Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 75
Enginn er eyland
Baráttan viö þunglyndi snertir alla - áhrifarík lyfjameðferð getur hjálpað.
Áról (Omega Farma, 950139). TÖFLUR; N 06 A G 02 R, B Hver tafla inniheldur: Moclobemidum INN 100 mg, 150 mg eða 300 mg. Eiginleikar: Móklóbemíð er geðdeyfðarlyf.
Verkun lyfsins byggist á því að það blokkar mónóamínoxídasa A (MAO-A), sérhæft og afturkræft. Þetta leiðirtil minnkaðra umbrota noradrenalíns, dópamíns og serótóníns.
Þar sem móklóbemíð blokkar MAO-A afturkræft eru ekki taldar líkur á blóðþrýstingshækkun vegna milliverkana við týramín. Aðgengi lyfsins við langtímanotkun er allt að 90%.
Blóðþéttni nær hámarki um 1 klst. eftir inntöku, dreifingarrúmmál er nálægt 1,2 l/kg og próteinbinding í plasma er u.þ.b. 50%. Helmingunartími í blóði er 1-2 klst. og lengist
lítillega með vaxandi skömmtum. Umbrot lyfsins eru háð skömmtum. Það oxast nær algerlega í óvirk umbrotsefni, sem skiljast út í nýrum. Ábendingar Geðdeyfð, aðallega
innlæg geðdeyfð. Erfið eða langvarandi útlæg geðdeyfð. Frábendingar: Bráð ruglun (confusio mentis). Ofstarfsemi skjaldkirtils. Pheochromocytoma. Samtímis notkun
selegilíns. Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum, en í dýratilraunum hefur aukin hætta
á fósturskemmdum ekki komið í Ijós. Lyfið útskilst í brjóstamjólk. í venjulegum skömmtum virðist hætta á áhrifum á barnið ólíkleg. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Svimi,
höfuðverkur, ógleði, niðurgangur og svefntruflanir. Sjaldgæfar (0,1-1%): Slappleiki, blóðþrýstingslækkun, bjúgur, breytingar á bragðskyni, lystarleysi, meltingartruflanir, munnþurrkur,
rugl og óróleiki. Milliverkanir Milliverkun við týramín hefur ekki klíníska þýðingu, en þó er mælt með því, að lyfið sé tekið inn eftir mat. Címetidín hægir á umbrotum lyfsins og
getur þurft að minnka móklóbemíð skammta við samtímis gjöf þessara lyfja. Móklóbemíð eykur áhrif íbúprófens og morfínlíkra lyfja og getur aukið áhrif adrenvirkra lyfja.
Hefja má meðferð með öðrum geðdeyfðarlyfjum (m.a. þríhringlaga lyfjum) strax þegar notkun móklóbemíðs hefur verið hætt og öfugt. Varúð: Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi
þarf að minnka skammta. Sjálfsmorðshneigð getur aukist í upphafi meðferðar. Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur byrjunarskammtur er 300 mg á dag, venjulega gefið í
tveimur til þremur skömmtum. Gera má ráð fyrir að full verkun fáist eftir 4-6 vikna meðferð. Þegar árangur kemur í Ijós má minnka skammtinn. Hámarksdagskammtur er 600 mg á
dag. Taka skal lyfið inn eftir máltíð. Sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi skal gefa minni skammta. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.
Pakkningar og verð: Töflur 100 mg: 30 stk. 1.904 kr.; 100 stk. 5.289 kr. Töflur 150 mg: 30 stk. 2.409 kr.; 100 stk. 7.170 kr. Töflur 300 mg: 30 stk. 4.051 kr.; 100 stk. 12.283 kr.
ÁRÓL
(móklóbemfð)
- nýtt og áhrifaríkt íslenskt geðlyf
O
Omega Farma