Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Síða 22

Læknablaðið - 15.01.1997, Síða 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 sveigjanleiki í lyfjameðferðinni þá nauðsynleg- ur. Sérstaklega á það við um nýgreinda sjúk- linga, eða sjúklinga þar sem greining er jafnvel ekki enn örugg. í slíkum tilfellum eru skamm- virk lyfjaform ætíð notuð. Meginkostur forðalyfjameðferðar er, að betur er tryggt að sjúklingar fái tilskilda lyfja- meðferð. Þannig er dregið úr þeim vandkvæð- um sem vilja fylgja lítilli meðferðarheldni, sem einkennt hefur stóran hluta geðklofasjúklinga. Afstaða lækna jafnt og annars heilbrigðis- starfsfólks til forðalyfja hefur þó að miklu leyti mótast af því áliti, að alvarlegar aukaverkanir væru mun algengari af forðaformum sefandi lyfja, heldur en af skammvirkari lyfjaformum. Álit þetta er í raun byggt á hleypidómum, en ekki að neinu leyti á vísindalegum rannsókn- um. Viðhorf sjúklinga sem ekki hafa reynt forðaform sefandi lyfja er oft svipað, auk þess sem þeim finnst oft við fyrstu hugsun að forða- lyf leggi á þá ákveðna fjötra. í því sambandi er athyglivert að í rannsókn sem gerð var í því skyni að kanna viðhorf sjúklinga á forðalyfi til meðferðarinnar, kom í ljós að tveir þriðju sjúklinganna völdu forðalyfið fram yfir töflur (6) I breskum rannsóknum kom í ljós að einung- is 40% sjúklinga sem fengu lyf til inntöku (fyrst og fremst töflur), héldu meðferðina vel yfir sex vikna tímabil (7), en 80% sjúklinga á forða- lyfjameðferð héldu meðferðina vel yfir tveggja ára tímabil (8). Annar augljós kostur er að strax verður ljóst ef sjúklingurinn hyggst hætta meðferðinni og þá er oft hægt að grípa í taum- ana áður en verulegur skaði verður. Samandregnar niðurstöður sex tvíblindra, framskyggnra rannsókna (9) leiða í ljós, að hætta á versnun er 15% meiri hjá þeim sjúk- lingum sem fá lyf til inntöku, en hjá hinum sem fá forðalyfjasprautur. Þegar niðurstöðurnar eru teknar saman (10) og notuð Mantel-Ha- enszel prófun (11), kemur í ljós að munurinn er marktækur, forðalyfjum í hag. Ef skoðaðar eru einstakar rannsóknir þar sem bornir eru saman sjúklingar meðhöndlaðir með forðalyfjum annars vegar og töflum hins vegar (12), virðist þáttur tryggrar lyfjagjafar í raun vanmetinn. í sumum tilfellum virðist sem sjúklingar hafi í og með verið valdir í rannsóknina vegna þess hve samvinnufúsir þeir voru. Er þá varla hægt að reikna með að þar sé um marktækt þversnið geðklofasjúklinga að ræða. Geðklofasjúklingum virðist hraka með nokkuð jöfnum hraða fái þeir ekki lyfjameð- ferð. Flestar rannsóknir standa reyndar ekki lengur en eitt ár og sennilegt er að það sé einfaldlega ekki nógu langur tími, til að meta mun þessara tveggja lyfjaforma. Það hefur sýnt sig, að sjúklingum hrakar ekki um leið og þeir hætta á lyfinu, heldur líða að meðaltali þrír til sjö mánuðir áður en þeim fer að versna (13). Reyndar virðist ljóst að á hverjum mánuði hraki heilsu 10-15% þeirra sjúklinga sem engin lyf taka og innan þriggja ára hafa svo gott sem allir veikst alvarlega á ný (14). Af sjúklingum sem fá trygga lyfjagjöf á sjúkrahúsi er tíðnin 1,5% (15) og sambærileg tíðni er 3^1% hjá þeim hópi sem fær lyf utan sjúkrahúss (16,17). Það liggur beint við að telja muninn helgast af því að miklu leyti, hversu tryggt sé að sjúkling- urinn fái lyfin í tilskildum skömmtum. I tveggja ára rannsókn kom í ljós, að á seinna árinu versnuðu sjúkdómseinkenni hjá mun stærri hluta þeirra sjúklinga sem tóku töflur, heldur en hinna sem fengu forðasprautur. Munurinn á hópunum jókst mjög á milli ára (18). í rannsókn þar sem kanna átti hvort sjúk- lingum héldi áfram að versna með sama hraða til lengri tíma, kom í ljós að ekki fannst nægi- lega stór hópur sjúklinga sem höfðu verið án lyfjameðferðar og án alvarlegra sjúkdómsein- kenna í tvö ár. Á hinn bóginn var af nógu að taka í hópi sem hafði verið á samfelldri lyfja- meðferð í tvö ár. Þeim hrakaði hins vegar með sama hraða þegar lyfjameðferð var hætt (19). Niðurstöður tvíblindra samanburðarrann- sókna á árangri meðferðar með töflum og forðalyfjum, hafa verið nokkuð mismunandi. í þeirri stærstu var 214 sjúklingum fylgt eftir í allt að eitt ár. Reyndist 33% þeirra sem fengu töfl- ur hraka á rannsóknartímanum, en 24% þeirra sem fengu forðasprautur (20). í rannsókn sem tók yfir tvö ár, voru sambærilegar tölur 40% fyrir töflur og 35% fyrir forðalyf eftir eitt ár. Á seinna árinu hrakaði hins vegar einungis 8% þeirra sem fengu forðasprautur, en 42% þeirra sem tóku töflur. Jafnframt kemur í ljós, þegar dregnar eru saman niðurstöður tvíblindra sam- anburðarrannsókna, að árangurinn af meðferð með forðalyfi, með tilliti til sturlunareinkenna, er marktækt betri (kí-kvaðrat = 13,5; p = 0,0002) en af meðferð með töflum (14). í þessu sambandi ber að hafa í huga að ekki er hægt að gera ráð fyrir að um dæmigerðan sjúklingahóp sé að ræða í þessum rannsóknum, heldur sé meðferðarheldni meiri en almennt hjá göngu-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.