Læknablaðið - 15.10.1997, Page 12
636
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
var það í höndum sama læknis allt tímabilið
(JS). Allar upplýsingar voru fengnar úr sjúkra-
skrám öldrunarlækningadeildarinnar. Fengnar
voru upplýsingar um þá sem voru látnir hinn 1.
desember 1996 og var því tími frá innritun eitt
til 11 ár eða að meðaltali sex ár. Meðaltími frá
upphafi sjúkdóms var 4,1 ár (1-10 ár). Upplýs-
ingar um upphaf sjúkdóms voru fengnar frá
aðstandendum. Upphaf sjúkdóms af þessu tagi
er ætíð háð talsverðri óvissu, því byrjunin er
hæg og misjafnt hversu vel aðstandendur taka
eftir breytingunum. Þessa aðferð hafa margir
rannsakendur notað (12-15), en einnig hefur
verið miðað við tíma frá greiningu sjúkdóms
(16-19). Tíminn frá upphafi einkenna til grein-
ingar sjúkdómsins er afar misjafn. Reiknaðar
voru út beinar dánarlíkur (crude survival) og
var notast við aðferð Kaplan Meiers (20). At-
hugað var einnig hverjar dánarlíkur voru mið-
að við sambærilega hópa í íslensku þjóðfélagi
með tilliti til fæðingarárs, kyns og aldurs
(relative survival). Notast var við lifunarforrit
frá Tölvinnustofu og Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands.
Niðurstöður
Af 167 sjúklingum sem fengið höfðu ein-
hverja af þeim þremur greiningum sem hér er
fjallað um höfðu 97 (58,1%) látist 1. desember
1996. Á myndum 1-3 má sjá lifunarkúrfur þess-
ara einstaklinga samkvæmt aðferð Kaplan-
Meiers, flokkaða eftir sjúkdómaflokkunum
290,0, 290,1,290,4 samkvæmt ICD-9. í töflu II
má sjá lífshorfur þeirra miðað við lífshorfur
jafnaldra íslendinga. í töflu III má sjá að fyrstu
árin er lítill munur milli sjúklinga og viðmiðun-
arhóps en síðan dregur í sundur og eftir níu ár
(konur) og átta ár (karlar) er munurinn orðinn
tölfræðilega marktækur (p<0,05).
Umræöa
Ýmsar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa
sýnt að klínísk greining á heilabilun hefur veru-
leg áhrif til styttingar lífshorfa og má nefna
rannsókn Molsa í Finnlandi (12) sem fann að
sex ára lifun Alzheimers sjúklinga var 21,2%
miðað við væntingar um 48,5% miðað við
sama aldur. Samsvarandi tala fyrir sjúklinga
með blóðrásartruflanir var 11,9% eftir sex ár
miðað við 45,2% væntanlega lifun. Katzman
og samstarfsmenn (17) gerðu faraldsfræðilega
rannsókn á heilabilun í Shanghai í Kína og
endurtóku athugunina fimm árum síðar. Þeir
Fig. 1. Survival of patients with SDAT (290.0).
Fig. 2. Survival of patients with PDAT (290.1).
Cumulative survival
Fig. 3. Survival of patients with MID (290.4).