Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 585 slíka gagnagrunna þurfa því að sœkja um starfsleyfi. “ Vakin skal athygli á því að þeir aðilar sem safnað hafa slikum gagnagrunnum og hafa haft heimild til þess, svo sem Hjarta- vernd og Krabbameinsfélagið, þurfa samkvæmt þessu laga- frumvarpi að sækja um starfs- leyfi og hlíta vissum skilyrðum vegna ákvæðis um einkaleyfi sem síðar verður vikið að. Hér er rétt að minna á það að sá sem þegar hefur gert gagnagrunn á stjórnarskrárvarinn rétt til þeirrar úrvinnslu sem hann hefur staðið að og kostað og hann verður ekki sviptur þeim verðmætum bóta- laust þótt setja megi almennar reglur um meðferð og nýtingu sem eru almennar, málefnalegar og þrengi ekki kosti eiganda óhæfilega. Hendur leyfisveit- anda eru því bundnar sem þessu nemur. Athygli skal vakin á því að sérleyfishafi eða aðrir sem telja sig verða fyrir skakkaföll- um gætu hugsanlega krafist bóta, ef þetta frumvarp verður að lög- um og síðar kemur í ljós að það reynist brjóta í bága við stjórnar- skrána og/eða alþjóðlega samn- inga sem Island er aðili að. Eins og áður segir er tilgang- urinn með þessum lögum óljós. Landlæknir telur því rétt að orða hnitmiðaða marklýsingu í 1. gr. lagafrumvarpsins, sem skýrð yrði nánar í greinargerð, þar sem m.a. skýrt væri tekið fram hvaða heimildir ætlunin sé að veita um- fram þær heimildir sem eru í nú- gildandi lögum. 2. gr. I 4. lið 2. gr. eru persónuupp- lýsingar skilgreindar svo: „4. Persónuupplýsingar: Upp- lýsingar er varða einkamálefni, þar með talda heilsuhagi, fjár- hagsmálefni eða önnur málefni persónugreinds eða persónu- greinanlegs einstaklings sem sanngjarnt er og eðlilegt að leyntfari. Einstaklingur skal eigi teljast persónugreinanlegur ef verja þyrfti verulegum tíma og mannafla til að persónugreining hans gœti átt sér stað. Sama gildir ef persónugreining getur einungis átt sér stað með notkun greiningarlykils sem sá aðili er hefur upplýsingar undir höndum hefur ekki aðgang að. Þegar ein- staklingur er ekki persónu- greinanlegur skal litið svo á að upplýsingar sem hann varða séu ekki persónuupplýsingar í skiln- ingi laga þessara. “ Landlæknir gerir athugasemdir við ákvæðið um það hvenær ein- staklingur telst ekki persónu- greinanlegur. Vitnað er í skil- greiningu tilmæla Evrópuráðsins nr. R(97) frá 13. febrúar 1997 þar sem segir: „Með persónuupp- lýsingum er átt við upplýsingar sem tengjast skilgreindum eða skilgreinanlegum einstaklingi. Einstaklingur er ekki álitinn skil- greinanlegur ef óeðlilega mikill tími og mannafli fer í að skil- greitia hann. I þeitti tilvikum sem einstaklingur er ekki skilgreinan- legur er hann talinn ókunnur (anonymous)". Ekki fer á milli mála að upplýsingar í umræddum heilsufarsgagnagrunni eru tengd- ar skilgreinanlegum einstaklingi. Enda þótt það sé tölvunefndar að meta hvort unnt sé að tryggja persónuvemd í slíkum miðlægum gagnagrunni vill landlæknir vekja athygli á vandamálum sem tengj- ast slíkri vemd. Þótt hægt sé að gera tryggan dulkóða (sem reynd- ar skilgreinir einstakling með auðveldum og nákvæmum hætti) úr kennitölu vandast málið þegar gagnagrunnur er saman settur úr heilsufarsupplýsingum, ættfræði- upplýsingum og erfðaupplýsing- um. Heilsufarsupplýsingar geta verið mjög sérkennandi fyrir ein- stakling. Ættfræðiupplýsingar tengja aðra einstaklinga við slík- an sérstakan einstakling sem gerir það auðvelt að rekja upp ættartré og afhjúpa þannig stóra hópa manna. Ættartrén geta einnig ein og sér verið sérkennandi. LFpplýs- ingar um erfðaefni einstaklinga geta greint þá með mikilli ná- kvæmni og einnig veitt mikils- verðar upplýsingar um eiginleika einstaklings og skyldmenna hans. Ef einhvem tímann á leyfistíma reynist hægt að kennitölutengja erfðaupplýsingar um einstakling, hvort sem það er af slysni eða með öðmm hætti, má auðveld- lega fá gríðarmiklar upplýsingar um stóra hópa af mönnum. Marg- ir hafa lýst þeirri skoðun sinni að það sé eðlismunur á miðlægum gagnagrunni af því tagi sem hér er lýst annars vegar og dreifðum upplýsingakerfum sem varðveita gögn og eru þar sem þau verða til hins vegar. Landlæknir tekur undir þá skoðun. Nauðsynlegt er að skýra hvað átt er við með „dulkóðun upplýs- inganna" í athugasemdum við 2. gr- I lið 5 segir svo: „5. Erfðafrœðilegar upplýs- ingar: Hvers kyns upplýsingar sem varða erfanlega eiginleika einstaklings eða varða erfða- mynstur slíkra eiginleika innan hóps skyldra einstaklinga, enn fremur allar upplýsingar sem varða flutning erfðaupplýsinga (erfðavísa) er lúta að eiginleik- um sem ákvarða sjúkdóma og heilsu einstaklings og hóps skyldra einstaklinga án tillits til þess hvort unnt er að greina þessa eiginleika eða ekki. “ Þessi málsgrein er torskilin. Hvaða merkingu hefur það að tala um eiginleika sem ákvarða sjúkdóma og heilsu einstaklings og hóps skyldra einstaklinga án tillits til þess hvort unnt er að greina þessa eiginleika eða ekki? 3. gr. I 1. mgr. málsgrein segir: „Heilbrigðisráðherra skal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.