Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1997, Side 76

Læknablaðið - 15.10.1997, Side 76
692 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Lyfjamál 59 Frá heilbrigðis- og tryggingamáia- ráðuneytinu og iandlækni Lyfjaval Bókin Lyfjaval kom út í júní síðastliðnum. Hún er afrakstur af samstarfsverkefni Félags ís- lenskra heimilislækna (FÍH), Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, landlæknisem- bættisins og Tryggingastofnun- ar ríkisins (TR). Verkefnið var unnið í starfshópum lækna vet- urinn 1996-97 og komu yfir 90 manns að því. Það verður að teljast góð þátttaka, vinnu- brögð voru fagleg, árangur góð- ur og samstarfið farsælt. Nú í vetur er ætlunin að halda verkinu áfram. Á fræðslufund- um FIH verður fjallað um ein- staka kafla bókarinnar og þeir teknir til endurskoðunar. En einnig verður unnið að nýjum verkefnum. Sigurður Helgason heilsugæslulæknir skrifaði grein í fréttabréf FÍH í ágúst (4. tbl.) þar sem hann getur ríflega 30 nýrra verkefna sem vert væri að huga að. Læknar eru eindregið hvattir til að sýna áhuga sinn í verki og skrá sig til þátttöku í vinnuhópum. Það má gera með því að hafa samband við Sigurð eða Ólöfu í TR (sími: 560 4494). Hugmyndin um samræmdar vinnureglur og lyfjaval er hvar- vetna að ryðja sér til rúms. Sjúkrahúsin hafa útbúið lyfja- lista og sérfræðingar eru hvattir til að koma sér saman um lyfja- val. Áhyggjur yfirvalda vegna sífellt aukins lyfjakostnaðar verða til þess að aðhald er hert. Þetta er að gerast um allan heim. Lyfjaiðnaðurinn dregur síst úr áherslu á markaðssetn- ingu. Læknar þurfa því að taka höndum saman og standa vörð um faglega þekkingu til að geta veitt bestu, en jafnframt hag- kvæmustu meðferð hverju sinni. Rannsóknir hafa sýnt að lyfjalistar sem heimilislæknar vinna í samvinnu við aðra sér- fræðinga hafa reynst vel til að ná þessu markmiði. Lyfjaval var sent öllum heilsugæslulæknum og sjálfstætt starfandi heimilislæknum á landinu auk annarra sérfræð- inga sem tóku þátt í verkefninu. Einnig hafa verið send eintök í allar lyfjabúðir. Bókina má nálgast hjá TR. Sérlyfjaskrá 1997 Skráin kom út í apríl síðast- liðnum. Bókasala stúdenta hef- ur tekið að sér dreifingu bókar- innar og fæst hún í versluninni og er einnig send í póstkröfu. Hætt hefur verið við útgáfu við- auka Sérlyfjaskrár. Lyfjanefnd ríkisins gefur nú út fréttabréf sem kynnir allar nýskráningar, afskráningar og aðrar breyting- ar sem verða á Sérlyfjaskrá fram til næstu útgáfu. 1. tbl. 1. árg. kom út í júlí síðastliðnum og hið næsta er væntanlegt í október. Tekið er við áskriftum að frétta- bréfinu hjá Lyfjanefnd ríkisins í síma 561 2111 eða á netfangi: rannveig@skyrr.is Áskriftargjald er 1.200 kr. á ári. Notkun Iyfja á íslandi Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið gefur nú í októ- ber út ritið Notkun lyfja á ís- landi 1990-1996 sem inniheldur yfirlitstöflur, línu- og súlurit um lyfjanotkun bæði í magni dag- skammta og verðmæti. Tölurn- ar eru birtar niður á þriðja stig í ATC flokkunarkerfinu. Einnig kemur fram fróðlegur saman- burður við Norðurlönd á árinu 1995.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.