Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1997, Side 44

Læknablaðið - 15.01.1997, Side 44
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 42 íðorðasafn lækna 85 Stent Ásgeir Theódórs hringdi ný- lega og kom með tillögu að ís- lensku heiti á útbúnaði þeim sem stent nefnist.Vildi hann nefna fyrirbærið ræsi. Um það er ekkert að finna í íðorðasafni lækna, en Ásgeir taldi útbúnað- inn orðinn það algengan að nauðsyn væri á íslensku heiti. Samkvæmt læknisfræðiorðabók Stedman’s heitir hann eftir Charles R. Stent sem var tann- læknir í Englandi á síðustu öld (d. 1901). Líf- og læknisfræði- orðabók Wiley’s tilgreinir reyndar þrjú fyrirbæri sem nefnd hafa verið eftir Stent þessum, í fyrsta lagi umbúðir sem notaðar eru til að halda húðgræðlingi á sínum stað, í öðru lagi tiltekin munnmót sem tannlæknar gera og í þriðja lagi útbúnað sem viðheldur opi eða holi sem ekki má lokast. Orða- bók Stedman’s lýsir því síðast talda þannig: Mjór þráður, staf- ur eða leggur, sem liggur í holi pípulaga líffæris til stuðnings, við eða eftir samtengingu, eða til að tryggja viðhald ops þar sem þrenging hefur orðið. Þettaersá útbúnaður sem Ásgeir vill nefna ræsi. Samkvæmt íslenskri orðabók Máls og menningar merkir sögnin að ræsa meðal annars það að opna vatni leið eðafram- rás með rœsi, en ræsi er skurð- ur, stokkur sem vatni eða skólpi er veitt eftir. íslensk samheita- orðabók Svavars Sigmundsson- ar tilgreinir samheitin rás, skurður, stokkur, veisa, frá- rennsli. Af þeim eru nokkur þegar komin í notkun um lækn- isfræðileg fyrirbæri: rás er not- að í vefjafræðinni um ductus, skurður er notað í handlæknis- fræðinni um incision og stokkur er notað í líffærafræðinni um sinus. Best er því að forðast þau, en hin, veisa og frárennsli, eru ekki vænleg við fyrstu skoð- un. Undirrituðum kemur einnig í hug nafnorðið rör, samanber þau rör sem sett eru í eyru hjá börnum til að ræsa fram vökva, slím og gröft í tengslum við mið- eyrabólgu. Samheitaorðabókin gefur leiðslu sem samheiti við rör, og síðan, sem samheiti við leiðslu, eru meðal annars gefin orðin pípa, rör, lögn, œð og taug. Pípa er notuð í líffæra- fræðinni um tuba og orðin æð og taug eru að sjálfsögðu löngu frátekin. Þau ber því einnig að forðast. Lögn er notað um það sem lagt er, til dæmis net sem lögð eru í sjó eða vatn og vatns- eða rafmagnsleiðslur í húsum. Undirrituðum finnst að heitin ræsi, rör og lögn komi öll til greina og til viðbótar mætti nefna orðið hólkur, sem ýmist er notað um sívala pípu eða eitt- hvað vítt og gapandi. Nú væri æskilegt að heyra frá þeim lækn- um sem áhuga kynnu að hafa á málefninu. Augnorð Hið latneska heiti augans er oculus, en gríska heitið er op- hthalmos og eru þau bæði notuð í alþjóðlegum læknisfræðiheit- um. I sumum tilvikum hafa orð- ið til bæði latnesk og grísk sam- heiti sem virðast jafngild, til dæmis getur ótilgreindur augn- kvilli jafnt heitið oculopathy sem ophthalmopathy. I öðrum tilvikum hafa heiti úr öðru mál- inu náð yfirhöndinni, til dæmis nefnist sú fræðigrein, sem fæst við augun og sjúkdóma þess, ophthalmologia en ekki oculo- logia. í nýju líffæraheitunum eru nokkur lagleg íslensk heiti sem ekki er úr vegi að rifja upp. Áberandi er hve mörg þeirra eru kvenkyns. Bulbus oculi nefnist augnknöttur, en utan á honum liggja augnknattarvöðv- arnir. Vöðvarnir festast á hvítu, sclera, en framan á auganu ligg- ur hin gegnsæja glæra, cornea, sem áður var nefnd hornhimna. Lithimna augans, iris, nefnist nú lita og æðahimnan, chorioi- dea, æða. í miðju litunnar er Ijósopið sem frá fornu fari nefn- ist einnig sjáaldur. Milli æðu og litu liggur corpus ciliare sem í líffæraheitum Guðmundar Hannessonar var nefndur brár- lík eða fellingabaugur. í nýjustu þýðingu líffæraheitanna hefur hann hins vegar fengið heitið brárkleggi, en kleggi er gamalt karlkynsnafnorð sem merkir köggull eða hnaus. Til samræm- is fékk glerhlaupið, corpus vit- reum, nýtt heiti og nefnist nú glerkleggi. Þá hefur nethimnan, retina, fengið hið stutta og þægilega heiti sjóna. Augn- læknar munu ekki hafa tekið þessum kleggjum vel og því kom Örn Bjarnason nýlega fram með þá hugmynd að kvenkenna mætti corpus vit- reum og nefna glerju. Óbreytt eru heitin augasteinn, lens, og augnhólf, camerae bulbi. Fram- an við augun liggja augnlok eða augnalok, einnig nefnd hvarm- ar, og þaðan er komið sjúk- dómsheitið hvarmabólga. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.