Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 38
36
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Meta þarf hversu marga sjúklinga þarf að
rannsaka til að nægar líkur séu á að ákveðin
(raunhæf) lágmarksbreyting reynist tölfræði-
lega marktæk (7). Þetta er kallað að meta styrk
(power) rannsóknar*. Séu of fáir einstaklingar
í rannsókn, er óvissa mikil í þeim stikum sem
meta þarf og erfiðara er að draga ályktanir af
niðurstöðum.
Rannsókn á fáum einstaklingum verður ekki
bætt upp með endurteknum mælingum á hverj-
um þeirra.
Hvers vegna er nauðsynlegt að gera greinar-
mun á mörgum mælingum frá einum einstak-
lingi og mælingum frá mörgum einstaklingum?
Mælingar eru venjulega einstaklingsbundnar.
Ef gerð er mæling á sama sjúklingi fyrir tvo
styrkleika lyfjagjafar, er önnur mælingin skýr-
anleg að hluta með útkomu hinnar að viðbættri
leiðréttingu vegna styrkleikamunar.
Ef önnur niðurstaðan er há tala þá má búast
við að hin sé það einnig, ef breyting á styrk er
lítil nema annað komi til. Ef tveir sjúklingar
hafa fengið sinn hvorn styrkleikann þá er ekki
unnt að skýra mun á sama hátt og fyrir einn
sjúkling vegna þess að lyfjagjöfin getur haft
ólík áhrif á sjúklingana auk þess sem mælingar
á þeim fyrir lyfjagjöf geta verið ólíkar. Við
nákvæmari framsetningu á þessu verður að
nota tölfræðilegt líkan (model).
Upplýsingar sem eru í mælingum frá sömu
einstaklingum er hægt að nýta með þar til gerð-
um aðferðum. Dæmi um slíkt er notkun á pör-
uðu t-prófi þar sem sömu einstaklingar eru
mældir fyrir og eftir lyfjameðferð og paraður
samanburður gerður, en þá er einungis breyt-
ingin, það er mismunur mæliniðurstaðna, hjá
hverjum sjúklingi sem skiptir máli.
Villuleit, lýsing og flokkun gagna
Áður en úrvinnsla gagna byrjar er mikilvægt
að villuleita gagnaskrá með skipulögðum
hætti. Dæmi um algenga villu í gagnaskrá er
tvískráning, jafnvel margskráning sama ein-
staklings og rangur innsláttur kennitölu sem
algengur er í eldri gögnum. Einnig eru dag-
setningar og mæligildi oft utan „eðlilegra“
marka vegna rangs innsláttar.
I stað þess að byrja á útreikningum er oft
* Hér er í raun átt við styrk þeirra tölfræðiprófa sem notuð
eru eins og fram kemur síðar.
gagnlegt að setja tölulegar upplýsingar fram
með myndum til dæmis dreifiriti (scatter dia-
gram) eða stöplariti (histogram), en dreifirit
gefur meiri upplýsingar en fylgnistuðull þegar
lýsa á sambandi tveggja breyta.
Áður en tölfræðilegur samanburður er gerð-
ur, þarf að lýsa því talnasafni sem unnið er
með. Dæmi um slfka lýsingu er: Fjöldi gilda,
meðaltal, staðalfrávik, miðgildi og spönn
(range). Mikilvægt er að þessar upplýsingar
séu ekki settar fram á villandi hátt. Sem dæmi
um framsetningu sem getur verið villandi er
meðaltal ± staðalfrávik (M±SD), því hér má
ætla að bilið (M-SD, M+SD) sé sérstaklega
áhugavert en svo er ekki ef dreifingin er mjög
ósamhverf. Eðlilegri framsetning væri M(SD).
Staðalfrávik er mat á dreifingu mælinga og not-
að í útreikningum á öryggismörkum og við til-
gátuprófun. Ef mælingar eru normaldreifðar,
duga meðaltal og staðalfrávik til lýsingar á
dreifingunni. Ef dreifing er ekki þekkt, er
gagnlegt að gefa miðgildi og spönn auk meðal-
tals og staðalfráviks.
Þegar talnasafn er flokkað, er eðlilegt að
byggja á klínískum rökum, til dæmis flokkun
eftir kyni og aldri. Einnig er æskilegt að ákveða
flokkun áður en rannsókn hefst, því ef niður-
staða rannsóknar hefur áhrif á flokkun í undir-
hópa sem síðan eru bornir saman, er hætta á að
dregin sé athygli að fráviki (breytingu) sem
ekki kemur fram í endurtekinni rannsókn.
Auk þess er ekki hægt að prófa, á sömu gögn-
um, hvort þetta frávik sé marktækt. Þeirri að-
ferð, að velja undirhópa til samanburðar að
fengnum niðurstöðum, má lýsa sem tilgátu-
veiðum. Dæmi um tilgátuveiðar er að finna í
rannsókn á sjúklingum sem fengu meðferð við
bráðri kransæðastíflu. Með því að tengja fæð-
ingartíma sjúklinga við árangur meðferðar
kom í ljós að hann var fjórum sinnum betri hjá
þeim sem fæddir voru í sporðdrekamerkinu en
hjá öðrum** (8).
Sé rannsóknarhópur nægilega stór má skipta
honum í tvo hópa og nota niðurstöður annars
hópsins til tilgátugerðar (tilgátuveiða) og nið-
urstöðu hins til að prófa tilgátuna. Ekki er þó
sama hvernig upphaflega hópnum er skipt.
** Ekki fylgdi sögunni hvort þessi niðurstaða hefði verið
prófuð á öðrum gögnum. í fjölda rannsókna er leitað að
einhverju sambandi og þegar það finnst er líklegra að þær
niðurstöður séu birtar.