Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1996, Page 35

Læknablaðið - 15.09.1996, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 645 lokun á opinni fósturæð hjá fyrirburum og ein- staka ósæðaþrengsli hjá unglingum og full- orðnum. Helstu nýjungar í hjartalækningum barna hérlendis á undanförnum árum eru: a) Rifið á milli gátta hjá börnum með bláan hjartagalla (hófst 1976). b) Víkkun á lokum og ósæðarþrengslum í hjartaþræðingu (hófst 1986). c) Isetning á svokölluðum lungnablóðveit- um í nýbura og ungbörn með alvarlegan bláma með hjartaskurðaðgerð (hófst 1991). d) Skurðaðgerðir vegna ósæðaþrengsla í al- varlega veikum nýburum og ungbörnum (hóf- ust 1993). e) Lokun á opinni fósturæð í hiartaþræðingu (hófst 1994). f) Opnar hjartaskurðaðgerðir (það er með aðstoð hjarta- lungnavélar, hófust 1994). Fjórar aðgerðir sem gerðar voru á þessu tímabili og sem ekki hafa verið gerðar hérlend- is áður fólu í sér ísetningu blóðveitu milli slag- æðar og lungnaæðar (lungnablóðveituaðgerð). Um er að ræða aðgerð sem kennd er við Bla- lock og Taussig sem þróðuðu þessa aðgerð á fimmta áratugnum (mynd 3) (1). Á slíka að- gerð er litið sem tímabundna aðgerð fyrir ýmsa meðfædda hjartagalla þar sem um takmarkað lungnablóðflæði er að ræða. Þessir sjúklingar munu hins vegar allir þarfnast frekari leiðrétt- ingar aðgerðar í framtíðinni en almennt má reikna með að slík veita nægi að minnsta kosti á meðan nái barnið að vaxa og komast til betri heilsu fyrir væntanlega leiðréttingaraðgerð. Þrír sjúklinganna sem gengust undir aðgerð vegna ósæðaþrengsla hafa greinst með endur- þrengingu. Endurþrenging eftir aðgerð vegna ósæðarþrengsla er vel þekkt fyrirbæri, einkum ef aðgerðin fer fram á nýbura eða ungbarna- skeiði. Er áætlað að um 15% sjúklinga fái slík- an síðbúinn fylgikvilla og virðist þá litlu skipta hvernig aðgerðin er gerð, hvort gerð er svo- nefnd flipaaðgerð (subclavian flap angio- plasty) eða beintenging (end-to-end anast- omosis) (11). í fyrrnefndu aðgerðinni er vinstri viðbeinsslagæð (arteria subclavia) tekin í sund- ur og fyrsti hluti hennar notaður til útvíkkunar á ósæðaþrengslunum (mynd 4a) en í þeirri síð- arnefndu eru endarnir, sem myndast er þrengslin eru skorin brott, tengdir saman (mynd 4b). Þessum síðbúna fylgikvilla má mæta með útvíkkun í hjartaþræðingu (8). Einn sjúklinganna sem gekkst undir ísetn- ingu lungnablóðveitu fékk mjög sjaldgæfan fylgikvilla, samsöfnun vökva í gollurshús. Var framkvæmd bráð en velheppnuð gollurshús- ástunga þegar sjúklingurinn varð skyndilega mjög veikur fjórum dögum eftir aðgerð. Þetta varð síðar viðloðandi ástand um tíma og þarfn- aðist sjúklingurinn þess vegna langtíma nær- ingar í æð. Með því að gefa næringu í æð verður ekki frásog og flutningur á fituupplausn sem ferðast um meginsogæð í brjóstholi en leki á henni eða greinum hennar veldur uppsöfnun- inni á fituupplausninni í gollurshúsi en reyndar oftar í fleiðruholi. Er þetta árangursrík með- ferð við þessum kvilla (9,10). Eftir þennan Polytetratluoroethylene graft R. superior pulmonary v. R subciavian a. Recurrent n Azygos v. R. putmonary a Fig. 3. Surgical techn- ique: Placement of a Blalock-Taussig shunt between the right subclavian ar- tery and the right pul- monary artery.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.