Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 70
588 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 að áður skráðum upplýsingum fer skv. 5. gr. Um kerfisbundna skráningu upplýsinga í gagnagrunn á heil- brigðissviði fer að öðru leyti samkvœmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. “ Athygli skal vakin á því að í II. kafla frumvarpsins sem fjallar um heimild til skráningar kemur ekki fram að heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstarfsmaður geti hafnað því að veita sérleyfishafa upplýsingar. Hér er áréttað að fylgja þurfi þeim skilyrðum við söfnun og skráningu upplýsinga sem tölvu- nefnd metur nauðsynleg. Jafn- framt segir að tölvunefnd skuli hafa eftirlit með því að framan- greind skilyrði séu uppfyllt. I 5. gr. er enn ítrekað að leyfishafi skuli fylgja þeim skilyrðum sem tölvunefnd metur nauðsynleg hverju sinni. Astæða er til að taka fram að tölvunefnd skuli skil- greina nákvæmlega hvaða upp- lýsingar megi afhenda í gagna- grunninn. Landlæknir bendir á að ósamræmi er milli 4. og 5. gr. annars vegar og 11. gr. hins vegar en þar segir: „Heilbrigðisráð- herra hefur eftirlit með fram- kvœmd laga þessara. Heilbrigðis- ráðherra getur falið tölvunefnd og vísindasiðanejhd að annast eftirlit með framkvœmd laganna eða einstakra þátta þeirra. “ f 2. mgr. 4. gr. segir að skrán- ingin fari að öðru leyti sam- kvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga nr. 121/1989. Ekki er ljóst hvað átt er við með að öðru leyti. Um III. kafla Aðgangur að áður skráðum upplýsingum 5. gr. I 2. mgr. segir: „ Heilbrigðisráðherra veitir leyfi til aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrám og öðrum heilsu- farsupplýsingum. Aðgangur skal þó jafnframt háður samþykki viðkomandi heilbrigðisstofnunar eða heilbrigðisstarfsmanns sem þœr hefur skráð á eigin starfs- stofu. “ Nú bregður svo við að aðgang- ur sérleyfishafa að áður skráðum upplýsingum er háður samþykki viðkomandi heilbrigðisstofnunar eða heilbrigðisstarfsmanns sem þær hefur skráð á eigin stofu. Hér verður að hafa í huga að heilbrigðisráðherra er við leyfis- veitingar bundinn við mat tölvu- nefndar samkvæmt 1. mgr. Svig- rúm ráðherra er að þessu leyti takmarkað. Landlæknir ítekar þá skoðun sína að það er óásættanlegt að pólitískt vald veiti leyfi til að- gangs að sjúkraskrám. Jafnvel þótt sagt sé að slíkur aðgangur sé háður samþykki viðkomandi heilbrigðisstofnunar eða heil- brigðisstarfsmanna kann það að reynast erfitt að sporna við slíku ef þau fyrirheit ganga eftir að hið opinbera ætli sér ekki að veita fjármagni til upplýsingavæðing- ar heilbrigðisþjónustunnar. I 3. mgr. segir: „Heilbrigðisráðherra getur ákveðið að tiltekinn starfsleyfis- hafi samkvœmt lögum þessum hafi í tiltekinn tíma, sem ekki má þó vera lengri en 12 ár, einn starfsleyfishafa leyfi til aðgangs að tilteknum heilsufarsupplýsing- um frá nánar tilgreindum aðilum til flutnings í gagnagrunn á heil- brigðissviði. Slíkt skal þó í engu takmarka aðgang að upplýsing- um úr sjúkraskrám, samkvœmt lögum um réttindi sjúklinga, vegna vísindarannsókna, né að- gang að upplýsingum til skýrslu- gerðar um heilbrigðismál og út- gáfu heilbrigðisskýrslna lögum samkvœmt eða annarra lög- ákveðinna verkefiia stjórnvalda. “ Landlæknir telur óeðlilegt að veita einkaaðila á markaði einka- leyfi að heilsufarsupplýsingum. Telji löggjafinn það við hæfi að veita slíkt leyfi og þar sem málið er jafn viðkvæmt og mikilvægt og raun ber vitni telur landlæknir nauðsynlegt að hugsanlegur samningur verði að hljóta sam- þykki Alþingis áður en hann tek- ur gildi. Skýra þarf við hvað er átt með „ tilteknum heilsufarsupplýsing- um frá nánar tilgreindum aðil- um “. Ekki kemur með skýrum hætti fram í fruntvarpinu eða greinar- gerð með 5. gr. hvað átt er við með því að aðgangur vegna vís- indarannsókna skuli í engu vera takmarkaður þrátt fyrir einka- leyfisákvæðið. Ekki er auðvelt að koma því heim og saman að tiltekinn aðili skuli einn starfs- leyfishafa eiga aðgang að til- teknum heilsufarsupplýsingum frá nánar tilteknum aðilum til flutnings í gagnagrunn á heil- brigðissviði og síðan segir í beinu framhaldi að slíkt leyfi skuli í engu takmarka aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám „vegna vísindastarfa“. Hvað merkir þá einkaleyfið til aðgangs að heilsufarsupplýsingum? í athugasemdum við 5. grein segir: „Gert er ráðfyrir að þrátt fyrir veitingu leyfis skv. 3. mgr. vœri áfram unnt að veita aðilum sem nú starfrœkja gagnagrunna vegna tiltekinna sjúkdóma að- gang að upplýsingum. Þar er m.a. hafður í liuga gagnagrunn- ur Hjartaverndar og gagna- grunnur Krabbameinsfélagsins vega krabbameinsskráningar. Ráðherra getur bundið leyfi skv. 3. mgr. skilyrðum um aðstoð leyfisliafa við endurbœtur á með- ferð og vinnslu heilsufarsupplýs- inga hjá viðkomandi aðila og um aðgang íslenskra heilbrigðis- yfirvalda að gagnagrunni leyfis- hafa til hagnýtingar innan heil- brigðiskerfisins á leyfistíma og eftir að leyfistíma lýkur, sbr. 3. mgr. 6. gr. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.