Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1998, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.02.1998, Qupperneq 12
100 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 dreifingin veruleg og alls neyttu 47 konur (14%) undir 800 mg á dag af kalki. Engin marktæk fylgni fannst milli kalkneyslu og beinmagns í hópnum í heild eða í einstökum aldurshópum. Þegar litið var sérstaklega á 18 ára hópinn sem neytti undir 1000 mg af kalki á dag fannst hins vegar marktæk fylgni milli kalk- og beinmagns í mjöðm (21 kona), r=0,50, p=0,02 (mynd 1) og svipað varðandi heildar- beinþéttni í þessum aldurshópi, r=0,42, p=0,051. Þegar heildarhópnum var skipt í þrennt eftir kalkinntöku, var ekki marktækur munur á heildarbeinmagni þessara hópa, 1,019, 1,025 og 1,032 g/cm2 að meðaltali (p>0,2). Prótínneysla: Meðalneysla hópanna var á bilinu 82-94 g á dag. Engin fylgni fannst milli prótínneyslu og beinmagns né heldur milli kalk-/ prótínhlutfalls og beinmagns. Vítamín D: Tafla II sýnir meðalneyslu D- vítamíns, sem var allsvipuð í öllum aldurshóp- unum (p>0,l). Rúmlega helmingur þátttakenda tók inn lýsi eða fjölvítamín. I töflu II sést einn- ig meðalgildi 25-OH-D í blóði þátttakenda. Þar ber að athuga að 16-20 ára hópurinn kom í mælingu á tímabilinu febrúar til apríl en 25 ára hópurinn í október og nóvember. Mynd 2 sýnir samanburð á D-vítamínneyslu og 25-OH-D þéttni í blóði í aldurshópnum 16-20 ára og reyndist fylgnistuðullinn aðeins r=0,25, p<0,01 eða R:=0,06. í 25 ára aldurs- hópnum var fylgni svipuð, r=0,20, p<0,05. Fjörutíu og sex 16-20 ára hópnum (18,5%) (hópar A og D á mynd 2) og 13 í 25 ára hópn- um (15%) höfðu 25-OH-D gildi í blóði neðan við 25 nmól/L. Á mynd 2 sést að flestir þátt- takenda (hópur C á myndinni), sem neyttu yfir 10 pg af D-vítamíni á dag, höfðu 25-OH-D gildi ofan við 25 nmól/L, en fáeinar (hópur D) voru þó neðan þeirra marka. í einþátta og fjölþátta samanburði á 25-OH- D og D-vítamín inntöku við beinmagn fannst engin marktæk fylgni í heildarhópnum eða ein- stökum aldurshópum, nema milli beinmagns í framhandlegg og 25-OH-D í 16 ára hópnum, r=0,30, p<0,05. Samanburður á hópnum með 25-OH-D undir 25 nmól/L (n=59) og hópnum með meira en 60 nmól/L (n=80) sýndi heldur engan marktækan mun. Sá hópur (20 og 25 ára) sem. hafði farið í ljósaböð á síðustu þremur mánuðum, samkvæmt spurningakveri, hafði 42-55% hærra 25-OH-D gildi í blóði en hinn hluti hópsins (p<0,05). Hámarksbeinmagn: Hámarkslíkamshæð virðist náð fyrir eða um 18 ára aldur. Tafla III sýnir hins vegar beinmagnið eftir aldri og virðist hámarksheildarbeinmagni (peak total bone mass) náð í 20 ára aldurshópnum. Niðurstaðan var þó mismunandi eftir beinum. Þannig virðist hámarkinu náð við 20 ára aldur í mjöðm og framhandlegg en í lendhrygg, sem endurspeglar meira frauðbein, var beinmagnið í 25 ára aldurshópnum um 1% hærra, sem þó var ekki tölfræðilega marktækt. Hins vegar var beinmagnið í mjöðm og lærleggshálsi um 3% lægra (p<0,05) í 25 ára hópnuin en í 20 ára hópnum. Tími frá upphafi tíða: Marktæk fylgni (r=0,30, p<0,01) var milli tímalengdar frá upphafi tíða og beinmagns. Þessi fylgni var mest í 16 ára aldurshópnum og reyndist enn marktæk í 20 ára aldurshópnum en engin í 25 ára hópnum. Reykingar: Reykingar voru algengastar í 18 ára hópnum (45%). Þær stúlkur höfðu reykt að meðaltali 0,7 pakkaár og í þeim hópi var mark- tæk neikvæð fylgni milli reykinga og heildar- beinmagns, r=-0,38, p<0,01. í fjölþátta- greiningu þar sem tekið var mið af líkams- þyngd og fleiru komu reykingar enn út sem marktæk breyta í 18 ára hópnum, p<0,05. I öðrum aldurshópum, þar með talið 25 ára hópnum þar sem 36% stúlknanna reyktu, var ekki marktæk fylgni reykinga við beinmagnið. í hópi 16 ára reyktu 15,3% og í 20 ára hópnum 34,4%. Getnaðarvarnarpillan: Enginn marktækur munur fannst á beinmagni þess hóps sem notað hafði getnaðarvarnarpillu í samanburði við hinar. í 25 ára aldurshópnum notuðu 45% getn- aðarvarnarpillu og höfðu gert að meðaltali í fimm ár. í hópi 16 ára var þetta hlutfall 8,4%, meðal 18 ára 35,9% og 68,9% meðal tvítugra. Af 25 ára konunum voru 37% mæður og meðalbeinmagn þeirra hið sama og hinna. Líkamsþyngd, mjúkvefja- og fitumagn: Tafla II sýnir að líkamsþyngd fór vaxandi upp að 20 ára aldrinum og jafnframt jókst fitumagnið sem hluti af líkamsþyngd úr 30 í 35%. Magn mjúkvefja sem hluti líkamsþyngdar var mest í 16 ára hópnum (65%), en um 60% í 20 og 25 ára hópunum. í einföldum samanburði þessara þátta við beinmagnið (tafla IV) fannst marktæk fylgni við alla þættina í aldurshópnum 16-20 ára og við þyngd og mjúkvefjamagn í 25 ára hópnum. Fylgnin var hins vegar sterkust við mjúkvefjamagnið, r=0,38-0,53, p<0,01. Mark-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.