Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 86

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 86
604 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Norræna fjarlækningaþingið í Reykjavík í ágúst1998 Dagana 24. og 25. ágúst næstkomandi verður haldið á Hótel Loftleiðum annað nor- ræna fjarlækningaþingið (Second Nordic Telemedicine Congress). Það fyrsta var haldið í Kuopio í Finnlandi 1996. Fjarlækningum hefur verið gefinn vaxandi gaumur á und- anförnum árum og eftir marg- víslegar tilraunir, vísindaverk- efni og klínískar prófanir eru yfirvöld margra landa að finna fjarlækningum stað í heil- brigðiskerfinu. Margir hafa spurt og sumir hafa svarað: Hvert er hlutverk fjarlækninga í heilbrigðisþjónustu? Þema þingsins er „Tele- medicine, its place and appli- cations in the sparsely popu- lated and remote areas borde- ring on the arctic and subartic regions“ og er með því verið að leggja áherslu á hlutverk fjarlækninga í heilbrigðis- þjónustu í dreifbýli. Sérstök áhersla er lögð á hlutverk fjarlækninga í heil- brigðisþjónustu á norðurslóð- um með því að halda vinnu- fund (,,worskhop“) með heit- inu „Telemedicine for the Arctic and sparsely populated Northern regions“ með þátt- töku sérfræðinga frá öllum Norðurlöndunum, frá Græn- landi til Finnlands, ásamt Kanada og Skotlandi. Þar taka þátt fyrirlesarar sem hafa reynslu af skipulagi og notkun fjarlækninga ásamt fulltrúum stjórnvalda sem hafa lagt áherslu á skipulagningu fjar- lækninga innan síns heilbrigð- iskerfis. Vinnufundur verður fyrir hádegi á mánudag 24. ágúst og þriðjudag 25. ágúst, en fyrirlestrar á þinginu verða eftir hádegið báða dagana. Meðal þátttakenda verða þekktir aðilar á sviði fjarlækn- inga sem munu halda fyrir- lestra og í lok þingsins á þriðjudag verða pallborðsum- ræður um hvernig er hægt að reka heilbrigðisþjónustu með fjarlækningum. Þar verður velt upp spurningum eins og: hver greiðir fyrir þjónustuna, hver fær greitt fyrir hana og hver greiðir fyrir búnað og fjar- skiptaleiðir, hvaða lausnum hefur verið stungið upp á? Miðvikudaginn 26. ágúst verður fjórða norræna þingið um heilbrigðismál sjófarenda (Nordic Maritime Medicine Conference) en eftir hádegi á þriðjudag verður sameiginleg fundalota með báðum þingum þar sem fjallað verður um mikilvægi fjarlækninga fyrir heilbrigðismál sjófarenda. A miðvikudag verður áherslan á skráningu sjóslysa og einnig á menntunarmál sjófarenda vegna heilbrigðisþjónustu. Á fimmtudag og föstudag 27. og 28. ágúst verður 10. norræna umferðar- og heil- brigðisráðstefnan (Nordic Traffic Medicine Congress), þar sem verður fjallað um slysaskráningu og slys í marg- víslegu samhengi. Námskeið í ortópedískri medisín (stoðkerfisfræði) að Reykjalundi dagana 25.-27. september 1998 Öxl og brjósthryggur Vegna fjölda áskorana verður fyrsta námskeiðið (af fjórum) í ortópedískri medisín endur- tekið í september næstkomandi. Aðalkennari verður sem fyrr Bernt Ersson læknir frá Gávle. Sem fyrr verður farið í lífeðlisfræði og líftækni, en aðaláhersla lögð á meðferð. Þetta námskeið fjallar um öxl og brjósthrygg (thorax) og verður stuðst við bók Bernts Erssons (þá fyrstu af fjórum), sem verður seld á niðursettu verði. Námskeiðið er ætlað læknum og sjúkraþjálfurum, en sem fyrr verður fjöldi þátttakenda takmarkaður. Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Magnúsi Ólasyni lækni á Reykjalundi, s. 566 6200, bréfsími 566 8240, netfang: magnuso@reykjalundur.is og Óskari Reykdalssyni lækni á Heilsugæslustöðinni á Selfossi, s. 482 1300 og 482 2335.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.