Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1996, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.09.1996, Qupperneq 41
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 647 tímabundna fylgikvilla hefur sjúklingi farnast mjög vel. Tvö dauðsföll áttu sér stað á þessu sex ára tímabili í þessum sjúklingahópi. Ungabarn sem gengist hafði undir tvær lungnaveituaðgerðir lést tveimur dögum eftir seinni aðgerðina, þá sjö daga gamalt. Um var að ræða mjög flókinn meðfæddan hjartagalla, nánast einhólfa hjarta með slagæðavíxl og rnikil lungnaæðaþrengsli. Auk þessa voru lungnabláæðarnar þröngar og tengdust hjartanu afbrigðilega. Slíkir hjarta- gallar með svo afbrigðilegar lungnabláæðar eru af mörgum taldir óskurðtækir (1) og horfur slíkra barna slæmar. Annað barn dó þremur mánuðum eftir aðgerð vegna hjartabilunar vegna annarra hjartagalla en þeirra sem leið- réttir voru í aðgerðinni. Ekki hafa þó öll börn með meðfæddan hjartagalla hérlendis og þarfnast aðgerðar fengið hana gerða hér. Af þeim 30-40 börnum sem fæðast hérlendis árlega með hjartagalla má reikna með að 20-25 þeirra þarfnist hjarta- skurðaðgerðar. Flestar þessar aðgerðir væri nú hægt að gera hérlendis að fenginni þessari reynslu. Sumar þessar aðgerðir (um það bil fimm til sjö á ári) eru þó það flóknar að þær verða varla gerðar nema á fáum stofnunum erlendis eða þar sem nokkur hundruð hjarta- skurðaðgerðir eru gerðar á börnum árlega. Sumar hjartaskurðaðgerðir eru þess eðlis að hægt er að skipuleggja þær með góðum fyrir- vara en aðrar eru bráðar og þurfa að gerast innan örfárra klukkustunda eða daga. Slíkar aðgerðir eru því oft betur gerðar hér heima burtséð frá kostnaði enda eru bráðaflutningar með sjúklinga til útlanda erfiðir, hættulegir og kostnaðarsamir. Alag á foreldra og börn, sem þurfa að takast á við framandi umhverfi auk álags sem fylgir hjartaskurðaðgerð, er mikið og ekki mælanlegt. Kostnaður sem fylgir hjartaskurðaðgerðum á íslenskum börnum er hins vegar mælanlegur. Kostnaður fyrir foreldra er umtalsverður enda þurfa þau yfirleitt að greiða hluta af ferða- og dvalarkostnaði erlendis. Kostnaður við hverja hjartaskurðaðgerð á barni í London er um tvær milljónir. Stofnkostnaður vegna hjartaaðgerða á börnum á Islandi er áætlaður um 30 milljónir og árlegur rekstrarkostnaður tengdur þeirri starfsemi er um 15 milljónir. Á hverju ári fara um 16-18 börn erlendis til aðgerða þannig að árlegur kostnaður er um 32-36 milljónir eða mun hærri en áætlaður árlegur kostnáður hér- lendis. Stofnkostnaður mundi þannig sparast á tveimur árum. Þó ekki sé reiknað með að al- flóknustu aðgerðirnar verði gerðar hérlendis í náinni framtíð munu flestar aðgerðirnar vera gerðar hér strax frá byrjun. Samhliða slíkum sparnaði eykst þannig þekking og reynsla á Islandi sem jafnframt eykur öryggi barnanna. Ályktun Hér hefur verið gerð grein fyrir hjartaskurð- aðgerðum á börnum sem gerðar hafa verið á íslandi undanfarin sex ár. Vel hefur tekist til og árangur góður og sambærilegur við árangur erlendis af svipuðum aðgerðum. Hægt er að auka starfsemina með litlum tilkostnaði. Líkur benda til að hagkvæmni starfsemi af þessu tagi sé mikil hér á landi og að slík starfsemi auki öryggi íslenskra barna með meðfædda hjarta- galla. HEIMILDIR 1. Surgical considerations. In: Nadas’ Pcdiatric Cardio- logy, Fyler D, ed. Philadelphia: Hanley and Belfus, Inc 1992: 731-46. 2. Sigfússon G, Helgason H. Nýgengi og greining með- fæddra hjartagalla á íslandi 1985-1989. Læknablaðið 1993; 79: 107-14. 3. Eiríksson H, Helgason H. Opin fósturæð í fyrirburum. Læknablaðið 1990; 76: 385-9. 4. Hoffman JI. Incidence of congenital heart disease: Post- natal incidence. Pediatr Cardiol 1995; 16: 103-30. 5. Beekman RH, Rocchini Ap, Behrendt DM, et al. Reop- eration for Coarctation of the aorta. Am J Cardiol 1981: 48; 1108-14. 6. Beekman RH, Rocchini Ap, Behrendt DM, et al. Long- term outcome after repair of coarctation in infancy: subclavian angioplasty does not reduce the need for reoperation. J Am Coll Cardiol 1986; 8: 1406-11. 7. Quaegebeur JM, Jonas RA, Weinberg AD, et al. Out- comes in seriously ill neonates with coarctation of the aorta. J Thorac Cardiovasc Surg 1994; 108: 841-54. 8. Hellenbrand WE, Allen HD, Golinko RJ, et al. Balloon angioplasty for aortic recoarctation: Results of valvu- loplasty and angioplasty of congenital anomalies regis- try. Am J Cardiol 1990; 65: 793-7. 9. Feteih W, Rao S, Whisennand HH, et al. Chyloper- icardium: new complication of Blalock-Taussig anasto- mosis. J Thorac Cardiovasc Surg 1983;85:791-8. 10. Denfield SW, Rodriguez A, Miller-Hance WC, et al. Management of postoperative chylopericardium in childhood. Am J Cardiol 1989; 63: 1416-8. 11. Castaneda AR, Jonas RA, Mayer JE, Hanley FL. Car- diac Surgery of the Neonate and Infant. Philadelphia: W.B. Saunders Company, 1995.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.