Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
655
laginu með hugvitsamlegan beygi- og réttibún-
að um táberg, ökkla og hné, sem stjórnað var
með stál- og þarmastrengjum (23). Fyrir síð-
ustu aldamót voru veitt nokkur einkaleyfi í
Þýskalandi fyrir ýmsum nýjungunt í smíði tré-
fóta er varða ökklaliðamót (24), létt bygging-
arefni (25) og fleira. Svo virðist sem mikil
gróska hafi verið í framleiðslu gervifóta á meg-
inlandinu upp úr aldamótunum, enda var vax-
andi þörf fyrir þá í stríðshrjáðum löndunt. Þeir
hafa verið fjöldaframleiddir í ýmsum gerðum í
að minnsta kosti aldarfjórðung áður en Jón
þurfti á sínum fæti að halda.
Ekki höfðu þó allir fótvana menn í þessum
löndum aðgang að fyrsta flokks hjálpartækja-
þjónustu. Þeim var hjálpað af þorpssmiðnum,
söðlasmið eða öðrum lagtækum manni eins og
verið hafði um aldaraðir (26). Algengast var að
útbúa einfaldan tréfót með álag á stúfendann
eða á bogið hné (27, 26). Þetta kemur fram í
frásögnum, leikritum, vasaskreytingum og
fornleifum allt aftur til 500 f. Kr. (28). Einfald-
ur tréfótur virtist hjálpa erfiðisvinnufólki best
að ná vinnufærni aftur og var tekinn fram yfir
útilitsfegurri gevifætur svo vitnað sé í ályktun
Gervifótafélagsins í Stuttgart frá árinu 1879
(28).
Tréfætur Jóns sverja sig greinilega í ætt við
verk alþýðusmiða um aldir. Vel gerður festi-
búnaður við læri og hnéliðamót vekur grun-
semd um að áhrif af fjöldaframleiddum tréfót-
um á meginlandinu hafi einnig borist til fs-
lands. Hvor gervifótur um sig dugði Jóni í
aldarfjórðung, sem er langur endingartími. Er-
lendis er þekkt að gervifætur entust oft mun
skemur, allt niður í átján mánuði (29). Ástæða
fyrir langri endingu fótanna, sérstaklega þess
yngri, er ugglaust sú að við smíði þeirra var
fylgt ævagömlum vinnuvenjum um að líkams-
þunginn kærni rétt á tréfótinn og skældi hann
ekki. Tréfætur Jóns eru því þegar á allt er litið
gott dæmi um það að sé hjálpartækið rétt byggt
í upphafi getur það dugað í áratugi.
Þakkir
Agli Ólafssyni safnverði Minjasafns Egils
Ólafssonar Hnjóti eru færðar þakkir fyrir
margvíslegar upplýsingar og ábendingar um
safnmunina og Jón Thorberg.
HEIMILDIR:
1. Magnús frá Skógi, Magnús Gestsson. Árbók Barða-
strandasýslu 1959-1967, X árgangur. Barðastrandasýsla;
140.
2. Stefán Jónsson. Krossfiskar og hrúðurkarlar. Reykja-
vík, Ægisútgáfan, 1961: 111.
3. Finnbogi Hermannsson. Fólkið ílandinu. Viðtal við Egil
Ólafsson, safnvörð og bónda, Hnjóti, Sýn hf., Sjónvarp-
ið 1989.
4. Jón Júlíus Jónsson. Sagnir og lausar vísur úr Breiðafirði:
Litlunesingar. Breiðfirðingur 1957; 16: 50-63.
5. Finnbogi Hermannsson. Af Litlanesfólkinu. Útvarps-
þáttur, fléttuþáttur: 27.01.1996.
6. Prótókollur Landakotsspítala 1907.
7. Guðmundur Magnússon. Lækningadagbækur Landa-
kotssjúklinga 1907. Handritasafn Landsbókasafns ís-
lands Lbs 3526 8vo.
8. Stefán Jónsson útvarpsþáttur (Nr DB-409); Á Þingferð
um Breiðafjarðareyjar með sýslumanni Barðstrendinga,
Ara Kristinssyni, síðari þáttur fluttur 17.09.1961. Viðtal
við ... húskarl, Jón Þorberg, 92 ára, 22 mín.
9. Bergsveinn Skúlason, Breiðfirzkar sagnir II. Reykjavík:
Fróði, 1962; 39: 25^15.
10. Guðmundur Hannesson. Ársskýrslur Akureyrarlæknis-
héraðs til landlæknis 1902. Þjóðskjalasafn íslands.
11. Bjarni Jónsson. Upphaf orþópedíu á íslandi. Lækna-
blaðið 1994; 80: 201-9.
12. Sendibréf Stefáns Sigurðssonar skálds frá Hvítadal til
Jóns Thorbergs Guðmundssonar dagsett 9. des. 1907 í
vörslu Minjasafns Egils Ólafssonar Hnjóti.
13. Jón Kr. Guðmundsson á Skáldastöðum í Reykhólasveit,
símtal 1995.
14. Jón Kr. Guðmundsson. Skyggir skuld fyrir sjón II, :
Sagnabrot og ábúendatal úr Gufudalssveit og Múlasveit í
Austur-Barðastrandasýslu 1703-1989. 1990: 104.
15. Franz Gíslason. Vélstjóratal. Reykjavík: Þjóðsaga, óút-
gefið, áætlað 1996.
16. Sigurjón Árnason, sonur Árna smiðs.
17. Jóhann Skaptason. Árbók Ferðafélags íslands, Barða-
strandasýsla. Reykjavík: Ferðafélag Islands, 1959: 64.
18. Ólafur Ásgeir Steinþórsson. Ferð til fortíðar. Reykja-
vfk: Þjóðsaga, 1995: 90.
19. Finnbogi Hermannsson. Laufskálinn. Útvarpsviðtal við
Einar Guðmundsson, Ríkisútvarpið, 1995.
20. Odelga J. Ulustrierter Katalog. Wien: J Odega, 1879: 29.
21. Stille Alb. Instrumenten-Catalog. Stockholm: Central-
Trykkeriet, 1901: 317.
22. Stiefenhofer C. Haupt-Katalog. Múnchen: Gerber,
1906: 19.
23. Meier D.E. Úber kúnstliche Beine. Berlín: Hirschwald.
1871: 24-53.
24. Thamm J. Neuerungen an StelzfúGen. Patentschrift, No
15457. Múnchen: Kaiserliches Patenamt, 1880.
25. Schmickler H. Verfahren zur Herstellung kúnstlicher
Glieder. Patentschrift No 69521. Múnchen: Kaiserlich-
es Patenamt, 1891.
26. Baumgartner R. FuGprothese aus einem frúhmittelal-
terlichen Grab aus Bonaduz - Kanton Graubúnden/
Schweiz. med-ortop-Techn. 1982; 6: 131-4.
27. Rúttimann B. „Buckelmaschine“ und Stelzbeine. med.-
othop.-Techn. 1987; 1: 2-8.
28. Schaudig Hans-Jörgen. Die Entwicklung der Beinpro-
these. Inaugural-Dissertation. Wúrzburg, 1971.
29. Diehl. Die Lebensdauer der kúnstlichen Beine. Árz-
liche Monatsschrift 1924; 11: 344-347.
Ljósm.: Sigfús Már Pétursson.