áverka eru einkum í framhandlegg, lendhrygg og mjöðm (lærleggshálsi og nærenda lærleggs) (1,2). Beinstyrkleikinn ákvarðast að stórum hluta (80%) af beinmagninu (3,4) og því hafa verið þróaðar á síðustu árum ýmiss konar aðferðir til mælingar á beinmagni (5). Slík tækni byrjaði með mælingum á beinmagni í framhandleggs- beinum og hefur reynst hafa talsvert forspár- gildi unt líkur á beinbrotum (6). í kjölfarið komu mæliaðferðir til beinna mælinga á hryggjarliðbolum og lærleggshálsi (5). Fram- skyggnar hóprannsóknir þar sem slíkum að- ferðum hefur verið beitt benda vissulega til þess að beinmagnsmælingar á þessum við- kvæmu stöðum hafi meira forspárgildi um brot þar en óbeinar mælingar í framhandlegg eða hælbeini (7,8). Þeirri spurningu hefur hins vegar lítið verið svarað hvort eða hversu oft mæling á öðrum þessara mikilvægu staða nægi til að gefa full- nægjandi vísbendinu um beinmagn og brota- áhættu til að gefa ráðleggingar fyrir viðkom- andi einstakling. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna; 1) samræmið á milli beinmagnsmælinga í lendliðbolum (L:II-IV) og lærleggshálsi í áhættuhópi íslenskra kvenna; 2) hversu oft mæling framkvæmd aðeins á öðrum staðnum geti leitt til ofmats á heildarbeinmagni í áhættuhópi íslenskra kvenna og því hugsanlega leitt til ónógrar ráðleggingar til viðkomandi. Efniviður og aðferðir Rannsóknarhópur íslenskra kvenna: Islensk- ar konur á aldrinum 35-65 ára sem komu í beinmagnsmælingu á Borgarspítalann 1. októ- ber 1994 — 31. desember 1995 og mældar höfðu verið bæði í lendliðbolum (L:II-IV) og lær- leggshálsi voru teknar í rannsóknarhópinn. Þær konur sem verið höfðu á tíðahvarfahorm- ónum lengur en fjóra mánuði voru útilokaðar, svo og þær sem verið höfðu á meðferð með sykurvirkum sterum eða skjaldkirtilshormóna- meðferð þar sem þessi hormón kunna að hafa mismikil áhrif á mismunandi bein. Einnig voru þær konur útilokaðar sem höfðu augsýnilega aflögun beina, svo sem mikla hryggskekkju eða voru með gervilið í mjöðm. Alls var því 331 kona í rannsóknarhópnum, 123 á aldrinum 35- 49 ára og 218 á aldrinum 50-65 ára. Þessi ald- ursskipting var valin þar sem meðalaldur ís- lenskra kvenna við tíðahvörf er 50 ár. Síðan var sérstaklega litið á „áhættuhóp fyrir bein- brot" sem var meira en einu staðalfráviki undir meðaltali kvenna í beinmagnsmælingu á einum mælistað. (Skilgreining Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar á ónógu beinmagni, osteopen- ia). Beinmagnsmœlingar: Við beinmagnsmæl- ingar var stuðst við DEXA (dual energy X-ray absorptiometry) (5). Þessi aðferð mælir magn steinefna, aðallega kalks á flatareiningu (bone mineral density) g/sm2 en sýnt hefur verið fram á að það endurspeglar vel beinmagnið undir flestum kringumstæðum (4,9). Notað var tæki af gerðinni HOLOGIC QDR2000+. Gæðaeft- irlit var meðal annars fólgið í daglegum mæl- ingum á viðmiðunarbeini (phantom). Mœlistadir: a) Lendliðbolir (L:II-IV); mælt var aftan frá og fram á við (posterior — anter- ior). Mæling á þessum hryggjarliðbolum trufl- ast ekki af nálægum beinum eins og verður í brjósthrygg vegna rifbeina. Ómarkvísi mæling- ar á þessum stað hefur reynst um 1% (coef- ficient of variation) á Borgarspítala (25 ein- staklingar ntældir tvisvar). b) Vinstri lærleggs- háls; tækið mælir beinmagnið á mismunandi stöðum í nærenda lærleggs en í þessum saman- burði var stuðst við mælingu beint af lærleggs- hálsi. Mælingin var framkvæmd vinstra megin að öðru jöfnu en gott samræmi er milli vinstri og hægri hliðar. Ómarkvísi mælingar á þessum stað á Borgarspítala hefur reynst 1,6%. Stadtölulegir útreikningar: Við mat á ferlum beinmagns sem fall af aldri voru notaðar þriðju gráðu margliður, ein fyrir hvorn aldursflokk, 35—49 og 50-64 ára. Stuðlar voru metnir með aðferð minnstu kvaðrata með hliðarskilyrði að ferillinn skyldi vera samfelldur. Notast var við Pearson fylgnistuðulinn (r). Aðferð minnstu kvaðrata var notuð við mat á aðhvarfslínu. Kí-kvaðratpróf var notað við samanburð á stærð hópa (10). Við myndræna framsetningu á mismun tveggja breyta var not- ast við Bland-Altman myndir (11). Niðurstöður Mynd 1 sýnir meðalbeinmagn (mean bone mineral density) í lærleggshálsi og lendliðbol- um sem fall af aldri þar sem hámarksbeinmagn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.