Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1997, Side 19

Læknablaðið - 15.01.1997, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 19 ar í vinstra heilahveli hjá 70% sjúklinganna. Þegar saga var um vinstri heilaskaða í æsku, breyttust þessar tölur í 81% hjá rétthentum og 30% hjá örvhentum eða jafnhentum, sem bendir til flutnings málgetu frá vinstra heila- hveli til þess hægra. Slíkur flutningur á málgetu frá vinstri til hægri er líkleg skýring á talandi hægra heilahveli eins sjúklings okkar og þetta virðist einnig geta átt við þann sjúkling þar sem bæði hvelin voru talandi. Þessir tveir sjúklingar höfðu mun betri yrta minnisgetu í hinu talandi hægra hveli en í því vinstra. Hjá þremur sjúklingum var yrt minnisgeta mun verri í því heilahveli, þar sem flogavirknin átti upptök sín. Þessir þrír sjúklingar voru allir með merki um drekasigg, tveir vinstra megin og einn hægra megin. Hjá báðum þeim sjúk- lingum, sem höfðu merki um góðkynja fyrir- ferðaraukningu á möndlukjarnasvæði vinstra megin en eðlilegan dreka, var yrt minnisgeta í lægra lagi en jöfn beggja megin. Þótt talið sé að möndlukjarnar og önnur tengd heilasvæði séu mikilvæg fyrir minnisstarfsemi, er sú starfsemi alls ekki talin eins óyggjandi og minnisstarf- semi dreka. Það er ýmislegt sem bendir til að möndlukjarni gefi minningum tilfinninga- þrunga og að skaði á möndlukjörnum valdi truflun á myndun slíkra minninga (16). Niður- stöður raförvunar á möndlukjörnum hjá sjúk- lingum með flogaveiki benda til þess, að ýmis geðræn fyrirbæri sem einkenna staðbundin gagnaugablaðsflog eigi upptök sín í möndlu- kjörnum. Ef áhrif slíkrar raförvunar breiðast meira út frá möndlukjarna, kemur fram minn- isleysi (17). Hjá öllum sjúklingunum gilti það að heila- hvelið þar sem upptök floganna var að finna, hafði verri óyrta minnisgetu en gagnstætt heila- hvel. Þegar yrt og óyrt minnisgeta er lögð sam- an, er heildarminnisgetan verri hjá því heila- hveli, þar sem upptök floganna voru. Gildir þetta fyrir alla sjúklingana. Þetta er í samræmi við niðurstöður Loring og samstarfsaðila, að flogin byrja yfirleitt í því heilahveli sem hefur lakari minnisgetu (11-13). Þessir aðilar rann- sökuðu sjúklinga sem gengust undir aðgerð, þar sem hluti dreka var numinn brott. Þeir fundu einnig að því betri sem minnisisgeta heil- brigða heilahvelsins var í samanburði við það sjúka, þeim mun meiri líkur voru á að aðgerðin bætti ástand sjúklingsins án markverðra minn- istruflana. Þegar þessari reglu er beitt á þá þrjá sjúklinga okkar sem eru með drekasigg, eru líkurnar á árangri aðgerðar góðar. Hjá hinum tveimur sjúklingunum þar sem skemmdin var á möndlukjarnasvæðinu framan við dreka, er ekki að búast við minnisröskun við aðgerð og því er einnig líklegt að árangur aðgerðar þar verði góður. HEIMILDIR 1. Olafsson E, Hauser WA, Ludvigsson P, Gudmundsson G. Incidence and prevalence of epilepsy in rural Iceland. Epilepsia 1994; 35/Suppl.8: 151. 2. Engel J. Seizures and Epilepsy. Philadelphia: Davis, 1989: 137-78. 3. Wada J. An experimental study on the neural mecha- nism of the spread of epileptic impulse. Folia Psychiat Neurol Jap 1951; 4: 289-301. 4. Wada J, Rasmussen T. Intracarotid injection of sodium amytal for the lateralization of cerebra! dominance. J Neurosurg 1960; 17: 266-82. 5. Papez JW. A proposed mechanism of emotion. Arch Neurol Psychiat 1937; 38: 725-44. 6. Scoville WB, Milner B. Loss of recent memory after bilateral hippocampal lesion. J Neurol Neurosurg Psy- ciat 1957; 20: 1-21. 7. Penfield W, Milner B. Memory deficit produced by bi- lateral lesion in the hippocampal zone. Arch Neurol Psychiat 1958; 79: 475-97. 8. Penfield W, Mathieson G. Memory. Arch Neurol 1974; 31: 145-54. 9. Milner B, Branch C, Rasmussen T. Study of short-term memory after intracarotid injection of sodium amytal. Trans Amer Neurol Ass 1962; 87: 224-6. 10. Milner B. Amnesia following operation on the temporal lobes. In: Whitty CWM, Zangwill OL, eds. Amnesia. London: Butterworths, 1966: 109-33. 11. Loring DW, Meador KJ, Lee GP, King DW, Gallagher BB, Murro AM, et al. Stimulus timing effects on Wada memory testing. Arch Neurol 1994a; 51: 806-10. 12. Loring DW, Meador KJ, Lee GP, Nichols ME, King DW, Gallagher BB, et al. Wada memory performance predicts seizure outcome following anterior temporal lobectomy. Neurology 1994b; 44: 2322^1. 13. Loring DW, Meador KJ, Lee GP, King DW, Nichols ME, Park YD, et al. Wada memory asymmetries and verbal memory following anterior temporal lobectomy. Neurology 1995; 45: 1329-33. 14. Ólafsson E, Stefánsson SB, Kjartansson Ó. Wada próf. Læknablaðið 1996; 82/Suppl. 31: 24 (E-25). 15. Rasmussen T, Milner B. Clinical and surgical studies of the cerebral speech areas in man. In: Ziilch KJ, Creutz- feldt O, Galbraith GC, eds. Cerebral Localization. Ber- lin: Springer Verlag, 1975: 248-9. 16. Adolphs R, Tranel D, Damasio H, Damasio A. Im- paired recognition of emotion in facial expressions fol- lowing bilateral damage to the human amygdala. Nature 1994; 372: 669-72. 17. Feindel W. Recall, amnesia and experiential responses from stimulation of the human amygdala. Discuss Neu- rosci 1990; 6: 72-9.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.