Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1996, Side 45

Læknablaðið - 15.09.1996, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 651 Samkvæmt framansögðu var berklasýking greind í vinstri ökkla á Landakotsspítala af Guðmundi Magnússyni prófessor, sem reyndi fyrst að meðhöndla liðsýkinguna með liðnámi en það dugði ekki og var því gert stúfliögg rétt ofan við miðjan fótlegg. I lækningadagbókum Landakotsspítala er ekki að finna sambærilegt tilfelli. en í ársskýrslu Guðmundar Hannesson- ar héraðs- og sjúkrahússlæknis á Akureyri til landlæknis fyrir árið 1902 er getið um liðnám ökklaliðs vegna berkla (10). Liðnámsaðgerð sú er Jón gekkst undir kynni því að vera önnur í röðinni á landinu. Jón útskrifaðist af spítalanum án gervifótar en hugsanlega með hækju eins og þá tíðkaðist. Enginn gervilimasmiður var þá í landinu en sá fyrsti tók til starfa árið 1922 (11). Herbergisfé- lagi Jóns á spítalanum, sem einnig missti fót vegna fótaberkla (7), Stefán Sigurðsson skáld frá Hvítadal, sendi Jóni bréf í desember 1907 þar sem hann hugleiðir að fá sér gervifót vorið eftir (12). Hjálpartækin Stafur, stóll og strokkur: Eftir að Jón kom fótvana af spítalanum í heimasveit gekk hann í fyrstu eingöngu við hækju og „prikið" eins og hann kallaði staf sinn. Hækja Jóns er úr eik, 110 cm að hæð, þríbrotin og viðgerð með stórum nöglum og járnplötum og ber mikilli nýtni vitni (mynd 3). Sá hluti sem kom upp í handarkrik- ann er 25 cnt langur og vafinn með nankinefni sem bundið var með snæri. Stafurinn (mynd 4) er 85 cm að hæð og er gerður úr steypustyrktar- teini, sem beygður er í endann til að mynda handfang — bagal. Síðar var sett tréhandfang á stafinn og fellt saman með skothylki úr mess- ing. Hækjuna hafði Jón í vinstri handarkrikan- um en stafinn í hægri hendi (mynd 5). Þannig gat hann gengið um og fengist við einfaldari verk. Við túnslátt brá hann á það ráð að slá ýmist liggjandi á hnjánum eða sitjandi á stól, sem hann færði til urn slægjuna. Þá sást til Jóns gangandi um í strokk eða kvartili (trétunnu), sem hann stakk fætinum ofaní. Þessi ílát batt hann upp með ól yfir öxlina. Breiður botn þeirra hefur hindrað að fóturinn sporaði og hugsanlegt er að einhver upphækkun hafi verið sett inn í þau. Tréfœtur: Jón Thorberg mun fyrst hafa feng- ið tréfót kringum 1910 (13), þremur árum eftir fótaraðgerðina. Hann var þá vinnumaður á Svínanesi í Múlasveit hjá lagtækum bónda, Fig. 5. Jón with his wooden leg, crutch and cane. Drawing by Bjarni Jónsson. Guðmundi Guðmundssyni (14) sem smíðaði fótinn í eldsmiðju á bæ sínum og notaði nær- tækt efni: furu, seglstriga og tunnujárn. Ekki er vitað til að hann hafi haft fyrirmynd að smíðinni. Tréfóturinn er 70,5 cm á hæð og vegur 1640 g. Honum var ætlað að bæta Jóni fótarmissinn með því að stilla sívölu tré úr furu, 19 cm háu og 6,5 cm í þvermál, undir stúfinn (mynd 6). Tréleggurinn var tengdur við gangliminn með tveimur járnspelkum, hvorri sínum megin. Þær voru negldar við tréð og náðu upp yfir mitt læri og festar þar með reimuðum segldúk, um 20 cm breiðum. Á spelkunni voru haganlega gerð liðamót við hnéð sem leyfðu 90° beygju hnélið- ar. Hringgjörð úr tunnujárni hélt spelkunum saman rétt neðan hnésins og hefur veitt stúfn- um eitthvert aðhald, en frekari stuðning með hulsu eða öðru er ekki að finna á fætinum. Til að verja trélegginn sliti var hann klæddur þunnri járnhulsu að neðan, sem náði átta cm upp á trélegginn og var negld þar við hann. Bagalegur galli í byggingu gervifótarins olli því að líkamsþunginn féll utan við lengdarás tréfótarins, en hefði átt að falla eftir honum miðjum til að tryggja stöðugleika við göngu (mynd 7). Þetta hafði í för nteð sér að átak á

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.