Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 27 greiningar séu vegna þess að sefandi lyf séu kjörmeðferð við banvænum bráðastjarfa (64). Sumir hafa talið að greina mætti á milli með því að fá nákvæma sögu um upphafseinkenni (64), en banvænn bráðastjarfi byrjar gjarnan með nokkurra daga forstigseinkennum, yfirleitt óróa og æsingi. Illkynja heilkennið byrjar hins vegar gjarnan með miklum stífleika. Dánartíðni var talin á bilinu 20-30% (65,66) en hefur á seinni árum farið lækkandi með bættri greiningu og meðferð og var í lok síðasta áratugar talin í kringum 10%. Tölur um dánar- tíðni eru byggðar á afturskyggnum rannsókn- um og því fremur hætta á ofmati, þar sem líklegra er að vægari tilfelli greinist ekki. í framskyggnum rannsóknum gerðum á allra síðustu árum, urðu ekki dauðsföll (65,67,68). Dánartíðni er því sennilega lægri en að framan greinir og höfundum er ekki kunnugt um dauðsfall af þessum sökum hérlendis. Heilkennið hefur verið þekkt síðan árið 1958, en ekki var farið að rannsaka það að gagni fyrr en á níunda áratugnum (69). Þetta er fremur óalgeng aukaverkun, rannsóknir greina tíðni á bilinu 0,02-2,4% þar sem mest er, heildarfjöldi tilfella sem lýst er fremur lítill, og flestar kannanir hafa greint innan við 10 tilfelli. Af þessum sökum er erfitt að greina mun á milli einstakra lyfja og lyfjaforma með tilliti til hættunnar á þessu heilkenni. Afturskyggnar rannsóknir hafa fremur bent í þá átt, að hættan á þessu heilkenni sé heldur meiri hjá sjúklingum á forðalyfjameðferð (70), en hafa verður í huga þær takmarkanir sem á slíkum rannsóknum eru. Sjúkraskrár eru óná- kvæmar og talsvert af tilfellum þar sem grein- ing er óviss, en einnig er ljóst að vegna lengri verkunar lyfjanna í líkamanum, standa ein- kenni lengur og líkur á greiningu því meiri hjá sjúklingum á forðalyfjameðferð. Framskyggnar rannsóknir hafa bætt töluvert við þekkinguna á þessu heilkenni, en hafa ekki stutt þá hugmynd að hættan aukist við forða- lyfjameðferð. í kínverskri rannsókn á nærri 10.000 sjúklingum var nýgengi heilkennisins 0,12% (12 sjúklingar). Sjúklingar á forðalyfi reyndust allmargir í þessari rannsókn, eða sjö af 12. Höfundar benda hins vegar á að skammt- ar hafi verið fremur stórir í þessari rannsókn (67). Þá hefur komið í ljós að austurlenskir geðklofasjúklingar virðast þurfa lægri skammta sefandi lyfja en geðklofasjúklingar á Vesturlöndum (71). Háir lyfjaskammtar virðast áhættuþáttur fyrir þessa hættulegu aukaverkun og sérstak- lega hröð hækkun skammta (65,72). Þá hefur verið talið að aukin hætta sé á illkynja heil- kenni vegna sefandi lyfja, fái sjúklingurinn samhliða meðferð með litíum (65, 68). Vís- bendingar um það eru þó ekki byggðar á traustum grunni (61,63,67,72). I þremur fram- skyggnum rannsóknum (68,73,74), þar sem sjúklingum var fylgt eftir í 12-47 mánuði reynd- ist tíðni vera á bilinu 0,07-0,9, umfangsmesta rannsóknin stóð í 47 mánuði og var 2695 sjúk- lingum fylgt eftir (tíðni 0,15%). Engin þessara rannsókna sýndi tengsl við forðalyf. Samantekt Sefandi lyf hafa verið hornsteinn meðferðar við geðklofa og sumum öðrum alvarlegum geð- sjúkdómum í fjóra áratugi. Síðustu þrjá áratug- ina hafa lyfin verið tiltæk sem forðalyf. Á ís- landi eru sjö gerðir forðalyfja á markaði. Gerð er grein fyrir aðalkostum forðalyfj- anna. Með þeim er betur tryggt að sjúklingar fái tilskilda lyfjaskammta og meðferðarheldni er betri. Þetta leiðir ótvírætt til betri árangurs við meðferð, fleiri fá bata og færri hrakar á ný. I greininni er lögð höfuðáhersla á að fjalla um eftirfarandi aukaverkanir; utanstrýtukvilla, síðfettur, geðræn einkenni og illkynja heil- kenni af völdum sefandi lyfja. Aukaverkanir eru verulegar af sefandi lyfjum og alvarlegar, en ekki er marktækur munur á forðalyfjum og öðrum formum sefandi lyfja. HEIMILDIR 1. Deniker P. The neuroleptics: a historical survey. Acta Psychiatr Scand 1990; 82/Suppl. 358: 83-7. 2. Davis JM, Andriukatis S. The Natural Course of Schizo- phrenia and Effective Maintenance Drug Treatment. J Clin Psychopharm 1986; 6: 2S-10S. 3. Knudsen P. Chemotherapy with neuroleptics: clinical and pharmacokinetic aspects with a particular view to depot preparations. Acta Psychiatr Scand 1985; 72/ Suppl. 332: 51-75. 4. Lingjaerde O. Bruk a.v.depotpreparater i psykiatrien. In: Andreassen M, et al. Medicinsk Árbog 1977. Köben- havn: Munksgaard, 1977: 143-53. 5. Gilbert PL, Harris MJ, McAdams LA, Jeste DV. Neu- roleptic Withdrawal in Schizophrenic Patients: a Review of the Literature. Arch Gen Psychiatry 1995; 52:173-88. 6. Wistedt B. How does the psychiatric patient feel about depot treatment, compulsion or help? Nord J Psychiatry 1995; 49/Suppl.35: 41-6. 7. Johnson D. Long-term drug treatment of psychosis: ob- servations on some current issues. Int Rev Psychiatry 1990; 2: 341-53. j 8. Johnson DAW, Freeman H. Drug defaulting by patients on long-acting phenothiazines. Psychol Med 1973; 3: 115-9.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.