Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 8

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 8
192 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 trúnaðartraust ríki á milli vísindamanna og þeirra sem leggja til upplýsingar og sýni til rannsókna. Við megum ekki í hita leiksins gleyma þeim grundvallarreglum og siðferði- legu gildum sem ríkt hafa um áratuga skeið og eru leikreglur vísindamanna út um allan heim. Þær hafa að leiðarljósi að: Tryggja rétt og vernd þjóðfélagsþegnanna og koma í veg fyrir að upplýsingar um þá verði misnotaðar eða notaðar í óþökk þeirra. Tryggja fagleg gæði þeirra rannsókna sem fram fara þannig að að komið verði í veg fyrir að rangar upplýsingar verði til um rannsóknar- hópinn í heild eða einstaklinga innan hans. Efla menntun vísindamanna og annars starfsfólks sem vinnur að rannsóknum. Stuðla að þvf að framfarir eigi sér stað í rannsóknum og meðferð sjúkdóma. Aðgang að upplýsingum um niðurstöður má ekki hindra. Tryggja óheftan aðgang einstaklinga og hópa að hlutlausum og faglegum ráðleggingum varðandi sjúkdóm þeirra, þýðingu rannsókn- anna og kosti og ókosti þess að taka þátt í þeim. Ekki má víkja frá þeirri meginreglu að ekki séu skráðar eða búnar til nýjar upplýsingar um einstaklinga án þeirra vitundar. Því er mikil- vægt að allir sem taka þátt í rannsóknum gefi til þess skriflegt „upplýst“ samþykki. Hug- myndir um að gera forkannanir með því að rekja saman ættir einstaklinga með ákveðna sjúkdóma án þeirra vitundar eða leyfis stangast á við grundvallarhugmyndir stjórnarskrárinnar um persónufrelsi og friðhelgi. Ekki er hægt að jafna þessu við faraldsfræðirannsóknir þar sem í þeim verða ekki til nýjar upplýsingar um ein- staklinginn heldur er einungis verið að vinna úr skráðum gögnum sem viðkomandi sjúklingar eiga að vita um. Í fjölskyldu- og erfðarannsóknum verða hinsvegar til nýjar upplýsingar í höndum utan- aðkomandi aðila, sem óvíst er að viðkomandi sjúklingur kæri sig um að séu skrásettar. Því mega læknar ekki falla í þá gryfju að kanna ættartengsl sjúklinga sinna innbyrðis nema samþykki liggi fyrir. í flestum tilfellum ætti slíkt leyfi að vera auðsótt ef forsendur eru nægilega góðar. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er alltaf beint samband á milli fjöl- skyldutilhneigingar og erfðagalla. Það skiptir ekki máli hvaða eiginleiki er tekinn til rann- sóknar á Islandi, alltaf munu finnast ættar- tengsl á milli einstaklinga í rannsókninni. Því er auðvelt að láta blekkjast af ættartrjám einum saman. Tökum sem dæmi að væru læknar vald-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.