Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 26
548 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 ein sambærileg rannsókn er okkur kunn þar sem tíðni klínískra blóðtappa hefur verið skoð- uð hjá mænusköðuðum einstaklingum (30). Þar kemur fram að nýgengi blóðtappa í neðri útlim er 14,5% og lungnablóðtappa 4,6%. Tíðni hér (17% og 10,5%) er því örlítið hærri. Rannsóknir hafa sýnt að allt að 50% mænu- skaðaðra greinast með annað hvort samfall í lunga eða lungnabólgu á fyrsta mánuði eftir slys (31). Tölur þessar eru háar og ólíklegt að einstaklingarnir hafi allir haft klínísk einkenni. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem ný- gengi klínískrar lungnabógu er rannsakað og samanburður við niðurstöður okkar því erfiður. Sjálfvirk rangviðbrögð geta herjað á alla með skaða ofan við sjötta brjósthryggjarlið. Óeðlilegt ástand í þeim líkamshluta sem er neðan við mænuskaðann leiðir til hækkaðs blóðþrýstings sem sjúklingurinn upplifir sem gríðarlegan höfuðverk (4). Algengustu orsakir sjálfvirkra rangviðbragða eru yfirfull þvag- blaðra, þvagfærasýkingar, þaninn endaþarmur/ ristill og legusár. Rúmlega helmingur mænuskaðaðra einstak- linga með skaða ofan við T-VI sagðist hafa upplifað einkenni sjálfvirkra rangviðbrigða. Tölur annarra rannsókna sýna að allt að 80- 85% mænuskaðaðra hafa upplifað ástandið (4). Nauðsynlegt er fyrir alla sem vinna með mænuskaðaða að þekkja sjálfvirkt rangvið- bragð og kunna að bregðast við ástandinu fljótt og örugglega með því að fjarlægja orsökina, til dæmis losa þvag úr yfirfullri þvagblöðru. og/ eða gefa blóðþrýstingslækkandi lyf. An með- höndlunar getur hár blóðþrýstingur í verstu til- fellunum valdið blæðingu inn á heila eða í augnbotna (32). Algengt er að blóðþrýstingur- inn rjúki upp í aðgerðum eins og blöðruspegl- unum eða þvagfærarannsóknum sem eru al- gengar aðgerðir hjá mænusköðuðum. Vöktun (monitoring) á blóðþrýstingi er því mikilvæg við allar aðgerðir. Lokaorð Til að draga úr tíðni fylgikvilla teljum við að nauðsynlegt sé að koma upp sérhæfðu reglu- bundnu eftirliti með hjólastólabundnum mænu- sköðuðum einstaklingum á Islandi. I þeim þætti sem snýr að læknisfræði þarf að leggja mesta áherslu á þvagfæravandamál þar sem allir hjóla- stólabundnir mænuskaðaðir einstaklingar geta komið reglulega til rannsókna þar sem starfsemi Töflur, C 09 C A Innihaldslýsing: Hver tafla inniheldur Candesartanum INN, cilexetil 4 mg, 8 mg eöa 16 mg. Ábendingar: Hár blóöþrýstingur. Skammtar og lyfjagjöf: Skömmtun: Venjulegur viðhaldsskammtur Atacand® er 8 mg eða 16 mg einu sinni á dag. Hámarks blóðþrýstingslækkandi verkun næst innan 4 vikna frá upphafi meðferðar. Lyfið má taka með eða án matar og án tillits til aldurs. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e. kreatínín klerans <30 ml/mín. skal hefja meðferð með 4 mg. Börn: Lyfið er ekki ætlað börnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf. Varnaðarorð og varúðarreglur: Skyld lyf geta aukið þvagefni í blóði og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með tvíhliða nýrnaslagæðaþrengsli eða þrengsli í slagæð að einu nýra ef aðeins eitt nýra er til staðar. Þetta getur einnig átt við um angíótensín II viðtaka antagónista. Hjá sjúklingum með alvarlega skert blóðrúmmál geta einkenni lágþrýstings komið fram. Samhliða gjöf á Atacand® og kalíumsparandi þvagræsilyfi getur valdið hækkun á kalíumþéttni í sermi. Milliverkanir: Engar þekktar. Aukaverkanir: Lágþrýstngur vegna áhrifa lyfsins. Lyfhrif: Eiginleikar: Atacand® er forlyf ætlað til inntöku. Það umbreytist hratt í virkt efni, candesartan, vegna esterhýdrólýsu við frásog úr meltingarvegi. Candesartan er angíótensín II viðtaka blokki, sérhæfður fyrir AT-1 viðtaka, með sterka bindingu við og hæga losun frá viðtakanum. Það hefur enga eigin virkni. Blóðþrýstingslækkandi verkun er vegna lækkunar á útlægu æðaviðnámi, en hjartsláttartíðni, slagrúmmál og hjartaútfall breytist hins vegar ekki. Það er ekkert sem bendir til alvarlegs eða óeðlilega mikils lágþrýstings eftir fyrsta skammt eða versnunar þegar meðferð er hætt. Blóðþrýstingslækkandi verkun hefst innan 2 klst og næst hámarks blóðþrýstingslækkandi verkun, innan fjögurra vikna og helst við langtíma meðferð. Blóðþrýstingslækkun af völdum lyfsins helst jöfn í 24 klst. og þess vegna er nægjanlegt að gefa lyfið einu sinni á dag. Lyfið hefur svipaða virkni, óháð aldri og kyni sjúklingsins. Candesartan eykur blóðflæði um nýru og viðheldur eða eykur gaukulsíunarhraða á meðan viðnám nýrnaæða og síunarhlutfall minnkar. Atacand® hefur engar óæskilegar verkanir á blóðsykur eða blóðfitu. Lyfjahvörf: Frásog og dreifing: Eftir inntöku umbreytist candesartan cílexetíl í virka efnið candesartan. Meðal aðgengi (nýting) candesartans er u.