Læknablaðið - 15.01.1997, Page 10
10
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Table I. The AIS-90 classification ofliver injuries.
I. Minor (superficial, <3 cm deep, simple capsular
injuries; blood loss <20% by volume).
II. Moderate (>3 cm deep, with major duct involve-
ment; blood loss >20% by volume).
III. Major (disruption of <50% of hepatic parenchyma;
multiple lacerations >3 cm deep: burst injury).
IV. Massive, complex (disruption of >50% central
hepatic vascular system and involving retrohepatic
vena cava; hepatic vein; hepatic artery; portal vein;
major duct).
V. Hepatic avulsion (total seperation of all vascular
attachments).
Síðan eru stig alvarlegustu áverkanna á þeim
þremur svæðum sem verst eru leikin sett inn í
jöfnuna a2 +b2+ c2 = ISS og heildaráverkastig-
ið fengið. Það hefur reynst vera í nær beinu
hlutfalli við dánartíðni (5) þó að við mat á
horfum þurfi einnig að taka tillit til aldurs og
almenns ástands. Averkakvarði-90 var einnig
notaður til flokkunar lifraráverkans (tafla I).
Þar sem einungis voru teknir með þeir sjúk-
lingar sem gengust undir aðgerð, lá góð lýsing
á lifraáverkanum ávallt fyrir.
Niðurstöður
Fjörtíu og einn sjúklingur gekkst undir að-
gerð vegna lifraráverka á tímabilinu, 28 karlar
og 13 konur. Sjúklingarnir voru á aldrinum
fimm til 78 ára, miðtala aldurs 20. Fjórðungur
sjúklinga (24,4%) voru börn undir 10 ára aldri
(mynd 1).
Fig.l. Age and sex distribution in 41 patients operated on for
liver injury 1968-1993 at the Reykjavik City Hospital.
Table II. Causes ofliver injuries in 41 patients.
N (%)
Blunt injuries* 34 (83)
Road traffic accident 22
Fall e
Other e
Penetrating injuries 7 (17)
Stab wound e
Shot gun wound 1
Total 41 (100)
* In two instances the chest was open but the abdominal injury was blunt.
Lokaðir áverkar voru 34 (84%) og var um-
ferðaslys algengasta orsökin en næstalgengast
var fall. Af sjö opnum áverkum voru sex stung-
ur og eitt skotsár (tafla II).
Sautján sjúklingar (42,5%) voru í blæðingar-
losti við komu á sjúkrahúsið (efri blóðþrýst-
ingsmörk undir 90) og 12 (29%) voru enn í losti
við upphaf aðgerðar. Flestir sjúklinganna
höfðu einnig aðra áverka (tafla III). Að meðal-
tali hafði hver sjúklingur 2,2 annars konar
áverka.
A töflu IV má sjá aðalábendingu fyrir að-
gerð í hverju tilviki. Algengustu ábendingarn-
ar voru lost, vökvi í kviði sem sást við ómskoð-
un og merki um lífhimnuertingu. Aðrar ábend-
ingar voru opinn áverki, frítt loft í kviði og
vökvi í kviðarholi við ástungu.
Aðgerð: Við aðgerð fannst I. eða II. gráðu
áverki á lifur hjá 71% sjúklinganna en aðrir
höfðu meiriháttar áverka af gráðu III eða IV
(tafla I). Hjá tæplega helmingi sjúklinga
(48,7%) var blæðingin hætt þegar aðgerð hófst
en oft var þó um að ræða talsvert mikið blóð í
kviðarholi og voru 500-1000 ml ekki óalgengt
magn. Hjá rúmum helmingi sjúklinganna
(51,3%) var lifrin hins vegar blæðandi en oftast
tókst að stilla blæðinguna með saumum (tafla
V). Þrír sjúklingar gengust þó undir meirihátt-
ar lifrarhögg (resection) og lifðu þeir allir. Að-
gerðartími fyrir allan hópinn var 50-560 mínút-
ur (miðtala 100 mínútur) og blóðgjafir í aðgerð
0-19,5 lítrar (miðtala 1,4 lítrar). Margir þurftu
á viðbótaraðgerð að halda vegna annarra
áverka, annað hvort í kviðarholi eða annars
staðar (taflaVI). Meiriháttar áföll teljast hafa
verið 20 (taflaVII) og var sýking í kviðarholi og
nýrnarbilun algengust. Alvarlegt lungnarek
varð til þess að binda þurfti fyrir holæð (v.cava
inferior) hjá einum sjúklingi sem hlaut af því