Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 73

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 73
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 249 Samráð landlæknis í Læknablaðinu í febrúar síð- astliðnum birtist pistill frá land- læknisembættinu um greiningu og meðferð hryggvandamála með taugarótareinkennum, sem stílaður var sérstaklega til heimilis- og heilsugæslulækna. í þessum pistli, sem sagður er eiga uppruna sinn á samráðsfundi sjö sérgreinalækna á vegum land- læknis, eru heimilislæknum lagðar línurnar um hvernig þeir eigi að greina og meðhöndla of- angreint vandamál. Það er æði margt sem ég hef við þennan pistil að athuga. Hér er um að ræða nokkurs konar verklags- reglur (guidelines), sem ákveðn- ar voru á samráðsfundi nokkurra sérgreinalækna með landlækni eins og fram kemur neðanmáls í pistlinum. Samráðið er á þann veg að heimilislæknar koma þar hvergi nærri. Heimilislæknar hafa ítrekað í mörg ár bent landlækni á að þeir séu óhressir með að hann boði til samráðsfunda og stofni samráðs- nefndir sem fjalla um starf heim- ilislækna, án þess að heimilis- læknar komi þar nálægt. I hvert skipti sem landlækni hefur verið bent á þetta hefur hann haft góð orð um að gera betur næst, en svo virðist í raun vera að land- lækni sé fyrirmunað að skilja þessa umkvörtun heimilislækna eða þá að hann líti á okkur sem undirmálsfólk í hópi lækna, sem ekkert vitrænt hafi fram að færa og því þeim mun mikilvægara að fræða okkur með góðu eða illu. Landlækni á þó að vera ljóst að Félag íslenskra heimilislækna hefur unnið markvisst gæðastarf á mörgum sviðum á annan ára- tug, enda slíkt verið rækilega kynnt fyrir honum og öðrum. Undirritaður hefur verið svo heppinn að fá að vinna að mörg- um þessara mála fyrir heimilis- lækna. Meðal annars hef ég unn- ið í samevrópskum vinnuhópi heimilislækna (EQuiP) í tæp sjö ár. Þar hefur verið fjallað mikið um verklagsreglur. Eitt af grund- vallaratriðum varðandi verklags- reglur er að ef koma á þeim á framfæri og fá hljómgrunn þeirra sem þær beinast að, þá þarf að gæta þess að verklags- reglurnar séu samdar af þessum aðilum eða í náinni samvinnu við þá. Til eru mörg dæmi frá ná- grannalöndunum, til dæmis frá Hollandi, þar sem heimilislækn- ar semja sjálfir verklagsreglur og byggja þær þá á faglegri úttekt og vísindalegum rannsóknum. Oftar en ekki er leitað til sér- greinalækna, þegar við á. Verk- lagsreglur um sama efni geta þó litið öðruvísi út þegar ólíkir hóp- ar fjalla um þær. Aherslur eru ólíkar milli sérgreina og ekki alltaf svo að til sé einn stór sann- leikur í hverju tilviki. Þegar ólík- ar sérgreinar reyna að sammæl- ast um eina nálgun varðandi verklagsreglur þá er talað um samráð (consensus), en þá er leitast við að hafa samráðið sem víðtækast og þess gætt að ekki séu skildir útundan hópar sem hafa með vandamálið að gera í daglegu starfi. Það sem reynt er að forðast varðandi verklagsreglur er að neyða upp á fagaðila einhverju sem þeir hafa ekki átt neinn þátt í að móta, eða fengið að tjá sig um. Það hefur því miður gerst í þessu tilviki. Verklagsreglum verður ekki þröngvað upp á neinn. Eg tel að samning og birting verklagsreglna um hryggvanda- mál, sem er kveikja þessara skrifa brjóti gróflega þau grund- vallaratriði sem vísað er til hér að ofan. Áður en lengra er hald- ið þá vil ég taka fram að ég er ekki að ásaka kollegana sem tóku að sér að semja verklags- reglurnar og hafa eflaust gert það í góðri trú og af bestu samvisku. Hins vegar finnst mér einkenni- legt að verklagsreglunum skuli ekki fylgja neinn rökstuðningur hvorki faglegur né vísindalegur, né nokkrar skýringar á hvers vegna landlæknir telur ástæðu til að semja þessar reglur og birta þær heimilislæknum sérstaklega í Læknablaðinu. Það er ákaflega sérkennilegt að verklagsreglurn- ar skuli einungis beinast að ein- um hópi lækna því fjölmargir læknar úr sérgreinum, sem ekki sátu í samráðsnefndinni, eru að greina og meðhöndla sjúklinga með bakvandamál. Rétt er að minna landlækni og heilbrigðis- yfirvöld á í þessu sambandi að í um 50% tilvika, þar sem sjúk- lingur hefur vandamál sem heimilislæknir getur sinnt, þá er þessum vandamálum sinnt af sérgreinalæknum. Líkur eru á að svipað eigi við um bakvandamál. í ljósi þessa er mér fyrirmunað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.