Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 31

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 119 Niðurstöður: Nýgengi á rannsóknartímabil- inu reyndist 0,2 á 100.000 íbúa á ári og 1,0 fyr- ir börn yngri en 15 ára. Helstu einkenni voru fyrirferð í kviðarholi (65%) og kviðverkir eða óværð (53%). Þvagfæramyndataka var gerð í 14 tilvikum og leiddi hún alltaf í ljós æxli í nýra. Við greiningu var einn sjúklingur á stigi I (6%), sex á stigi II (35%) og sjö á stigi III (41%). Tveir voru með meinvörp í lungum (stig IV) og einn með æxli í báðum nýrum (stig V) og er hann á lífi í dag. Nýrabrottnám var gert hjá öllum, en tveir létust í kjölfar aðgerðar (skurðdauði 12%). Af hinum 15 fengu 12 geislameðferð og 12 lyfjameðferð (níu fengu bæði geisla og lyf). Meingerð æxlanna var hefðbundin, en villivöxtur (anaplasia) sást í einu tilviki og sarkmeinsútlit í öðru. Fimm ára lifun þeirra átta sein greindust á árunum 1961-1976 var 25%, en lifun þeirra sem greindust 1977-1995 var 61% (p=0,13). í heild var fimm ára lifun 42%. Alyktun: Wilmsæxli eru sjaldgæf á íslandi, en engu að síður er nýgengi í hærri kantinum sé miðað við nágrannalönd. Flestir greinast með langt genginn sjúkdóm (stig II og III) en þrátt fyrir það er lækning möguleg, jafnvel þó fjar- meinvörp séu einnig til staðar (stig IV). A síð- ari hluta rannsóknartímabilsins var tilhneiging til bættra lífslíka, sennilega vegna breyttrar meðferðar. Inngangur Wilmsæxli (nephroblastoma) er illkynja nýrnaæxli sem oftast greinist hjá ungum börn- um en getur þó greinst hjá fullorðnum (1). Sjúkdómurinn er sjaldgæfur (2), en engu að síður algengasti illkynja æxlisvöxtur í þvagfær- um barna (3). Wilmsæxli er upprunnið í óþroskuðum fósturvef og getur vefjagerð verið margbreytileg. Tengsl hafa komið fram milli galla í litningi 11 og Wilmsæxlis (4) og getur sjúkdómurinn legið í fjölskyldum, en það er þó sjaldgæft (5). Án meðferðar er æxlið lífshættu- legt og flest barnanna deyja innan nokkurra ára frá greiningu (2,6). Síðustu þrjá áratugi hefur meðferð sjúkdómsins tekið miklum framför- um. Árangur skurðaðgerða og bætt gjörgæslu- meðferð eftir aðgerð hafa haft sitt að segja, en mestu skiptir tilkoma krabbameinslyfja og geislameðferð, sem hafa skilað sér í verulega bættum lífshorfum (2,7). í þessu sambandi mörkuðu tímamót niðurstöður rannsókna sem birtust frá tveimur hópum árið 1976. Annars vegar var um að ræða: National Wilms’ Tumor Study (NWTS) í Bandaríkjunum og hins vegar Société Internationale d’Oncologie Pédiatrique (SIOP) í Evrópu, þar sem áherslur voru lagðar á meðferð Wilmsæxlis með geislun og krabba- meinslyfjum (8-10). í dag má gera ráð fyrir að um og yfir 90% sjúklinga með Wilmsæxli séu á lífi fimm árurn eftir greiningu (2). Rannsóknir hafa ekki áður verið gerðar á Wilmsæxli á íslandi og því er ekki vitað hvern- ig sjúklingum hérlendis hefur reitt af. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi þessa æxlis hér á landi, greiningu og meðferð með sérstakri áherslu á lífshorfur sjúklinganna. Þess má geta að þessi rannsókn er hluti af rannsókn á sjúklingum með krabbamein í nýrum á ís- landi og hafa þegar birst greinar í Læknablað- inu um nýrnafrumukrabbamein (11,12) og um krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum í fullorðnum (13). Efniviður og aðferðir Samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameins- félags Islands greindust 17 einstaklingar með Wilmsæxli (ICD-9 nr. 189.0) á íslandi á tíma- bilinu frá l.janúar 1961 til 31. desember 1995, 15 börn og tveir fullorðnir. Af þessum 17 ein- staklingum voru sjö karlkyns og 10 kvenkyns. Ur sjúkraskrám voru skráðar upplýsingar um einkenni fyrir greiningu, niðurstöður mynd- rannsókna, meðferð og afdrif sjúklinganna. Öll vefjasýni voru endurskoðuð. Útbreiðsla sjúk- dómsins var síðan stiguð með NWTS- stigun- arkerfinu (tafla I) en það er notað víða erlendis og auðveldar samanburð á árangri meðferðar. Lífshorfur sjúklinganna voru reiknaðar með Kaplan-Meier aðferð (14). Um er að ræða hrá- ar tölur (crude/absolute probability of survival) og miðast útreikningar við 31. desember 1995. Sérstaklega voru athugaðar lífshorfur sjúklinga Table I. Staging, according to NWTS group, of 17 patients with Wilms’ tumor in Iceland in 1961-1995. Stage Number (%) i Tumor limited to kidney 1 (6) and completely excised ii Regional extension of tumor beyond kidney and completely excised 6 (35) iii Residual nonhematogenous tumor confined to abdomen 7 (41) IV Hematogenous metastases 2 (12) V Bilateral tumor 1 (6) 17 (100)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.