Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Síða 21

Læknablaðið - 15.01.1997, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 21 klofasjúkdóms, sem svara ekki vel lyfjameð- ferð einni saman. Þó hafa á síðustu árum verið þróuð ný lyf með aukinni virkni gegn brott- fallseinkennum. Hið fyrsta þeirra hefur þegar verið skráð hérlendis (risperidon), og annað lagt fram til skráningar (olanzapin). Þá er ótal- ið eldra lyf (clozapine) sem verið hefur á mark- aði í meira en tvo áratugi og hefur töluverð áhrif á brottfallseinkenni, en notkun þess hefur verið takmörkuð vegna hættulegrar aukaverk- unar (kyrningafæð). Þessi lyf eru ekki til sem forðalyf. Forðalyf voru þróuð og sett á markað í byrj- un sjöunda áratugarins (3). Með tilkomu þeirra var fundin hagkvæm leið til viðhalds- meðferðar sjúkdómsins, eftir að bráðaein- kenni hafa verið meðhöndluð með skammvirk- ari lyfjaformum sem veita meiri sveigjanleika í meðferð. Hvað er forðalyf? Langvirkt sefandi lyf hefur verið skilgreint þannig: Með einum skammti af lyfinu, næst fullnægjandi vefjaþéttni í að minnsta kosti eina viku (4). Henni er hægt að ná fram annars vegar á þann hátt, að lyfið frásogist mjög hægt og hins vegar þannig, að niðurbrot og útskiln- aður lyfsins taki mjög langan tíma (4). Fyrr- nefnda aðferðin hefur þótt hentugust og forða- lyf eru yfirleitt framleidd þannig, að myndaður er estri af virka efninu með notkun fitusýru og alkóhólhóps sem tengdur er á hliðarkeðju virka efnisins. Estrinn sem þannig er myndað- ur er mjög fituleysanlegur og því meira sem fitusýran er lengri, sem notuð er. Þannig má leysa mikið magn lyfsins í litlu magni af olíu. Munur fituleysanleika og vatnsleysanleika verður geysimikill. Sé lyfið gefið djúpt í vöðva, losnar virka efnið því hægt úr olíulausninni, í óvirku formi sem estri. Honum er vatnssundr- að hratt eftir að hann losnar úr olíunni og meira en 90% virka lyfsins binst prótínum í blóði (3). Auk þess eru til vatnsleysanleg forðalyf til inngjafar í vöðva, svo og form ætluð til inn- töku, en þau eru ekki á markaði hérlendis. Forðalyf á íslenskum markaði Hér á landi eru nú skráð til notkunar sjö sefandi forðalyf og eru þau af þremur undir- flokkum. Þrjár gerðir fitusýra eru notaðar við framleiðslu þeirra. Enantat gefur fullnægjandi vefjaþéttni lyfsins í um það bil tvær vikur, dek- anóat gefur fullnægjandi þéttni í þrjár vikur og palmítat í um það bil fjórar vikur (4). Núorðið er hægt að mæla þéttni lyfjanna í sermi, sem gefur möguleika á betri stýringu meðferðar (tafla I). Árangur Virkni sefandi lyfja í meðferð við geðklofa er óumdeilanleg (2), hvort sem um er að ræða meðhöndlun bráðaeinkenna eða langtíma við- haldsmeðferð (5). Vísbendingar eru um að meðhöndlun bráðaeinkenna bæti horfur sjúk- lingsins, þegar til lengri tíma er litið (2). Bráða- einkenni eru almennt meðhöndluð með skammvirkum lyfjaformum, enda er ákveðinn Table I. Depot-neuroleptics and doses. Drug Common doses Interval between injections (weeks) Phenothiazines - fluphenazine Fluphenazine dekanoat 12.5-50mg 3 (3-5) - perphenazin Trilafon enantat 50-200mg 2 (2-4) Trilafon dekanoat 54-216mg 3 (2 - 4) - pipothiazin Piportyl palmitat 100-200mg 4 (3 - 5) Butyrophenon - haloperidol Haldol Depot 100-300mg 3 (3 - 5) Thioxanthen - flupenthixol Fluanxol Depot 20-200mg 3 (2-4) - zuclopenthixol Cisordinol Depot 200-400mg 3 (2 - 4)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.