Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 37 Samanburður og túlkun Er ný meðferð við ákveðnum sjúkdómi betri en hefðbundin meðferð? Þetta er athugað með því að setja fram rannsóknartilgátu sem síðan er prófuð með rannsókn á úrtakshópi sem end- urspeglar þýði þeirra sem ályktun á að ná til. Þegar unnið er úr niðurstöðum þá er sett fram tölfræðileg tilgáta, nefnd núlltilgáta, um að ekki sé munur á nýju og gömlu meðferðinni og hún síðan prófuð tölfræðilega. Þegar núlltil- gáta er rétt, mælist eingöngu „munur“ sem verður fyrir tilviljun og þá er hægt að reikna líkur þess að „munur“ mælist utan ákveðinna marka. Við tilgátuprófun er athugað hvaða lík- ur séu á að minnsta kosti þeirri breytingu sem mælist í rannsókn, ef núlltilgátan væri rétt. Við vitum yfirleitt ekki fyrirfram, hvort breyting felur í sér hækkun eða lækkun miðað við hefðbundna meðferð, því er tvíhliða próf (two-tailed test) notað. Ef líkurnai eru minni en 5% og notuð er 5% marktektarkrafa (prófstig, significance level) þá er núlltilgátu hafnað***. Með höfnun á núlltilgátu er sam- þykkt önnur tilgáta (alternative hypothesis), um að munur sé á nýju og hefðbundnu með- ferðinni. Mikilvægt er að gefa öryggisbil, til dæmis 95%, fyrir þeirri breytingu sem mælist. Þetta bil inniheldur rétt gildi (population value) með 95% öryggi. Þegar miðað er við 5% marktektarkröfu eru líkur á að hafna núlltilgátu sem er rétt (Type I error) minni en 5%. Líkur þess að samþykkja ranga núlltilgátu má oft reikna en þær eru háð- ar fjölda þeirra sem rannsakaðir eru, dreifingu mælinga og lágmarksbreytingu sem er áhuga- verð. Ef þessar líkur eru litlar (Type II error) er sagt að styrkur prófsins sé mikill. Sé styrkur prófs lítill getur ómarktækur munur verið áhugaverður. Marktæk breyting þarf hins veg- ar ekki að vera klínískt áhugaverð, ef hún er ekki nægilega mikil. Því er ekki ástæða til að leita orsaka fyrir breytingu nema hún sé bæði marktæk og „nægilega mikil“. Eru niðurstöður rannsókna á tveimur hópum sambœrilegar? Einungis sá þáttur sem rann- sakaður er má hafa áhrif á samanburðinn (mælast í samanburði). Athuga þarf því hvort hóparnir séu nægilega einsleitir (homogen) til dæmis hlutfall milli kynja í hvorum hópi og *** Þótt tilgátunni sé ekki hafnað þýðir það ekki að hún sé sönn, heldur einungis að þau gögn sem liggja fyrir séu ekki í ósamræmi við tilgátuna. aldursdreifing. Sé samsetning ólík þarf að at- huga hvort það trufli (confounding) saman- burð og leiðrétta slíkt ef hægt er, því hafi ákveðnir sjúklingar valist frekar í annan hóp- inn getur það skýrt að munur sé marktækur. Einnig verða rannsóknaraðferðir á hópunum að vera sambærilegar eins og reynt er að tryggja með til dæmis tvíblindri (double-blind) rannsókn og notkun á lyfleysu. Ef upplýsingar skortir til að ganga úr skugga um þessi atriði er samanburður ekki tímabær. Við tilgátuprófun er reynt að velja tölfræði- próf sem nýtir upplýsingar hvað best. Óstika- bundið (nonparametric) próf er yfirleitt notað, þegar ekki er forsenda fyrir stikabundnu prófi. En þá er oftast ekki hægt að meta styrk prófs- ins nema mjög gróft****. Einnig kemur til greina að nota fleiri en eitt próf til prófunar á sömu tilgátu. Eðlilegt er að kröfur um úr- vinnslu séu að öðru leyti í samræmi við ná- kvæmni mælinga. Algeng tilvik, þar sem marktœkur munur greinist (eða ekki), eru vegna: Villu í innslætti, til dæmis tölur utan „eðli- legra" marka (outliers). Villu í reikniaðgerðum, til dæmis ef reikna á í EXCEL meðaltal af 100 gildum en ekki tveimur eins og gert er með því að nota =average(Al;A100) í stað =average(Al:A 100). Forsendur fyrir tölfræðiprófi eru ekki upp- fylltar, til dæmis lúta mælingar ekki réttri dreif- ingu. Aðrar yfirsjónir svo sem „if you torture the data long enough it will eventually confess! “ (9). f þessari grein hefur verið stiklað á stóru og nokkur atriði skoðuð, sem oft eru misskilin. Þær ábendingar sem hér eru gefnar ættu að gagnast við að svara spurningu eins og: Ef munur er á tveimur hópum sem bornir eru saman í rannsókn, er það þá vegna þess þáttar sem rannsakaður er, eða þráttfyrir þann þátt? HEIMILDIR 1. Altman DG. Practical Statistics for Medical Research. London: Chapman & Hall, 1991. 2. Armitage P, Berry G. Statistical Methods in Medical Research. 3rd ed. Oxford: Blackwell Scientific Publi- cations, 1994. **** Oft má hafa til hliðsjónar tölulegar rannsóknir hvað þetta varðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.