Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 47 þessum niðurstöðum síðar, er mikilvægt er að koma þessum upplýsingum á framfæri nú, svo þær geti verið okkur hvatning til enn frekari dáða.Við verðum að halda vöku okkar og sýna áframhaldandi og enn frekara aðhald í notkun sýklalyfja. A síðustu tveimur árum eða svo hefur sýklalyfjaónæmi auk- ist með ógnvænlegum hraða í Bandaríkjunum. Þetta á eink- um við um pneumókokka og er hlutfall penisillín ónæmra pneu- mókokka víða orðið um 25- 30% (4,5). Þessi þróun er nú tekin mjög alvarlega og hafa stjórnvöld ákveðið að taka í taumana. A1 Gore varaforseti Bandaríkjanna sagði í ræðu í júní síðastliðnum: „It is time to train a health-care workforce that can respond to a changing world....It means undertaking a real education campaign to stop the misuse and overuse of antibiotics that have allowed diseases once controlled to escape our collective grasp.“ Centers for Disease Control and Prevention (CDC) í At- lanta og ýmis fagfélög í Banda- ríkjunum eru nú í þann mund að hefja herferð gegn ofnotkun sýklalyfja. Nokkuð hefur verið litið til reynslu okkar íslendinga í þessu samhengi, og er ánægju- legt að sjá að áherslur þeirra eru svipaðar okkar áherslum. Af þessu tilefni er við hæfi að ítreka enn frekar mikilvægi þess að draga úr ónauðsynlegri notkun sýklalyfja. Ofnotkun sýklalyfja er mest í meðferð á efri loft- vegasýkingum og því nauðsyn- legt að hafa í huga eftirtalin atriði. Efri loftvegasýkingar, bráð berkjubólga og sýklalyf Hálsbólga: Hálsbólga er lang- oftast af völdum veira og aðeins um 15-30% er vegna Strept- ococcus pyogenes. Ekki er hægt að greina á milli veiruhálsbólgu og bakteríuhálsbólgu með sjúkrasögu og skoðun og því nauðsynlegt að taka hálsræktun eða leita að mótefnavökum S. pyogenes (með skyndiprófi). Þeir sem eru með S. pyogenes ættu að fá penicillín (erýthró- mýcín ef penicillínofnæmi), en aðrir ekki. Aðrar bakteríuteg- undir valda mun sjaldnar háls- bólgum, en þær er aðeins hægt að greina með ræktunum (Arcanobacterium haemolyt- icum, Corynebacterium diph- theriae og hemólýtískir streptó- kokkar af flokki C eða G) Ótilteknar efri loftvegasýk- ingar, sinusitis, kvef: Kvef er að sjálfsögðu af völdum veira og ætti aldrei að meðhöndla með sýklalyfjum. Nefrennsli og hósti, sem ekki hefur lagast á 10-14 dögum, bendir til að um skútabólgu geti verið að ræða. Skútabólga lagast hins vegar oft án sýklalyfjameðferðar og því ætti að reyna að komast hjá notkun sýklalyfja nema í undan- tekningatilfellum. Purulent rhinitis (þykkur, ógagnsær eða litaður hor) er mjög oft samfara efri loftvegasýkingum og er einn og sér ekki ábending fyrir sýklalyfjum. Bráð miðeyrnabólga (acute otitis media): Sýklalyfjanotkun er mest hjá yngstu börnunum og langoftast er ástæða sýklalyfja- gjafar eyrnabólga. Eyrnabólgur eru líklega ofgreindar, auk þess sem stór hluti þeirra læknast af sjálfu sér. Hluta þeirra þarf þó að meðhöndla með sýklalyfj- um, en ekkert próf er til sem greinir þann hlutann frá hinum. Til að minnka notkunina þarf að minnka það magn sýklalyfja sem hvert barn fær með því að gefa sýklalyf aðeins í fimm daga við eyrnabólgu. í öðru lagi þyrfti að fækka þeim börnum sem fá sýklalyf. Ef óvíst er hvort barn með ótilgreinda efri loft- vegasýkingu er með eyrna- bólgu, ætti að útskýra það fyrir foreldrum og biðja þau að koma aftur með barnið fari einkenni versnandi eða ef þau lagast ekki á einum til tveimur sólarhring- um. í flestum tilvikum þurfa slík börn ekki á sýklalyfjum að halda. Bráð berkjubólga (acute bronchitis): Bráð berkjubólga er langoftast af völdum veira. Sýklalyf hafa ekki sýnt sig að bæta árangur meðferðar. Grænn uppgangur einn og sér er ekki ábending fyrir sýklalyfja- gjöf. Einkenni um bráða berkjubólgu hjá börnum benda yfirleitt til astma (asthma bronchiale) og eru því ekki ástæða til sýklalyfjameðferðar. HEIMILDIR 1. Kristinsson KG, Hjálmarsdóttir MA, Steingrímsson Ó. Increasing penicillin resistance in pneumococci in Iceland. Lancet 1992; 339:1 606-7. 2. Kristinsson KG. Faraldsfræöi penicil- lín ónæmra pneumókokka. Lækna- blaöiö 1996; 82: 9-19. 3. Arason VA, Kristinsson KG, Sigurds- son JA, Stefánsdóttir G, Mölstad S, Gudmundsson S. Do antimicrobials increase the carriage rate of penicillin resistant pneumococci in children? BMJ 1996; 313: 387-91. 4. Hofmann J, Cetron MS, Farley MM, Baughman WS, Facklam RR, Elliott JA, et al. The prevalence of drug-res- istant Streptococcus pneumoniae in At- lanta [see comments]. N Engl J Med 1995; 333: 481-6. 5. Duchin JS, Breiman RF, Diamond A, Lipman HB, Block SL, Hedrick JA, et al. High prevalence of multidrug-res- istant Strcptococcus pneumoniae am- ong children in a rural Kentucky com- munity. Pediatr Infect Dis J 1995; 19: 745-50.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.