Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Síða 30

Læknablaðið - 15.01.1997, Síða 30
30 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Um C/7ey/eí/e//a-maurakláða á mönnum og köttum á íslandi Karl Skírnisson1), Jón Hjaltalín Ólafsson* 2’, Helga Finnsdóttir3’ Skírnisson K, Ólafsson JH, Finnsdóttir H. Dermatitis in cats and humans caused by Cheyletiella mites reportcd in Iceland Læknablaðið 1997; 83: 30-4 Cheyletiella mites (Acarina) are ectoparasites that infest cats, dogs and rabbits in many countries of the world. Upon contact with infested animals the mites may temporarily produce grouped, erythematous macules on the skin of humans which rapidly devel- op a central, vesicular papule. These signs are most often found on the arms and the trunk. Recently these typical signs were observed on the skin of the members of two different Icelandic fam- ilies which both kept a Persian cat. An examination for ectoparasites on the cats revealed that both were infested by Cheyletiella parasitovorax. It is unknown how and when the parasite was transmitted to Ice- land. Key words: Cheyletiella, dermadtis, cats, humans. Correspondence: Karl Skírnisson, Institute for Ex- perimental Pathology, University of Iceland, IS-112 Reykjavík, Iceland. E-mail: karlsk@rhi.hi.is Ágrip I nágrannalöndunum eru Cheyletiella átt- fætlumaurar (Acarina) vel þekkt sníkjudýr á köttum, hundum og kanínum. Maurarnir geta tímabundið farið á rnenn og valdið kláða og útbrotum, einkum á höndum og í kjöltu. Frá 1,Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 2, göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Landspítalanum, 3, Dýralækningastofu Helgu Finnsdóttur, Skipasundi 15, Reykjavík. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Karl Skírnisson, Til- raunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 112 Reykjavík. Tölvupóstur karlsk@rhi.hi.is Lykilorð: Cheyletiella, kláði, kettir, menn. Nýlega var tegundin Cheyletiella parasito- vorax staðfest á tveimur persneskum heimilis- köttum hér á landi. Leit var gerð að sníkjudýr- inu eftir að dæmigerð útbrot komu fram á húð fólks sem hafði umgengist og handfjatlað kett- ina. Ekki er vitað hvenær né hvernig áttfætlu- maurinn barst til landsins. Inngangur Til þessa hafa þrjár tegundir óværu verið staðfestar á köttum hér á landi. Tegundirnar eru eyrnamaurinn Otodectes cynotis, kattanag- lúsin Felicola subrostratus og kattaflóin Cteno- cephalides felis. Eyrnamaurinn og naglúsin eru landlæg sníkjudýr á köttum hér á landi en flóin berst hingað stundum með innfluttum hundum og köttum (1). Nýlega bættist fjórða óværuteg- undin í hópinn; áttfætlumaurinn Cheyletiella parasitovorax. Markmið þessarar samantektar er að skýra frá tilvist þessa nýja sníkjudýrs hér á landi, fjalla í stuttu máli um líffræði þess og lýsa þeim einkennum sem Cheyletiella maurar valda á mönnum og köttum. Sj’úkdómssaga Áttfætlumaurinn C. parasitovorax fannst á tveimur persneskum köttum á sitt hvoru einka- heimilinu í janúar 1996. Báðir kettirnir fæddust í aprfl 1995 og voru aldir upp hjá ræktanda persneskra katta í Reykjavík. Haustið 1995 fór að bera á kláða hjá köttunum. Grunur vaknaði hjá dýralæknum sem skoðuðu kettina að kláð- inn gæti stafað af Cheyletiella maurum en við fyrstu leit fundust engir maurar. Pegar fólk sem umgekkst kettina leitaði til húðsjúkdómalæknis með dæmigerð útbrot eft- ir Cheyletiella maura var ákveðið að leita vand- lega að óværu á báðum köttunum. Kettirnir voru kembdir rækilega og hárin sem settust í kambinn soðin í 10 mínútur í lút (10% NaOH)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.