Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 165 Skriflegt samþykki sjúklings Með vísan í 7. gr. laga um réttindi sjúklinga hefur landlæknir lagt til að leitað verði skriflegs samþykkis sjúklinga fyrir skurðaðgerðum frá 1. janúar 1998 Fara hér á eftir tvö dreifibréf embættisins er málið varða, auk tillögu að eyðublaði til sam- þykkis sjúklings. Dreifibréf landlæknisem- bættisins nr. 15/1997 I dreifibréfi landlæknis- embættisins nr. 7/1996 kynnti landlæknir hugmyndir um að leitað yrði skriflegs samþykkis sjúklinga fyrir skurðaðgerðir. Með vísan í 7 gr. laga um rétt- indi sjúklinga eru það tilmæli landlæknis að þessi háttur verði tekinn upp frá 1. janúar 1998. 7 gr. laga um réttindi sjúk- linga hljóðar svo: Virða skal rétt sjúklings til að ákveða sjálfur hvort hann þiggur meðferð. Akvæði lögræðislaga gilda um samþykki fyrir með- ferð sjúklinga sem vegna greindarskorts, eða af öðrum ástæðum sem þau lög tilgreina, eru ófærir um að taka ákvörðun um meðferð. I þessum tilvikum skal þó hafa sjúkling með í ráðum eftir því sem kostur er. Enga meðferð má framkvæma án samþykkis sjúklings, sbr. 1. og 2. mgr., sbr. þó 9. gr. Sam- þykkið skal eftir því sem kostur er vera skriflegt, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar voru gefnar sjúklingi og að hann hafi skilið upplýsingarnar. Meðfylgjandi er afrit af dreifi- bréfi landlæknisembættisins nr. 7/1996. Annað atriði sem læknar eru beðnir um að hafa í huga: sé meðferð kostnaðarsöm er nauð- synlegt að sjúklingi sé gerð grein fyrir því áður en aðgerð er framkvæmd. Dreifibréf landlæknisem- bættisins nr. 7/1996 Landlæknir leggur til að skrif- legs samþykkis sjúklinga verði leitað fyrir skurðaðgerðum, svæfingum, deyfingum, sérstökum rannsóknum og öðrum aðgerðum þar sem um er að ræða inngrip í líkama sjúk- lings. Skriflegt samþykki er sameig- inleg ákvörðun læknis og sjúk- lings og byggir á gagnkvæmri virðingu. Meginmarkmiðið með að leita skriflegs samþykkis er að stuðla að því að sjúklingur fái sem gleggstar upplýsingar um sjúkdómsgreiningu, eðli og til- gang meðferðar, um væntanleg- an árangur hennar svo og mögu- lega fylkikvilla. Einnig hverjar líkur eru á að árangur náist, um aðra valkosti eða meðferðar- möguleika og horfur ef engri meðferð er beitt. Mikilvægt er að upplýsingarn- ar og miðlun þeirra taki mið af þeim einstaklingi sem undir aðgerðina/meðferðina á að gangast og þarf samþykkið að vera óþvingað og sjálfviljugt. Landlæknir leggur áherslu á að skriflegs samþykkis sé leitað við skurðaðgerðir og aðrar aðgerðir sem gerðar eru í svæfingu, mænudeyfingu eða leiðsludeyfingu. Einnig við ýmis stærri inngrip í staðdeyf- ingu eða eftir lyfjaforgjöf. Sem dæmi um aðgerðir sem ekki flokkast undir skurðað- gerðir, en mælst er til skriflegs samþykkis við, má nefna: * þræðing og blásning æða * snörun sepa í ristli, meðferð æðahnúta í vélinda * ástunga í líkamshol * rafvending við hjartsláttar- truflunum * raflækningar við þunglyndi. Skriflegs samþykkis skal ekki einvörðungu leitað við valað- gerðir heldur einnig við bráða- aðgerðir sé þess kostur. Landlæknir vill leggja áherslu á að sjúklingi sé gefinn nægur tími til að gera upp hug sinn ef um valaðgerð er að ræða. Því er æskilegt að samþykkis sé leitað t.d. á stofu læknis þegar aðgerð er ákveðin. Meðfylgjandi er tillaga að eyðublaði sem nota má þegar samþykkis af þessu tagi er leitað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.