Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 30
640 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 sjúklinga og þá veikleika sem fólgnir eru í klín- ískri skoðun. Ekki ríkir samstaða um það hve mikið þrýstifall eigi að miða við þegar ósæðarþröng er skilgreind, enda er þrýstifall bæði háð flatar- máli lokuopnunar og blóðflæði í gegnum lok- una. Ef hjartaútfall er lágt getur því þrýstifall verið lágt þó að viðkomandi hafi alvarlega ós- æðarþröng. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar með alvarlega ósæðarþröng geta haft allt niður í 31 mmHg í hámarksþrýstifall (15). í þessari rannsókn var ákveðið að skilgreina ósæðar- þröng sem ?30mmHg hámarksþrýstifall yfir ósæðarloku. I öðrum rannsóknum hefur verið miðað við allt niður í >10 mm Hg í hámarks- þrýstifall mælt með Doppler (16). Fjórtán prósent (átta sjúklingar) af þeim sem höfðu slagbilsóhljóð og voru hjartaómaðir greindust með ósæðarþröng. Sá fjöldi er um- talsverður en þó ívið lægri en hefur greinst í sumum öðrum rannsóknum þó erfitt sé að bera þær saman. McKillop og félagar greindu ósæð- arþröng hjá sjö sjúklingum af 35 (20%) sem höfðu slagbils-útstreymisóhljóð og voru á aldr- inum 65-96 ára (meðalaldur 77 ára). Þeir mið- uðu við >30 nimHg þrýstifall yfir ósæðarloku mælt með Dopplerómun (9). Aronow og félag- ar greindu ósæðarþröng þar sem þeir miðuðu við >26 mm Hg hámarksþrýstifalli yfir ósæðar- loku í 18 sjúklingum af 75 (24%) sem höfðu slagbilsútstreymisóhljóð og voru á aldrinum 62-100 ára (meðalaldur 83 ár) (16). í krufning- arrannsókn Jónasar Hallgrímssonar og Hrafns Tulinius sem stóð frá árinu 1966-1974 reyndust 23 af 246 körlum (9%) og 24 af 299 konum (8%) sem voru 80 ára og eldri hafa kalkaða ósæðarþröng (5). Sjö sjúklingar í okkar rannsókn höfðu 20-29 mmHg hámarksþrýstingsfall yfir ósæðarloku. Töluverðar líkur eru á því að að minnsta kosti þrír þeirra sem höfðu <0,40 í útfallsbrot og jafnvel fleiri hafi haft marktæka ósæðarþröng. Ef þeir hefðu verið taldir með hefðu 15 sjúk- lingar af 57 (26%) talist með marktæka ósæð- arþröng. Ef gengið er út frá því að þeir sem hafi ósæðarþröng hafi nær alltaf slagbilsóhljóð (3) og um það bil helmingur áttræðra og eldri hafi slagbilsóhljóð er líklegt að urn það bil 10% þeirra hafi ósæðarþröng óháð því hvort hjá þeim heyrist óhljóð. Mikilvægt er að greina ósæðarþröng frá ósæðarlokukölkun þar sem horfur hinna fyrrnefndu eru slæmar og krefjast oft sérstakrar meðferðar. Níutíu og eitt prósent af hjartaómuðum sjúklingum með slagbilsóhljóð reyndust með ósæðarlokukölkun með eða án marktækrar ós- æðarþröngar. Það er sambærilegt við erlenda rannsókn á sjúklingum 62-103 ára (meðalaldur 82 ±8 ár) þar sem 94% þeirra sem höfðu „ós- æðar“-slagbilsóhljóð, greindust með þykknun eða kölkun í ósæðarloku- eða rót, með M- tækni og tvívíddarómskoðun. (3). Míturlokuleki fannst hjá 44% sjúklinganna, (1° af 4°) í nærri fjórum af hverjum fimm tilvik- um. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós hærra algengi míturlokuleka eða upp í um 70% átt- ræðra eða eldri sem yfirleitt er þá vægur (7). Þó að seint í sjúkdómsgangi ósæðarþröngar lækki gjarnan slagbils- og púlsþrýstingur hefur verið talið að hjá öldruðum sé slagbils- og púls- þrýstingur oft eðlilegur eða hækkaður. Ekki var marktæk breyting á slagbils- og púlsþrýst- ingi hjá þeim sein höfðu ósæðarþröng í okkar rannsókn, né heldur var stöðubundið blóð- þrýstingsfall algengara meðal þeirra. Prófað var að horfa framhjá þeim sem höfðu 20-29 mmHg þrýstifall yfir ósæðarloku við útreikn- inga, til að skerpa á andstæðum, þar sem þeir gætu talist vera á „gráu svæði“ milli þess að teljast með eða án ósæðarþröngar. Það breytti engu, ekki kom heldur fram marktækur munur á ofannefndum þremur þáttum á þann hátt. Hjartavöðvaþykknun hjá sjúklingum með ósæðarþröng er vel þekkt og kom því aukin veggþykkt þeirra sem höfðu ósæðarþröng í okkar rannsókn ekki á óvart. Ef litið er á næmi læknanna þriggja til grein- ingar á ósæðarþröng í heild, má segja að í þau 23 skipti sem þessir átta sjúklingar með ósæð- arþröng voru skoðaðir, greindu læknarnir sjúkdóminn í 19 skipti, í fjögur skipti var gerð falsk-neikvæð greining. Næmi til greiningar ós- æðarkölkunar og sértæki til greiningar ósæðar- þröngar var slök vegna þess að tilhneiging var til að greina ósæðarkölkun með þrýstifalli <30 mmHg sem ósæðarþröng. Þannig var gerð falsk-jákvæð klínísk greining á ósæðarþröng í 37 skipti hjá 25 sjúklingum. Næmið var nokkru betra en í áðurnefndri rannsókn McKillop og félaga en sértækin var lakari (9). Næmi til greiningar míturlokuleka var slakt en sértæki góð, aðrar rannsóknir hafa sýnt að einungis í rúmum helmingi tilfella þegar um er að ræða míturlokuleka við Doppler rannsókn, heyrist óhljóð svarandi til lekans og því síður sem lekinn er minni (8). Auk þess að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.