Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 76

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 76
692 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Lyfjamál 59 Frá heilbrigðis- og tryggingamáia- ráðuneytinu og iandlækni Lyfjaval Bókin Lyfjaval kom út í júní síðastliðnum. Hún er afrakstur af samstarfsverkefni Félags ís- lenskra heimilislækna (FÍH), Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, landlæknisem- bættisins og Tryggingastofnun- ar ríkisins (TR). Verkefnið var unnið í starfshópum lækna vet- urinn 1996-97 og komu yfir 90 manns að því. Það verður að teljast góð þátttaka, vinnu- brögð voru fagleg, árangur góð- ur og samstarfið farsælt. Nú í vetur er ætlunin að halda verkinu áfram. Á fræðslufund- um FIH verður fjallað um ein- staka kafla bókarinnar og þeir teknir til endurskoðunar. En einnig verður unnið að nýjum verkefnum. Sigurður Helgason heilsugæslulæknir skrifaði grein í fréttabréf FÍH í ágúst (4. tbl.) þar sem hann getur ríflega 30 nýrra verkefna sem vert væri að huga að. Læknar eru eindregið hvattir til að sýna áhuga sinn í verki og skrá sig til þátttöku í vinnuhópum. Það má gera með því að hafa samband við Sigurð eða Ólöfu í TR (sími: 560 4494). Hugmyndin um samræmdar vinnureglur og lyfjaval er hvar- vetna að ryðja sér til rúms. Sjúkrahúsin hafa útbúið lyfja- lista og sérfræðingar eru hvattir til að koma sér saman um lyfja- val. Áhyggjur yfirvalda vegna sífellt aukins lyfjakostnaðar verða til þess að aðhald er hert. Þetta er að gerast um allan heim. Lyfjaiðnaðurinn dregur síst úr áherslu á markaðssetn- ingu. Læknar þurfa því að taka höndum saman og standa vörð um faglega þekkingu til að geta veitt bestu, en jafnframt hag- kvæmustu meðferð hverju sinni. Rannsóknir hafa sýnt að lyfjalistar sem heimilislæknar vinna í samvinnu við aðra sér- fræðinga hafa reynst vel til að ná þessu markmiði. Lyfjaval var sent öllum heilsugæslulæknum og sjálfstætt starfandi heimilislæknum á landinu auk annarra sérfræð- inga sem tóku þátt í verkefninu. Einnig hafa verið send eintök í allar lyfjabúðir. Bókina má nálgast hjá TR. Sérlyfjaskrá 1997 Skráin kom út í apríl síðast- liðnum. Bókasala stúdenta hef- ur tekið að sér dreifingu bókar- innar og fæst hún í versluninni og er einnig send í póstkröfu. Hætt hefur verið við útgáfu við- auka Sérlyfjaskrár. Lyfjanefnd ríkisins gefur nú út fréttabréf sem kynnir allar nýskráningar, afskráningar og aðrar breyting- ar sem verða á Sérlyfjaskrá fram til næstu útgáfu. 1. tbl. 1. árg. kom út í júlí síðastliðnum og hið næsta er væntanlegt í október. Tekið er við áskriftum að frétta- bréfinu hjá Lyfjanefnd ríkisins í síma 561 2111 eða á netfangi: rannveig@skyrr.is Áskriftargjald er 1.200 kr. á ári. Notkun Iyfja á íslandi Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið gefur nú í októ- ber út ritið Notkun lyfja á ís- landi 1990-1996 sem inniheldur yfirlitstöflur, línu- og súlurit um lyfjanotkun bæði í magni dag- skammta og verðmæti. Tölurn- ar eru birtar niður á þriðja stig í ATC flokkunarkerfinu. Einnig kemur fram fróðlegur saman- burður við Norðurlönd á árinu 1995.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.