Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 8

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 8
192 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 trúnaðartraust ríki á milli vísindamanna og þeirra sem leggja til upplýsingar og sýni til rannsókna. Við megum ekki í hita leiksins gleyma þeim grundvallarreglum og siðferði- legu gildum sem ríkt hafa um áratuga skeið og eru leikreglur vísindamanna út um allan heim. Þær hafa að leiðarljósi að: Tryggja rétt og vernd þjóðfélagsþegnanna og koma í veg fyrir að upplýsingar um þá verði misnotaðar eða notaðar í óþökk þeirra. Tryggja fagleg gæði þeirra rannsókna sem fram fara þannig að að komið verði í veg fyrir að rangar upplýsingar verði til um rannsóknar- hópinn í heild eða einstaklinga innan hans. Efla menntun vísindamanna og annars starfsfólks sem vinnur að rannsóknum. Stuðla að þvf að framfarir eigi sér stað í rannsóknum og meðferð sjúkdóma. Aðgang að upplýsingum um niðurstöður má ekki hindra. Tryggja óheftan aðgang einstaklinga og hópa að hlutlausum og faglegum ráðleggingum varðandi sjúkdóm þeirra, þýðingu rannsókn- anna og kosti og ókosti þess að taka þátt í þeim. Ekki má víkja frá þeirri meginreglu að ekki séu skráðar eða búnar til nýjar upplýsingar um einstaklinga án þeirra vitundar. Því er mikil- vægt að allir sem taka þátt í rannsóknum gefi til þess skriflegt „upplýst“ samþykki. Hug- myndir um að gera forkannanir með því að rekja saman ættir einstaklinga með ákveðna sjúkdóma án þeirra vitundar eða leyfis stangast á við grundvallarhugmyndir stjórnarskrárinnar um persónufrelsi og friðhelgi. Ekki er hægt að jafna þessu við faraldsfræðirannsóknir þar sem í þeim verða ekki til nýjar upplýsingar um ein- staklinginn heldur er einungis verið að vinna úr skráðum gögnum sem viðkomandi sjúklingar eiga að vita um. Í fjölskyldu- og erfðarannsóknum verða hinsvegar til nýjar upplýsingar í höndum utan- aðkomandi aðila, sem óvíst er að viðkomandi sjúklingur kæri sig um að séu skrásettar. Því mega læknar ekki falla í þá gryfju að kanna ættartengsl sjúklinga sinna innbyrðis nema samþykki liggi fyrir. í flestum tilfellum ætti slíkt leyfi að vera auðsótt ef forsendur eru nægilega góðar. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er alltaf beint samband á milli fjöl- skyldutilhneigingar og erfðagalla. Það skiptir ekki máli hvaða eiginleiki er tekinn til rann- sóknar á Islandi, alltaf munu finnast ættar- tengsl á milli einstaklinga í rannsókninni. Því er auðvelt að láta blekkjast af ættartrjám einum saman. Tökum sem dæmi að væru læknar vald-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.