Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 74

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 74
690 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 íðorðasafn lækna 93 Spegill eða sjá í síðasta pistli hófst umræða um læknisfræðileg skoðunar- áhöld og tæki sem á fræðimálinu nefnast scope. Við leit í íðorða- safni lækna kom í ljós að ís- lensku heitin enda flest á -sjá eða -spegill. Undirritaður lýsti þvf sem skoðun sinni að sjá væri í flestum tilvikum besti kostur- inn sem íslenskt heiti á scope. Augljóst er þó að það leysir ekki öll vandamál og að ýmsar und- antekningar verður að gera. Stethoscope getur til dæmis tæp- ast heitið brjóstsjá. Þá má nefna að heitið sjá, sem nú virðist duga vel um tiltekin áhöld í réttu samhengi, er mjög al- mennt heiti og getur orðið alveg ófullnægjandi þegar fram koma ný tæki eða nýjar aðferðir. Magasjá og holsjá eru lipur heiti, miklu þægilegri en maga- speglunartæki og innspeglunar- tæki, en það er ókostur að í þeim felast engar upplýsingar um tæknina eða aðferðina sem beitt er. Heitið Ijósþráðamaga- holsjá (fiberoptic gastroen- doscope) gefur meiri upplýsing- ar, en er svo langt og stirðlegt að það verður vafalítið aldrei not- að í daglegu tali lækna, hvorki innbyrðis né við sjúklinga. Þá er enn eftir að finna heiti á miniscope. Því miður er heitið smásjá þegar frátekið til að nota um microscope, ljóssmásjána, en hefði annars verið alveg rök- rétt. Heitið smásjá gefur reynd- ar engar upplýsingar um aðferð- ina eða tæknina sem beitt er og gæti þess vegna átt vel við um ýmis önnur smá tæki eða smá- skoðunartæki. Forskeytið micro- er nú gjarnan notað um það sem örsmátt er og því gæti það líka verið alveg rökrétt að nefna smásjána örsjá. Það heiti er hins vegar einnig frátekið og notað um aðra tegund af smá- sjá, rafeindasmásjána. Þrátt fyrir langa umhugsun og miklar vangaveltur kemur undirrituð- um ekkert betra í hug en að miniscope verði nefnt smáholsjá á íslensku. Síðan má nefna að- gerðina, miniscopia, smáskoð- un eða smáspeglun. Speglun eða hvað? Notkun tækjanna við læknis- fræðilega rannsókn er yfirleitt nefnd scopia á latneska fræði- málinu og -scopy á ensku og langalgengasta íslenska heitið á slíkri aðgerð er speglun. Einnig koma fyrir heiti sem enda á •glcnning (rhinoscopia anteri- or), -greining (spectrophotom- etry), -hlustun (cephaloscopy), -lýsing (diaphanoscopy), -myndataka (photo fluoro- scopy), -rannsókn (microscopy) -skoðun (urinoscopy), -skyggn- ing (fluoroscopy) og -sýn (phan- tasmoscopia). Loks er viðliður- inn -scopy sérstakt uppflettiorð í íðorðasafninu og fær skýringu: Merkir athugun, tœki, en ekki íslenska þýðingu á þeim stað í safninu. Við Ásgeir Theódórs höfum oft rætt um heitið scopia og sjaldnast verið sammála. Eg hef haldið fram íslenska heitinu speglun vegna þess hversu lipurt það er og útbreitt hjá almenn- ingi og í sjálfu sér vel skiljanlegt. Hann hefur mótmælt, fyrst og fremst á þeim grundvelli að ekki sé lengur um neina spegla að ræða í holskoðunartækjum. í síðasta mánuði náðum við þó samkomulagi um íslensku heit- in speglun og holspeglun í stað erlendu heitanna scopia og en- doscopia. Þau verði notuð þar til önnur betri fáist. Öðrum mótmælendum til hugarhægðar má nefna að Orðsifjabókin telur að íslenska orðið spegill sé töku- orð úr miðlágþýsku, þangað komið úr miðaldalatínu, en upphaflega frá latnesku sögn- inni specio, ég sé, ég skoða. Latneska heitið speculum er af sama uppruna. Það skoðunar- áhald nefnir íðorðasafn lækna einfaldlega spegil, en læknis- fræðiorðabók Stedmans gefur þessa skýringu: Áhald til þess að stœkka op á gangi eða holi til þess að auðvelda innri skoðun á því. Loks má nefna sögnina að spcgla, sem þægilegt er að nota um það að skoða líkams- eða líffærahol með þessum tækjum, á sama hátt og sögnin að óma er nú oft notuð um það að skoða innri líffæri með ómtækjum. Philtrum Þorkell Jóhannesson, pró- fessor, sendi kveðju snemma á þessu ári og vildi koma á fram- færi heitinu miðsnesisgróf í stað heitisins efrivararrenna sem notað er í líffærafræðiheitunum unt philtrum, lóðrétta dæld í efri vör beint undir miðju nefi. Efrivararrenna er að sönnu stirðlegt heiti og hefur ekki verið endurskoðað frá því að líf- færaheiti Jóns Steffensen voru gefin út árið 1956, en heiti Þor- kels er einnig nokkuð erfitt. Til einföldunar leggur undirritaður því til að íslenska heitið verði miðnefsgróf. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.