Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 51

Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 657 vindu. Athuganir sálfræðinga voru skipulagðar þannig að þær dygðu til þess að draga ályktanir um þroska og nægðu til þess að vera leiðbeinandi um hvert var vísað áfram til frekari greining- ar eða meðferðar. Taugasálfrœðilegt mat fól í sér viðameiri athugun á börnun- um en almennt var gerð við hefðbundna sálfræðilega athug- un á þroska. Auk greindarprófa voru þá notaðar fleiri matsað- ferðir til þess að kanna æðri heilastarfsemi, sem ná til dmis til skynjunar, hreyfinga, minn- is, athygli, skipulags, samsettra þátta, og námshæfni (1). Slíku mati var eingöngu beitt við börn á skólaaldri. Upplýsingar frá öðrum: Auk upplýsinga frá foreldrum og at- hugunar á barninu sjálfu, var stuðst við upplýsingar sem komu fram í sjúkraskrá, upplýs- ingar frá sérfræðingum innan og utan spítalans, og upplýsingar frá stofnunum, til dmis leikskól- um og grunnskólum. Skil á niðurstöðum til for- eldra: Almennt voru skil í hönd- um viðkomandi læknis sem ræddi niðurstöður sálfræðinga ásamt öðrum niðurstöðum rannsókna. A hinn bóginn kom það einnig fyrir að sálfræðingur var beðinn að skila niður- stöðum sínum sérstaklega, eða að hann skilaði þeim ásamt við- komandi lækni. Skýrsla til spítalans: í skýrsl- unni kom fram við hvaða upp- lýsingar var stuðst og hvaða að- ferðum var beitt, samanber upptalning á próftækjum. í nið- urstöðu var vísað til sálfræði- legrar athugunar, áframhald- andi greiningar, meðferðar og þjálfunar. Skýrslan var þannig uppbyggð að hún kæmi öðrum en spítalanum að gagni. Tengsl við aðila utan spítal- ans: Strax við öflun upplýsinga gátu myndast tengsl við aðila ut- an spítalans. Útskýrt var fyrir þeim hvaða rannsóknarferli var í gangi og hvaða spurninga var spurt, að svo miklu leyti sem það raskaði ekki trúnaði. Eftir að rannsókn á spítalanum var lokið sendu sálfræðingar starfs- bræðrum sínum eða öðrum aðil- um skýrslu sína sem alltaf var tilbúin á undan læknabréfum, sem venjulega fara aðrar leiðir. Algengt var að haft væri sam- band símleiðis við tilvísendur eða meðferðaraðila að lokinni rannsókn, og í undantekningar- tilfellum sátu ráðgefandi sál- fræðingar fundi með slíkum að- ilum. Orsakagreining og frum- greining á þroskaröskun Sálfræðiþjónustan á barna- deild Landakotsspítala var hlekkur í víðtækari þjónustu við íslensk börn hvað varðar or- sakagreiningu og frumgrein- ingu á ýmiss konar þroskarösk- un eða afbrigðum í taugaþroska (neurodevelopmental disor- ders). Þjónusta barnadeildar Landakotspítala gerði það að verkum að greining slíkra vandamála varð hraðari og heildstæðari, og viðeigandi við- brögð því fyrr á ferðinni. Starfið byggir meðal annars á þeirri vitneskju, að því fyrr sem afbrigði í taugaþroska uppgötv- ast því fyrr megi gera viðeigandi ráðstafnir til þess að örva þroska og fyrirbyggja að ein- hverju leyti vanlíðan hjá for- eldrum í uppeldishlutverki sínu, fyrirbyggja hegðunarerfiðleika hjá börnunum, auka gæði sam- skipta ásamt því að auka líkur á viðeigandi þjónustutilboðum almennt (2,3). Barnadeild Landspítalans, einkum vökudeild, hefur einnig hlutverki að gegna við að finna snemma þroskaröskun sem er líkleg til þess að leiða af sér fötl- un. Vökudeild er til dæmis veig- armikill tilvísandi í göngudeild yngri barna á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (4). Þar er oft um að ræða alvarlega fötlun sem uppgötvast við fæðingu eða á fyrstu tveimur árunum. Þá hefur barnadeild FSA einnig komið við sögu á þessu sviði. A hinn bóginn gegndi barna- deild Landakotsspítala sérstöku hlutverki varðandi þann hóp, þar sem taugafræðileg einkenni eru ekki skýr og börnin komu því seinna til barnalækna með sérþekkingu á sviði afbrigða í taugaþroska. í þessu sambandi má nefna t.d. gagntæka þrosk- aröskun (pervasive develop- mental disorders) eins og ein- hverfu, en einnig málhömlun (developmental language disor- ders), truflanir á hreyfifærni (motorskill disorders), athyglis- brest með ofvirkni (ADHD), þroskahömlun (mental retarda- tion), og börn með flókin þroskamynstur sem hugtakið misþroski er gjarnan notað yfir. Þá má nefna ýmis læknisfræði- leg heilkenni, þar sem skerðing fylgir á æðri heilastarfsemi (5). Barnadeildin var um leið mikilvægur tilvísandi á Grein- ingarstöðina, ekki síst á dag- deild hennar sem er sérhæfðasta úrræði á íslandi með tilliti til rannsókna á þroska og hegðun hjá ungum börnum í tengslum við afbrigði í taugaþroska og heilaskaða. Ein af forsendum vandaðrar þjónustu dagdeildar- innar er að börnin sem þangað koma séu vel rannsökuð læknis- fræðilega. Það skýrist meðal annars af því að dagdeildin er að hluta til „endastöð“ í greining- arferli á alvarlegum og flóknum fötlunum hjá ungum börnum. Það gerir því allar niðurstöður deildarinnar trúverðugri og samfelldari, ef ekki þarf að hafa marga fyrirvara um niðurstöður vegna rannsókna sem enn hafa ekki farið fram.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.