Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 12

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 12
100 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 dreifingin veruleg og alls neyttu 47 konur (14%) undir 800 mg á dag af kalki. Engin marktæk fylgni fannst milli kalkneyslu og beinmagns í hópnum í heild eða í einstökum aldurshópum. Þegar litið var sérstaklega á 18 ára hópinn sem neytti undir 1000 mg af kalki á dag fannst hins vegar marktæk fylgni milli kalk- og beinmagns í mjöðm (21 kona), r=0,50, p=0,02 (mynd 1) og svipað varðandi heildar- beinþéttni í þessum aldurshópi, r=0,42, p=0,051. Þegar heildarhópnum var skipt í þrennt eftir kalkinntöku, var ekki marktækur munur á heildarbeinmagni þessara hópa, 1,019, 1,025 og 1,032 g/cm2 að meðaltali (p>0,2). Prótínneysla: Meðalneysla hópanna var á bilinu 82-94 g á dag. Engin fylgni fannst milli prótínneyslu og beinmagns né heldur milli kalk-/ prótínhlutfalls og beinmagns. Vítamín D: Tafla II sýnir meðalneyslu D- vítamíns, sem var allsvipuð í öllum aldurshóp- unum (p>0,l). Rúmlega helmingur þátttakenda tók inn lýsi eða fjölvítamín. I töflu II sést einn- ig meðalgildi 25-OH-D í blóði þátttakenda. Þar ber að athuga að 16-20 ára hópurinn kom í mælingu á tímabilinu febrúar til apríl en 25 ára hópurinn í október og nóvember. Mynd 2 sýnir samanburð á D-vítamínneyslu og 25-OH-D þéttni í blóði í aldurshópnum 16-20 ára og reyndist fylgnistuðullinn aðeins r=0,25, p<0,01 eða R:=0,06. í 25 ára aldurs- hópnum var fylgni svipuð, r=0,20, p<0,05. Fjörutíu og sex 16-20 ára hópnum (18,5%) (hópar A og D á mynd 2) og 13 í 25 ára hópn- um (15%) höfðu 25-OH-D gildi í blóði neðan við 25 nmól/L. Á mynd 2 sést að flestir þátt- takenda (hópur C á myndinni), sem neyttu yfir 10 pg af D-vítamíni á dag, höfðu 25-OH-D gildi ofan við 25 nmól/L, en fáeinar (hópur D) voru þó neðan þeirra marka. í einþátta og fjölþátta samanburði á 25-OH- D og D-vítamín inntöku við beinmagn fannst engin marktæk fylgni í heildarhópnum eða ein- stökum aldurshópum, nema milli beinmagns í framhandlegg og 25-OH-D í 16 ára hópnum, r=0,30, p<0,05. Samanburður á hópnum með 25-OH-D undir 25 nmól/L (n=59) og hópnum með meira en 60 nmól/L (n=80) sýndi heldur engan marktækan mun. Sá hópur (20 og 25 ára) sem. hafði farið í ljósaböð á síðustu þremur mánuðum, samkvæmt spurningakveri, hafði 42-55% hærra 25-OH-D gildi í blóði en hinn hluti hópsins (p<0,05). Hámarksbeinmagn: Hámarkslíkamshæð virðist náð fyrir eða um 18 ára aldur. Tafla III sýnir hins vegar beinmagnið eftir aldri og virðist hámarksheildarbeinmagni (peak total bone mass) náð í 20 ára aldurshópnum. Niðurstaðan var þó mismunandi eftir beinum. Þannig virðist hámarkinu náð við 20 ára aldur í mjöðm og framhandlegg en í lendhrygg, sem endurspeglar meira frauðbein, var beinmagnið í 25 ára aldurshópnum um 1% hærra, sem þó var ekki tölfræðilega marktækt. Hins vegar var beinmagnið í mjöðm og lærleggshálsi um 3% lægra (p<0,05) í 25 ára hópnuin en í 20 ára hópnum. Tími frá upphafi tíða: Marktæk fylgni (r=0,30, p<0,01) var milli tímalengdar frá upphafi tíða og beinmagns. Þessi fylgni var mest í 16 ára aldurshópnum og reyndist enn marktæk í 20 ára aldurshópnum en engin í 25 ára hópnum. Reykingar: Reykingar voru algengastar í 18 ára hópnum (45%). Þær stúlkur höfðu reykt að meðaltali 0,7 pakkaár og í þeim hópi var mark- tæk neikvæð fylgni milli reykinga og heildar- beinmagns, r=-0,38, p<0,01. í fjölþátta- greiningu þar sem tekið var mið af líkams- þyngd og fleiru komu reykingar enn út sem marktæk breyta í 18 ára hópnum, p<0,05. I öðrum aldurshópum, þar með talið 25 ára hópnum þar sem 36% stúlknanna reyktu, var ekki marktæk fylgni reykinga við beinmagnið. í hópi 16 ára reyktu 15,3% og í 20 ára hópnum 34,4%. Getnaðarvarnarpillan: Enginn marktækur munur fannst á beinmagni þess hóps sem notað hafði getnaðarvarnarpillu í samanburði við hinar. í 25 ára aldurshópnum notuðu 45% getn- aðarvarnarpillu og höfðu gert að meðaltali í fimm ár. í hópi 16 ára var þetta hlutfall 8,4%, meðal 18 ára 35,9% og 68,9% meðal tvítugra. Af 25 ára konunum voru 37% mæður og meðalbeinmagn þeirra hið sama og hinna. Líkamsþyngd, mjúkvefja- og fitumagn: Tafla II sýnir að líkamsþyngd fór vaxandi upp að 20 ára aldrinum og jafnframt jókst fitumagnið sem hluti af líkamsþyngd úr 30 í 35%. Magn mjúkvefja sem hluti líkamsþyngdar var mest í 16 ára hópnum (65%), en um 60% í 20 og 25 ára hópunum. í einföldum samanburði þessara þátta við beinmagnið (tafla IV) fannst marktæk fylgni við alla þættina í aldurshópnum 16-20 ára og við þyngd og mjúkvefjamagn í 25 ára hópnum. Fylgnin var hins vegar sterkust við mjúkvefjamagnið, r=0,38-0,53, p<0,01. Mark-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.