Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 60
580
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
ræður um erfðavísa og erfða-
tækni. Þetta á alls ekkert skylt
við hræðsluáróður heldur er
merki um heilbrigt vísindalíf.
Þótt það geti verið mjög þægi-
legt í vísindum, tækni og
læknisfræði, eins og á öðrum
sviðum tilverunnar að gerast
jábróðir aðlaðandi skoðana og
svífa um himingeiminn á
vængjum hugsunarleysis og
óskhyggju, er það aðalsmerki
góðra og dugmikilla vísinda-
manna að þora að gagnrýna
jafnt nýjar sem viðteknar
skoðanir vægðarlaust.
Einfalt dæmi um það hve
auðveldlega mönnum verður
fótaskortur á DNA-planinu er
vaxandi notkun erfðatækni
við rannsókn sakamála (DNA
fingerprinting). Niðurstöðurn-
ar eru háðar ýmsum óvissu-
þáttum og sjaldnast 100% ör-
uggar enda væru þær þá guð-
legar. Umræða um þessi mál á
íslandi og erlendis ætti að
vekja menn til umhugsunar
um nauðsyn þess að flýta sér
hægt við lagagerð sem er lítill
en mikilvægur hluti af nýju
fræða- og tæknisviði þar sem
nauðsyn er skilnings á tak-
mörkunum tækninnar og því
að almenningur skilji hvað er
á ferðum (10).
Uppbygging
vísindasamfélaga
f athugasemdum við frum-
varpið segir:
„Fyrirtœkið íslensk erfða-
greining ehf. hefur lýst áhuga
á að takast á við gerð gagna-
grunns á heilbrigðissviði og
telur slíkt viðfangsefni rökrétt
framhald þeirra verkefna sem
fyrirtcekið fæst nú við. Aœtlar
fyrirtœkið að eftil kœmi gœti
fjöldi hámenntaðs fólks feng-
ið störf við gerð og rekstur
slíks gagnagrunns. “ (Letur-
breyting höfundar.)
Fyrirtækið áætlar að fjöldi
hámenntaðs fólks geti fengið
störf. Til þess að prófa sann-
leiksgildi þessarar fullyrðing-
ar þarf fyrirtækið að leggja
fram nákvæma áætlun. Hvern-
ig á annars að vera unnt að
sannreyna hvort fullyrðingin
eigi við einhver rök að styðj-
ast? Hvað er hámenntað fólk?
Hefur það B.S., M.S., dokt-
orsgráðu eða hefur það lokið
Habilitations-prófi eða starfað
sjálfstætt við vísindarann-
sóknir?
Þótt einhverjir geti fengið
störf við eitthvert verkefni, er
varhugavert að nota þá rök-
semd sem svar við því hvort
skynsamlegt sé að gera eitt-
hvað, í þessu tilviki að sam-
þykkja frumvarpið. Enn var-
hugaverðara er ef röksemdin
um fjölda starfa kemur í veg
fyrir að svara sé leitað við því
sem er aðalatriði þessa máls:
spurningum I og II.
Fjöldaröksemdin er dæmi
um það hve slæmt er að láta
tilganginn helga meðalið. Hún
er fullkomlega tóm siðferði-
lega, því með loforði um nýjar
stöður má réttlæta allt milli
himins og jarðar, allt frá smíði
eitur- og gerlavopna, vítisvéla
og morðtóla til þess sem best
og fegurst getur talist. Hvað
tryggir að ekki geti illa farið?
Hvernig á að meta og dreifa
áhættunni? Á að taka hana?
Svarið við þessum spumingum
er flókið og verður að meta í
hverju tilviki fyrir sig án þess
að láta draumsýn um störf
slæva dómgreindina.
Það er háleitt markmið að
fjöldi hámenntaðs fólks geti
fengið störf. Væri samt ekki
viturlegt að grennslast fyrir
um hvað þetta hámenntaða
fólk kjósi að gera og - án þess
að verða forsjárhyggju að
bráð - spyrja hvort velferð
þess sé vel borgið með því að
vinna að gagnagrunnsgerð? Ef
þetta hámenntaða fólk hefur
lagt land undir fót og komið
til íslands og hafið störf að
gerð svona gagnagrunns en
svo rennur allt út í sandinn, er
þá öruggt að þetta sama fólk
geti fótað sig aftur í harðri
samkeppni erlendis? Væri þá
ef til vill búið að leggja starfs-
feril þess í rúst?
Það er gífurlega flókið -
vísindalega, pólitískt, sagn-
fræðilega, félagsfræðilega,
mannlega, og svo framvegis -
að meta hvemig byggja beri
upp vísindastarf. Færi ekki vel
á því, þó ekki væri nema
vegna fólksins sjálfs að hug-
leiða hvernig hag þessa há-
menntaða fólks sé best borgið
- ekki bara hag íslensku þjóð-
arinnar eða Islenskrar erfða-
greiningar ehf.? Á hámenntað
og efnilegt fólk ekki rétt á
bestu ráðgjöf og umfjöllun,
það er nýju frumvarpi? Hver
ber ábyrgðina ef líf þeirra
verður lagt í rúst í sókn eftir
stundargróða? Eru þau ekki
íslendingar?
Það er auk þess athyglisvert
að í opinberri umræðu um
frumvarpið nú á vordögum
hefur það hámenntaða fólk
sem þegar vinnur hjá íslenskri
erfðagreiningu ehf. varla tjáð
sig í fjölmiðlum. Megi setja
jafnaðarmerki milli vísinda-
starfs, lýðræðis og opinskárrar
umræðu, hvemig stendur þá á
þögninni?
10. Sjá Richard C. Lewontin. DNA er
hin helga kýr nútímans, Morgun-
blaðið 23. janúar 1994, s. 4B-5B;
DNA-Based Identification Systems,
Privacy, and Civil Liberties, hjá
Hubbard og Wald 1992, s. 145-57;
Lander 1992; The Dream of the
Human Genome, hjá Lewontin
[1991] 1993, s. 59-83.