Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 42

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 42
220 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Mynd 1. Mœling á þrýstingi í þvagblöðru (efsta kúrfa) og í kviðarholi (neðsta kúrfa). Við þvaglát eykst samdráttur þvag- blöðruvöðvans (miðkúrfa) einungis upp í 10-15 cmH20 (eðli- legt 35—45 cmH20). ur lék á truflun á taugastjórnun blöðrunnar var framkvæmd segulómrannsókn af neðri hluta brjóst-, lendar- og spjaldhluta hryggjar. Rann- sóknin leiddi í ljós fituæxli 3-4 cm í þvermál í spjaidhluta mænuganga (myndir 2 og 3). I samráði við heila- og taugaskurðlækni (LGS) var ákveðið að meðhöndla sjúklinginn konservatívt. Honum var kennt að tæma þvag- blöðruna reglulega (fimm sinnum á dag) með sérstökum þvaglegg (LoFric). Gert var við kviðslit báðum megin. Tveimur árum síðar mátti ekki merkja að einkenni hefðu versnað og sjúklingurinn tæmir þvagblöðruna með þvag- legg tvisvar á dag. Mynd 2. Segulómun af spjaldhluta mœnu- ganga. Umræða Við eðlileg þvaglát (micturition) berast taugaboð frá þvagblöðru til þvagstjómunar- stöðvar í mænu (micturition center) (1). Stað- setning hennar er í öðmm, þriðja og fjórða spjaldhluta (S2.4) mænu og í hæð við brjóst- hryggjarliði 11-12 (Th (|_j2) (mynd 4) (2). Yfir- stjómstöðvar þvagláta eru staðsettar í heila- stofni (pons) og heilaberki (cerebral cortex) (mynd 4). Við þvaglát berast boð frá mænu til þvagblöðruvöðvans og til ytri hringvöðva (external urethral sphincter). Boð um samdrátt þvagblöðruvöðvans berast gegnum para- sympatíska (parasympathetic) ósjálfráða tauga- kerfið og samtímis berast boð um slökun ytri hringvöðva gegnum skapataug (nervus puden- dus) (3,4). Auk taugastjórnunar ytri hringvöðva þvagrásar gefur skapataug frá sér grein til hringvöðva endaþarms. Báðir þessir hring- vöðvar lúta viljastjórn. Mynd 3. Fituœxli 3—4 cm í þvermál í mœnugöngum. Mynd 4. Yfirlitsmynd yfir taugastjómun þvagláta.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.