Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 81

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 81
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 165 Skriflegt samþykki sjúklings Með vísan í 7. gr. laga um réttindi sjúklinga hefur landlæknir lagt til að leitað verði skriflegs samþykkis sjúklinga fyrir skurðaðgerðum frá 1. janúar 1998 Fara hér á eftir tvö dreifibréf embættisins er málið varða, auk tillögu að eyðublaði til sam- þykkis sjúklings. Dreifibréf landlæknisem- bættisins nr. 15/1997 I dreifibréfi landlæknis- embættisins nr. 7/1996 kynnti landlæknir hugmyndir um að leitað yrði skriflegs samþykkis sjúklinga fyrir skurðaðgerðir. Með vísan í 7 gr. laga um rétt- indi sjúklinga eru það tilmæli landlæknis að þessi háttur verði tekinn upp frá 1. janúar 1998. 7 gr. laga um réttindi sjúk- linga hljóðar svo: Virða skal rétt sjúklings til að ákveða sjálfur hvort hann þiggur meðferð. Akvæði lögræðislaga gilda um samþykki fyrir með- ferð sjúklinga sem vegna greindarskorts, eða af öðrum ástæðum sem þau lög tilgreina, eru ófærir um að taka ákvörðun um meðferð. I þessum tilvikum skal þó hafa sjúkling með í ráðum eftir því sem kostur er. Enga meðferð má framkvæma án samþykkis sjúklings, sbr. 1. og 2. mgr., sbr. þó 9. gr. Sam- þykkið skal eftir því sem kostur er vera skriflegt, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar voru gefnar sjúklingi og að hann hafi skilið upplýsingarnar. Meðfylgjandi er afrit af dreifi- bréfi landlæknisembættisins nr. 7/1996. Annað atriði sem læknar eru beðnir um að hafa í huga: sé meðferð kostnaðarsöm er nauð- synlegt að sjúklingi sé gerð grein fyrir því áður en aðgerð er framkvæmd. Dreifibréf landlæknisem- bættisins nr. 7/1996 Landlæknir leggur til að skrif- legs samþykkis sjúklinga verði leitað fyrir skurðaðgerðum, svæfingum, deyfingum, sérstökum rannsóknum og öðrum aðgerðum þar sem um er að ræða inngrip í líkama sjúk- lings. Skriflegt samþykki er sameig- inleg ákvörðun læknis og sjúk- lings og byggir á gagnkvæmri virðingu. Meginmarkmiðið með að leita skriflegs samþykkis er að stuðla að því að sjúklingur fái sem gleggstar upplýsingar um sjúkdómsgreiningu, eðli og til- gang meðferðar, um væntanleg- an árangur hennar svo og mögu- lega fylkikvilla. Einnig hverjar líkur eru á að árangur náist, um aðra valkosti eða meðferðar- möguleika og horfur ef engri meðferð er beitt. Mikilvægt er að upplýsingarn- ar og miðlun þeirra taki mið af þeim einstaklingi sem undir aðgerðina/meðferðina á að gangast og þarf samþykkið að vera óþvingað og sjálfviljugt. Landlæknir leggur áherslu á að skriflegs samþykkis sé leitað við skurðaðgerðir og aðrar aðgerðir sem gerðar eru í svæfingu, mænudeyfingu eða leiðsludeyfingu. Einnig við ýmis stærri inngrip í staðdeyf- ingu eða eftir lyfjaforgjöf. Sem dæmi um aðgerðir sem ekki flokkast undir skurðað- gerðir, en mælst er til skriflegs samþykkis við, má nefna: * þræðing og blásning æða * snörun sepa í ristli, meðferð æðahnúta í vélinda * ástunga í líkamshol * rafvending við hjartsláttar- truflunum * raflækningar við þunglyndi. Skriflegs samþykkis skal ekki einvörðungu leitað við valað- gerðir heldur einnig við bráða- aðgerðir sé þess kostur. Landlæknir vill leggja áherslu á að sjúklingi sé gefinn nægur tími til að gera upp hug sinn ef um valaðgerð er að ræða. Því er æskilegt að samþykkis sé leitað t.d. á stofu læknis þegar aðgerð er ákveðin. Meðfylgjandi er tillaga að eyðublaði sem nota má þegar samþykkis af þessu tagi er leitað.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.