Læknablaðið - 15.09.1996, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
633
myndun verða til þess að lirfurnar vakna úr
dvalanum, þær berast með blóðrásinni til
mjólkurkirtlana, fara þar út í mjólkina og ber-
ast með henni niður í nýfædda hvolpa eða
kettlinga. Hundaspóluormurinn gengur þó
skrefi lengra en kattaspóluormurinn í því að
tryggja að afkvæmin smitist. A síðari hluta
meðgöngunnar vakna annars stigs lirfur úr
dvala út í vefjum og líffærum tíkarinnar, berast
með blóðrás til fóstranna og safnast þar fyrir í
lifur. Strax eftir fæðingu hvolpanna yfirgefa
lirfurnar lifrina, berast með blóðrásinni til
lungna, bora sig inn í lungun, berast með bif-
hárum upp í kok þar sem þeim er kyngt. Á
þessu ferðalagi skipta lirfurnar þrisvar sinnum
um ham, þroskast og stækka og verða að end-
ingu kynþroska í meltingarfærum ungviðisins,
þá komnar á svonefnt fimmta stig. Sama ferða-
lag tekur við fyrir annars stigs lirfur sem hvolp-
ar eða kettlingar fá ofan í sig með móðurmjólk-
inni, nema hvað að lirfurnar þurfa að byrja á
því að yfirgefa meltingarfærin og berast með
portæðinni til lifrar (1,15).
Stöðug hætta er á, að kettir sem lausir hafa
verið við spóluorma, endursmitist af nagdýrum
sem þau veiða og éta, en nagdýr geta verið
smituð af annars stigs lirfum sem síðan þrosk-
ast í fullorðna, kynþroska spóluorma í kettin-
um á nokkrum vikum.
Hvað smit úr sandkössum áhrærir er án efa
auðveldast og árangursríkast að hindra alfarið
að kettir og hundar nái að skíta í sandkassa
með því að loka þeim þegar þeir eru ekki í
notkun. Til þess má nota til dæmis lok, net eða
dúk sem hægt er að leggja eða rúlla yfir kass-
ana. Verði vart við skít í sandkassa er brýnt að
hann sé fjarlægður. Spóluormsegg og þolhjúp-
ar geta verið smithæf í sandkössum mánuðum
og jafnvel árum saman. Því er brýnt að skipta
að minnsta kosti árlega um sand í kössunum.
Best er að skipta um sand í lok apríl eða byrjun
maí því þá verða egg spóluorma, sem borist
hafa í kassana síðari hluta vetrar, smithæf og
bætast í hóp smithæfra eggja frá árinu á undan.
Þolhjúpar T. gondii verða smithæfir á nokkr-
um dögum við hagstæð skilyrði en þolhjúpar
Giardia sp. þurfa engan þroskunartíma og eru
strax smithæfir.
Þakkir
Dagvistir barna í Reykjavík og Kópavogi
gáfu leyfi til sýnatöku á gæsluvöllum og leik-
skólum. Guðmundur Pétursson, Matthías
Eydal, Sigurður H. Richter og óþekktur ritrýn-
ir lásu handrit. Verkefnið var að hluta til styrkt
af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
HEIMILDIR
1. Boch J, Supperer R. Veterinarmedizinische Parasito-
logie. 4. Auflage Berlin und Hamborg: Verlag Paul
Parey, 1992.
2. Agústsson Þ, Richter SH. Sníkjudýr í og á köttum í
Reykjavík og nágrenni. Dýralæknaritið 1993; 8: 24-9.
3. Krabbe H. Helmintholgiske Undersögelser i Danmark
og paa Island, med særligt hensyn til Blæreormlidelserne
paa Island. Det Kongl. Danske Vidensskabernes Sel-
skabs Skrifter 1865; 5 (7).
4. Richter SH, Skírnisson K, Eydal M. Sníkjudýr í og á
innfluttum hundum og köttum. Dýralæknaritið 1993; 8:
18-23.
5. Smáradóttir H. Leit að ummerkjum um kattasníkjudýr í
sandkössum í Reykjavík og Kópavogi. Reykjavík: Líf-
fræðiskor HÍ & Tilraunastöð Háskóla fslands í meina-
fræði, Keldum, 1996.
6. Richter SH. Eydal M, Skírnisson K. Sníkjudýr í mönn-
um á íslandi fundin við rannsóknir á árunum 1973-1988.
Læknablaðið 1990; 76: 224-5.
7. Gunnarsson E, Hjartardóttir S, Sigurðarson S. Mótefni
gegn Toxoplasma gondii í blóði sauðfjár. In: Rit 4. ráð-
stefnu um rannsóknir f Læknadeild Háskóla íslands
1988. Reykjavík: Háskóli fslands, 1988; 43 (Abstract).
8. Thorarensen Ó, Júlíusson PB, Jónsson ÓG, Laxdal P.
Meðfædd bogfrymlasótt: Tvö nýgreind sjúkratilfelli.
Læknablaðið 1992; 78: 411-17.
9. Jónsdóttir KE, Ámadóttir Þ. Mælingar á mótefnum
gegn bogfrymlum í nokkrum hópum fslendinga. Lækna-
blaðið 1988; 74: 279-84.
10. Jónsdóttir KE. Helstu atriði um bogfrymil og sýkingar af
völdum hans. Læknablaðið 1988; 74: 269-77.
11. Finnsdóttir H. Toxoplasmose. Incidensen af Toxo-
plasma gondii infektion blandt islandske katte. Vanlpse:
Den Danske Dyrlægeforening, 1995. (Thesis).
12. Skírnisson K, Richter SH, Eydal M. Gródýr af ættkvísl-
inni Cryptosporídium í dýrum á íslandi. Dýralæknaritið
1993; 8: 4-13.
13. Ash LR, Orihel TC. Parasites: A Guide to Laboratory
Procedures and Identification. Chicago: ASCP Press,
1987.
14. Skimisson K, Eydal M, Gunnarsson E, Hersteinsson P.
Parasites of the arctic fox (Alopes lagopus) in Iceland. J
Wildl Dis 1993; 29: 440-6.
15. Glickmann LT, Schantz PM. Epidemiology and Patho-
genesis of Zoonotic Toxocariasis. Epidemiol Rev 1981;
3; 230-50.
16. Beaver PC. The Nature of Visceral Larva Migrans. J
Parasitol 1969; 55: 3-12.
17. Raistrick ER, Dean Hart JC. Adult Toxocaral Infection
with Focal Retinal Lesion. Br Med J 1975; 223: 416-17.
18. Smyth JD. Introduction to Animal Parasitology. 3rd ed.
Cambridge, New York and Melbourne: Cambridge Uni-
versity Press, 1994.
19. Auer H, Aspöck H. Zoonosis Research in Central Eu-
rope. Parasitol Today 1994; 11: 241.
20. Cypess RH. Viceral Larva Migrans. Cornell Vet 1978;
68: 283-96.
21. Schantz PM, Stehr-Green JK. Zoonosis Update. Toxo-
caral larva migrans. JAVMA 1988; 192: 28-31.
22. Kutzer E, Krauthauf J. Hejny-Brandl M. Öffentliche
Grunflachen und Kinderspielplátze als potentielle In-
fektionsquelle fur die Toxokarose des Menschen. Mitt