Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 77

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 595 væri hópur heimilislækna, sem allir tengdust gæðaþróun á einn eða annan hátt. Tilgangurinn var að sameina krafta lykilaðila í gæðaþróunarmálum FIH. Gæða- ráðið var síðan stofnað í mars 1997 í tengslum við ASTRA daginn. I gæðaráðinu eru eins og áður segir fulltrúar allra læknis- héraða landsins, formaður fræðslunefndar FÍH, prófessor- inn í heimilislækningum, for- maður FIH og þriggja manna stjórn gæðaþróunarnefndar FIH, sem er einnig framkvæmdastjórn hins nýja gæðaráðs. Ætlunin er að gæðaráð FIH hittist tvisvar á ári í tengslum við aðalfund á haustin og ASTRA daginn á vori. Samþykkt hefur verið marklýs- ing fyrir hlutverk ráðsins. Ráðið hefur reyndar þegar hist fjórum sinnum. Akveðið var að byrja á því að koma á fót gæðaráðum heilbrigðisstarfsfólks í öllum heilsugæslustöðvum landsins. Er sú vinna komin á góðan skrið og í að minnsta kosti einu læknis- héraði hafa verið stofnuð gæða- ráð á öllum heilsugæslustöðvum. Annað stórt verkefni sem fór af stað f vor er samevrópsk könnun með þátttöku íslenskra heimilis- lækna - EUROPEP - þar sem kannað er hvað sjúklingum finnst um þjónustu heimilislækna og heilsugæslustöðva. Gagnasöfnun er þegar lokið og verða niður- stöður birtar á fundi í Kaup- mannahöfn í haust. Þá eru fram- undan mörg spennandi verkefni sem hægt verður að segja frá síð- ar. Alþjóðlegt samstarf FÍH um gæðaþróun Frá 1991 hefur FÍH verið aðili að mjög öflugu alþjóðasamstarfi heimilislækna um gæðaþróun í Evrópu. Um er að ræða vinnuhóp fulltrúa 25 Evrópu- þjóða, en hópurinn ber heitið EQuiP. Þessi hópur hittist tvisvar á ári til skiptis í þátttökulöndun- um og hafa íslenskir heimilis- læknar átt því einstæða láni að fagna að vera með frá upphafi og hafa þannig haft mótandi áhrif á gæðaþróun meðal heimilislækna í Evrópu. Þetta samstarf hefur skilað miklu í formi ýmissa skýrslna og nefndavinnu. Nú eru starfandi þrjár nefndir á vegum EQuiP. Ein fjallar um gæðavísa, önnur um sjúkraskrána og sú þriðja um tól til gæðaumbóta (quality improvement tools). Af- raksturinn af starfi þeirrar síðast- nefndu er bók sem kom út nú í vor og fjallar um viðfangsefni nefndarinnar. Þetta er eins konar „kokkabók" um það hvernig á að bera sig að við að koma af stað verkefnavinnu á sviði gæðaþró- unar. EQuiP hefur gert úttekt á gæðaþróunarmálum í þátttöku- löndunum sem komið hefur út í skýrsluformi. Einnig hefur EQuiP samið marklýsingu um gæðaþróun, sem ætluð er stjórn- endum í heilsugæslu og heil- brigðisyfirvöldum. Þá var EQuiP með stóran opinn fund fyrir heimilislækna í Evrópu í Zúrich í nóvember síðastliðnum sem var fjölsóttur og heppnaðist mjög vel. Þar kynntu heimilislæknar ýmis gæðaþróunarverkefni og í Ijós kom að gróskan er feikimikil í þessum efnum meðal evrópskra heimilislækna. Dagana 5.-7. nóvember næstkomandi verður haldinn fundur í vinnuhópi EQuiP í Reykjavík. I tengslum við þann fund verður haldinn heilsdagsfundur um gæðaþróun fimmtudaginn 5. nóvember fyrir heimilislækna og aðra sem áhuga hafa. Erlendir og innlendir fyrirlesarar verða á fundinum, sem verður auglýstur meðal ann- ars í Læknablaðinu á næstunni. Árið 1994 var stofnaður sum- arskóli í Maastricht í Hollandi um gæðaþróun fyrir heimilis- lækna í Evrópu að frumkvæði EQuiP. Sumarskólinn hefur ver- ið haldinn árlega og stendur yfir í viku í senn. Þegar hafa þrír ís- lenskir heimilislæknar sótt sum- arskólann. Lokaorð Undirritaður hefur vel á annan áratug unnið að gæðaþróun á vegum FIH. Hef ég þar orðið vitni að einstæðu grasrótarstarfi félagsmanna. Félagar í FÍH hafa unnið mikla hugsjónavinnu til að bæta ímynd heimilislækninga. Þeir hafa um leið eflt vitund fé- lagsmanna um bætt vinnubrögð og þar með stuðlað að betri ár- angri í starfi. Eg tel að slík gras- rótarvinna sé forsenda fyrir auknum gæðum í heilbrigðis- þjónustunni. Farsælast er að vinna slíka vinnu frá grasrót og hrífa aðra með sér upp á topp frekar en að ákvörðun og hvatn- ing um gæðastarf komi öll að of- an. Hins vegar er ljóst að toppur- inn og grasrótin þurfa að mætast og því miður hefur mikið vantað upp á að heilbrigðisyfirvöld hafi sýnt gæðaþróun nauðsynlegan skilning. Heilbrigðisráðuneytið hefur að vísu nýlega stofnað samstarfsráð um gæðamál sem varð til eftir nefndastarf með þátttöku lækna í gæðaráði ráðu- neytisins, en skýrslu þar að lút- andi var skilað til heilbrigðisráð- herra fyrir ári. Þar er meðal ann- ars lagt til að inn í heilbrigðis- þjónustulögin komi grein sem kveður skýrt á um að gæðaþróun eigi sér stað í heilbrigðisþjónust- unni. Að síðustu vil ég eindregið hvetja alla lækna til að fara að dæmi FÍH og hefja hjá sér mark- visst gæðastarf enda mun það ör- ugglega Ieiða til bættrar heil- brigðisþjónustu. Gunnar Helgi Guðmundsson formaður gæðaráðs FIH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.