Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
567
Björg Þorsteinsdóttir forseti Alheimssamtaka læknanema
Læknisfræði er í eðli sínu alþjóðleg
Björg, Nuyen frá Zimbabve, Katarina og Irina frá Júgóslavíu. Myndin er tekin á
Souninhöfða í Grikklandi.
Nám í læknisfræði er erf-
itt og krefst mikillar einbeit-
ingar. Oft heyrist sagt að á
námstíma detti flestir lækna-
nemar að meira eða minna
leyti úr tengslum við um-
hverfið og láti sig lítið annað
varða en það að ná næsta
prófi - komast yfir næsta
hjalla. Frá þessu eru þó
undantekningar og ber starf
Alheimssamtaka lækna-
nema þess vitni að vissulega
láta læknanemar sig varða
velferð og heilbrigði mann-
kyns og sinna margir hverj-
ir margvíslegum og tíma-
frekum verkefnum í því
skyni.
Alheimssamtök læknanema
(The International Federation
of Medical Students' Associa-
tions) voru stofnuð árið 1951,
í kjölfar reynslunnar af heims-
styrjöldinni síðari, af lækna-
nemum frá átta löndum í
Norður-Evrópu. Meginmark-
mið samtakanna var að stuðla
að friði í heiminum með
menningar- og menntunar-
samskiptum læknanema. í dag
ná samtökin til rúmlega 60
landa og má segja að um 600
þúsund læknanemar eigi beina
og óbeina aðild að þeim.
Núverandi forseti samtak-
anna er Björg Þorsteinsdóttir
læknanemi á fimmta ári við
læknadeild Háskóla íslands.
Björg var kjörin forseti sam-
takanna í ágúst á síðasta ári og
gegnir því starfi í eitt ár. En að
hvaða verkefnum einbeita
samtökin sér?
„Meginmarkmið samtak-
anna er að mennta læknanema
og undirbúa þá fyrir störf er
miða að forvörnum og heil-
brigði jafnt á landsvísu sem
störf í þágu alþjóðaheilbrigð-
is. Að þessu er unnið með því
að fræða læknanema um þau
mál og umræður sem eru efst
á baugi hverju sinni og með
því að gefa þeim færi á að
taka þátt í þróunarstarfi og
annarri heilsuvernd í öðrum
löndum.“
Stúdentasamskipti
„Stúdentaskipti hafa frá
upphafi verið stærsti liðurinn í
starfi samtakanna og árlega
skiptast aðildarlöndin á 4-
5000 læknanemum. Margir ís-
lendingar hafa nýtt sér þessi
skipti og árlega fara utan 15-
20 læknanemar og samsvar-
andi fjöldi kemur hingað.
Skiptin felast í því að spítalar
eða aðrar heilbrigðisstofnanir
taka við læknanema sem vinn-
ur á viðkomandi stofnun, yfir-
Ieitt í þrjá mánuði, við rann-
sóknir eða önnur störf og aflar
sér þannig nýrrar reynslu og
þekkingar. Allir læknanemar
sem aðild eiga að samtökun-
um í gegnum félög sín eiga að
hafa jafna möguleika til að
taka þátt í þessum tvíhliða
samskiptum en því miður er
staðreyndin sú að um 80%
þessara samskipta hafa verið
innan Evrópu. Astæðan er
fyrst og fremst efnahagsleg.
Bæði hefur reynst erfiðara að
fá heilbrigðisstofnanir utan
Evrópu til að taka við nemum
og eins hefur læknanemum í
þróunarlöndum gengið erfið-
lega að fjármagna ferðir og
rýrir það möguleika þeirra.“
- Þurfa nemarnir sjálfir að
bera kostnað af stúdentaskipt-
unum?
„Já, að meginhluta. Stofn-
anir sem samþykkja að taka
við læknanema taka við hon-
um til kennslu, en skiptin eru
þannig að læknaneminn sem