þ.b. 40% eftir inntöku á candesartan cílexetili í lausn. Meðalhámarksþéttni í sermi (Cmax)) næst eftir 3-4 klst. eftir inntöku töflu. Þéttni candesartans eykst línulega með auknum skammti á lækningalegu skammtabili. Ekki hefur greinst neinn munur á lyfjahvörfum candesartan eftir kyni. Flatarmálið undir sermiþéttni-á móti-tíma-kúrfu (AUC) fyrir candesartan breytist ekki vegna fæðu. Candesartan er í miklum mæli bundið plasma- próteinum (>99%). Dreifingar-rúmmál candesartans er 0,1 l/kg. Umbrot og útskilnaður: Candesartan skilst aðallega út í óbreyttu formi í þvagi og galli og einungis að litlum hluta vegna umbrota í lifur. Lokahelmingunartími candesartans er u.þ.b. 9 klst. Engin uppsöfnun á sér stað við endurtekna skammta. Heildar plasmaklerans candesartans er u.þ.b. 0,37 ml/mín./kg, með nýrnaklerans u.þ.b. 0,19 ml/mín./kg. Eftir inntöku á 14c-merktu candesartan cílexetíli safnast um 30% af heildargeislavirkni fyrir í þvagi og um 70% í saur. Lyfjahvörf hjá ákveðnum sjúklingahópum: Hjá öldruðum (eldri en 65 ára) aukast bæði Cmax og AUC fyrir candesartan miðað við unga einstaklinga. Engu að síður er blóðþrýstingssvörun og tíðni aukaverkana svipuð eftir gefinn skammt af Atacand® hjá ungum og öldruðum, svo ekki er nauðsynlegt að leiðrétta skammta hjá öldruðum. Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi í samanburði við þá sem hafa eðlilega nýrnastarfsemi, sést hækkun á Cmax, AUC og útskilnaðarhelmingunar-tíma candesartans. Þrátt fyrir það er ekki nauðsynlegt að leiðrétta skammta hjá sjúklingum með væga til miðlungs skerta nýrna-starfsemi. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e. kreatínín klerans <30 ml/min./1,73 m? BSA) er klínísk reynsla takmörkuð og íhuga skal hvort gefa skuli lægri upphafsskammt 4 mg. Hjá sjúklingum með væga eða miðlungs skerta lifrarstarfsemi hafa engar breytingar á lyfjahvörfum sést. Pakkningar og verð: mars 1998. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: R, B. Pakkningar: Töflur 4 mg: 28 stk. (þp.) -2.853 kr.; 98 stk. (þp.) -7.966 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -7.966 kr. Töflur 8 mg: 28 stk. (þp.) -3.172 kr.; 98 stk. (þp.) - 8.987 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -8.987 kr. Töflur 16 mg: 28 stk. (þp.) - 3.810 kr.; 98 stk. (þp.) -10.980 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -10.980 kr. Markaðsleyfishafi: Hássle Lákemedel, Svíþjóð. Umboð á íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Heimildin I: Nishikawa K et al. Candesartan cilexetil: a review of its predinical pharmacology. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S9-SI7. 2: Sever P. Candesartan eilexetil: a new. long-acting, effective angiotensin II type 1 receptor blocker. 3: Húbner R et al Pharmacokinebcs of candesartan after single and repeated doses of candesartan cilexetil in young and elderly healthy volunteers. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S19-S25 4: Elmfeldt D et al Candesartan cilexetil. a new generation angiotensin II antagonist provides dose depentent antihypertensive effect. JournalofHumanHypertension 1997; 11 Suppl 2: S49-S53. S: Andersson OK and Neldam S. A comparison of the antihypertensive effects of candesartan cilexetil and iosartan in patients with mild to moderate hypenension. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S63-S64. 6: Sever P and Holugreve. Long-term efficacy and tolerability of candesartan cilexetil in patients with mild to moderate hypertension. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S69-S73. 7: Belcher G e*. al Candesartan cilexetil: safety and tolerability in healthy volunteers and patients with hypertension. Journal of Human Hypertension 1997; 1) Suppl: S8S-S89. 8: Heuer HJ et al. Twenty-four hour blood pressure profile of different doses of candesartan cilexetil in patients with miliJ to moderate hypertension. Journal of human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: SS5-SS6. Atacandjm candesartan cilexetil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.