Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Síða 23

Læknablaðið - 15.01.1997, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 23 deildarsjúklingum, og raunverulegur munur því sennilega meiri en fram kemur. Ekki verður litið fram hjá því að ýmsir aðrir þættir en lyfjameðferð hafa áhrif á heilsu út- skrifaðra sjúklinga. Til að mynda er öruggt umhverfi og traust og styðjandi fjölskylda mik- ill styrkur fyrir sjúklinginn, svo og félagsleg aðstoð og stuðningsmeðferð. Þó er Ijóst að stöðug lyfjameðferð er forsenda þess að sjúk- lingurinn nái að nýta sér önnur þau úrræði sem í boði eru (18,21). Forðalyfjameðferð hefur einnig þann kost í för með sér að mun stöðugri og jafnari styrkur lyfsins fæst í sermi. Breytileiki á blóðþéttni milli einstakra sjúklinga verður minni. Ástæðan er sú að fyrstu umferðar niðurbrot lyfsins í meltingarvegi og lifur er mjög breyti- legt milli sjúklinga og því misjafnt hve mikið af virku lyfi nýtist sjúklingi sem tekur töflur (3, 22). Með því að gefa sjúklingum forðalyf, er því betur tryggð virk þéttni í vefjum, heldur en ef töflur eru notaðar. Skammtar Flestar nýlegar rannsóknir benda til þess, að heilladrýgst sé að meðhöndla sjúklinga með samfelldri lyfjagjöf meðalstórra skammta (23), hvort sem um er að ræða forðalyf eða töflur. Lengi hefur verið þekkt, að ýmsar aukaverk- anir sefandi lyfja eru að miklu leyti tengdar skömmtum (sjá síðar). í viðleitni til að draga úr hættu á aukaverkunum, hafa menn reynt að gefa sjúklingum einungis lyf samfara vaxandi sjúkdómseinkennum, en fylgjast náið með heilsufari sjúklings þess á milli. Árangur af slíkri meðferð er ekki góður (24-26), og rétt- lætir ekki að hún sé stunduð (14). Einnig hefur verið reynt að meðhöndla sjúklinga með skömmtum sem eru einungis brot af því sem almennt tíðkast. Við slíka meðferð hefur það sýnt sig, að sturlunareinkenni aukast (21,26- 28). Það hefur þó komið í ljós að þegar sjúk- lingur hefur náð sér af bráðaveikindum og er kominn í jafnvægi á hefðbundnum lyfja- skömmtum, er oft hægt að hafa viðhaldsmeð- ferð á talsvert lægri skömmtum (29,23). Hvað eru þá hæfilegir skammtar? Það hefur komið í ljós, að hæfilegur skammtur til með- höndlunar á bráðasturlun er um það bil 600 mg af klórprómasíni, eða jafngildi þess á sólar- hring (30). Sem viðhaldsmeðferð er hægt að nota allt að helmingi lægri skammta (31). Rannsóknir benda til þess, að oft séu notaðir stærri skammtar en réttlætanlegt er (32,33). Auknar líkur virðast á því að sjúklingar fái stóra lyfjaskammta ef þeir eru meðhöndlaðir með lágskammtalyfjum eða forðalyfjum (32,33). Þó virðist hættan á stórum lyfja- skömmtum mest, séu sjúklingar meðhöndlaðir samtímis með forðalyfjum og töflum (34). í þessu sambandi ber að hafa í huga að ekki er til stöðluð aðferð við að umreikna skammtastærð forðalyfs yfir í jafngildisskammta af klórpróm- asíni og í rannsóknum hafa mismunandi for- sendur verið lagðar til grundvallar slíkum um- reikningi (30,32). Aukaverkanir sefandi lyfja Langvirk sefandi lyf eru gefin sem viðhalds- meðferð. Almennt séð eru þó þær aukaverkan- ir sem fylgja meðferðinni hinar sömu og geta komið fram við skammtímameðferð með sef- andi lyfjum. Það eru aukaverkanir eins og bráð vöðvaspennutruflun, stirðleiki og skjálfti. Einnig þreyta, höfgi, framtaksleysi, sjónstill- ingartruflun og þvagtregða (35). I samnor- rænni rannsókn frá 1981 (36) reyndist þriðjung- ur sjúklinganna vera án nokkurra aukaverk- ana, en 4% höfðu svo slæmar aukaverkanir að hafði truflandi áhrif á líf þeirra. Þó svo að aukaverkanir sefandi lyfja séu bæði algengar og alvarlegar, eru þau þó lítið eitruð og örugg í notkun. Aukaverkunum sem hafa sérstaklega trufl- andi áhrif á viðhaldsmeðferð má skipta í fjóra hópa: 1. Utanstrýtukvillar (extrapyramidal symp- toms). 2. Síðfettur (tardive dyskinesia). 3. Geðrænar aukaverkanir. 4. Illkynja heilkenni af völdum sefandi lyfja (neuroleptic malignant syndrome). í töflu II er gerð grein fyrir tíðni og alvarleik þess- ara aukaverkana, ásamt meðhöndlun. 1. Utanstrýtnkvillar eru algeng aukaverkun meðferðar með sefandi lyfjum. Það eru eink- um tveir slíkir sem eru til sérstakra trafala við langtímameðferð (37). Er það annars vegar óeirð (akathisia) og hins vegar fáhreyfni (akin- esia/hypokinesia). Þeir valda sjúklingum á langtímameðferð oft mikilli vanlíðan. Oeirð er algengur fylgikvilli og oft misgreind sem kvíði (38), enda er lýsing sjúklinga oft slík og yfirbragð sjúklingsins virðist þannig þar sem hann er á stöðugri hreyfingu og getur ekki verið kyrr, vegna óþægilegrar óþreyju sem

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.